Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 51

Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 51
ingu Alþingis til að afsala sér valdi til skattlagningar til framkvæmdavalds- ins. Því hefði verið höfðað mál sem dæmt var á þá lund í desember að Alþingi hefði brotið í bága við 40. grein stjórnarskrárinnar með því að framselja skattlagningarvald til óæðra stjórnvalds. Fríverslun við Bandaríkin? Þá gerði hann að umtalsefni utan- ríkisviðskiptin og taldi íslendinga þurfa að vera vel á verði gagnvart aðild að EFTA og EBE. Varpaði hann fram þeirri spurningu hvort hugsanlegt væri að gera fríverslun- arsamning við Bandaríkin, en í lok febrúar var stofnað íslenskt-banda- rískt verslunarráð. Að lokum ræddi fráfarandi formaður um gjaldeyris- mál og spurði hvort það væri nauð- synlegt að taka upp mynt annarrar þjóðar til að treysta kerfið til að nýta meti kosti frjálsrar verslunar með gjaldeyri og búa megi við aðhald í efnahagsmálum. Ný stefnuskrá Bjarni Snæbjörn Jónsson gerði grein fyrir nýrri stefnuskrá Verzlun- arráðsins. Stefnuskrárnefnd hefur síðustu misseri unnið að samningu hennar og var Bjarni formaður nefndarinnar. Stefnan skiptist í þrjá þætti: Hlutverk hins opinbera, ytri skilyrði atvinnulífsins og nýtingu auðlinda. Hlutverk hins opinbera var skil- greint þannig: Að vernda öryggi lands og þjóðar, eignarrétt og frjálsa atvinnuhætti, að styðja þá sem ekki eru færir um að taka fullan þátt í at- vinnustarfsemi og tryggja fólki jafn- an aðgang að menntun og heilsu- gæslu, að sjá svo um að auðlindir sem eru í sameign séu nýttar á hagkvæman hátt og að stuðla að jafnvægi í efnahagslífinu með skýr- um reglum varðandi fjárlagagerð, peningamál og starfsemi banka. Vaxtaákvörðun verði frjáls Um þann hluta stefnuskrárinnar sem fjallar um rekstrarskilyrði at- vinnulífsins og teknir eru fyrir fjár- Bjarni Snæbjörn Jónsson, forstööu- maöur markaðsdeildar Skeljungs hf., flutti framsögu um stefnuskrá VÍ. magnsmarkaður, gjaldeyrismarkað- ur, vinnumarkaður og markaður vöru og þjónustu sagði Bjarni Snæ- bjöm Jónsson m.a.: „Á fjármagns- markaði þarf að taka skrefið til frjálsrar ákvörðunar vaxta til fulls og heimila viðskiptabönkum að ákveða vexti að öllu leyti. Jafnframt þarf að koma til skipulagsbreyting sem mið- ar að því að breyta ríkisbönkum í hlutafélög og samræma stöðu þeirra og núverandi einkabanka. Opinbera fjárfestingar- og fyrirgreiðslusjóði þarf að sameina bankakerfinu og gera þarf hinum ýmsu sparnaðar- formum jafn hátt undir höfði til dæmis í skattalegu tilliti til að sparn- aður leiti ávallt í hagkvæmustu farvegi. I utanríkisverslun er stefnan sú að frjálsræði eigi að ríkja á öllum svið- um inn- og útflutnings, enda for- senda þess að íslendingar beiti kröft- um sínum og fjármagni fyrst og fremst í atvinnustarfsemi sem hent- ar best aðstæðum hér á Iandi.Á vinnumarkaði þarf að opna kjara- samningum nýja farvegi þannig að afkoma einstakra fyrirtækja endur- speglist í kjörum viðkomandi starfs- manna. I stað hins miðstýrða samn- ingafyrirkomulags sem nú gildir verði teknir upp vinnustaðasamning- ar þar sem það á við. Á sama hátt geti einingar vinnumarkaðarins mið- ast við vinnustaði í stað heillar at- vinnugreinar. Aflétta þarf afskiptum ríkisins af verðákvörðunum Á markaði vöru og þjónustu þarf að aflétta ríkisafskiptum sem enn eru við lýði við fiskverðsákvörðun, búvöruverðsákvörðun, olíuverðs- Jaques G. Maisonrouge í ræöustól. Hann fjallaði um alþjóöaviöskipti og var góður rómur gerður aö máli hans. 51

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.