Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Qupperneq 51

Frjáls verslun - 01.02.1986, Qupperneq 51
ingu Alþingis til að afsala sér valdi til skattlagningar til framkvæmdavalds- ins. Því hefði verið höfðað mál sem dæmt var á þá lund í desember að Alþingi hefði brotið í bága við 40. grein stjórnarskrárinnar með því að framselja skattlagningarvald til óæðra stjórnvalds. Fríverslun við Bandaríkin? Þá gerði hann að umtalsefni utan- ríkisviðskiptin og taldi íslendinga þurfa að vera vel á verði gagnvart aðild að EFTA og EBE. Varpaði hann fram þeirri spurningu hvort hugsanlegt væri að gera fríverslun- arsamning við Bandaríkin, en í lok febrúar var stofnað íslenskt-banda- rískt verslunarráð. Að lokum ræddi fráfarandi formaður um gjaldeyris- mál og spurði hvort það væri nauð- synlegt að taka upp mynt annarrar þjóðar til að treysta kerfið til að nýta meti kosti frjálsrar verslunar með gjaldeyri og búa megi við aðhald í efnahagsmálum. Ný stefnuskrá Bjarni Snæbjörn Jónsson gerði grein fyrir nýrri stefnuskrá Verzlun- arráðsins. Stefnuskrárnefnd hefur síðustu misseri unnið að samningu hennar og var Bjarni formaður nefndarinnar. Stefnan skiptist í þrjá þætti: Hlutverk hins opinbera, ytri skilyrði atvinnulífsins og nýtingu auðlinda. Hlutverk hins opinbera var skil- greint þannig: Að vernda öryggi lands og þjóðar, eignarrétt og frjálsa atvinnuhætti, að styðja þá sem ekki eru færir um að taka fullan þátt í at- vinnustarfsemi og tryggja fólki jafn- an aðgang að menntun og heilsu- gæslu, að sjá svo um að auðlindir sem eru í sameign séu nýttar á hagkvæman hátt og að stuðla að jafnvægi í efnahagslífinu með skýr- um reglum varðandi fjárlagagerð, peningamál og starfsemi banka. Vaxtaákvörðun verði frjáls Um þann hluta stefnuskrárinnar sem fjallar um rekstrarskilyrði at- vinnulífsins og teknir eru fyrir fjár- Bjarni Snæbjörn Jónsson, forstööu- maöur markaðsdeildar Skeljungs hf., flutti framsögu um stefnuskrá VÍ. magnsmarkaður, gjaldeyrismarkað- ur, vinnumarkaður og markaður vöru og þjónustu sagði Bjarni Snæ- bjöm Jónsson m.a.: „Á fjármagns- markaði þarf að taka skrefið til frjálsrar ákvörðunar vaxta til fulls og heimila viðskiptabönkum að ákveða vexti að öllu leyti. Jafnframt þarf að koma til skipulagsbreyting sem mið- ar að því að breyta ríkisbönkum í hlutafélög og samræma stöðu þeirra og núverandi einkabanka. Opinbera fjárfestingar- og fyrirgreiðslusjóði þarf að sameina bankakerfinu og gera þarf hinum ýmsu sparnaðar- formum jafn hátt undir höfði til dæmis í skattalegu tilliti til að sparn- aður leiti ávallt í hagkvæmustu farvegi. I utanríkisverslun er stefnan sú að frjálsræði eigi að ríkja á öllum svið- um inn- og útflutnings, enda for- senda þess að íslendingar beiti kröft- um sínum og fjármagni fyrst og fremst í atvinnustarfsemi sem hent- ar best aðstæðum hér á Iandi.Á vinnumarkaði þarf að opna kjara- samningum nýja farvegi þannig að afkoma einstakra fyrirtækja endur- speglist í kjörum viðkomandi starfs- manna. I stað hins miðstýrða samn- ingafyrirkomulags sem nú gildir verði teknir upp vinnustaðasamning- ar þar sem það á við. Á sama hátt geti einingar vinnumarkaðarins mið- ast við vinnustaði í stað heillar at- vinnugreinar. Aflétta þarf afskiptum ríkisins af verðákvörðunum Á markaði vöru og þjónustu þarf að aflétta ríkisafskiptum sem enn eru við lýði við fiskverðsákvörðun, búvöruverðsákvörðun, olíuverðs- Jaques G. Maisonrouge í ræöustól. Hann fjallaði um alþjóöaviöskipti og var góður rómur gerður aö máli hans. 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.