Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 53

Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 53
hafa sagt að þessi ákvörðun kæmi í veg fyrir að hægt væri að fjölga störfum í Frakklandi. Ljóst mætti vera að Ford bílar yrðu áfram fluttir til landsins og í dag væri svo komið að Ford væri langsöluhæsti erlendi bíllinn í Frakklandi. Tók hann einnig dæmi um skynsamlegri leiðir t.d. þegar IBM var leyft árið 1914 að hefja starfsemi í Frakklandi. Væri það nú það fyrirtæki sem greiddi hæsta skatta ásamt því að vera eitt virtasta erlenda fyrirtækið í landinu. Maisonrouge lagði áherslu á að fyrirtæki sem hygðu á erlenda mark- aðssókn yrðu að hafa eftirfarandi í huga: Bjóða góða vöru, lágt fram- leiðsluverð og dreifingarkostnað, bjóða góða þjónustu og hafa augun opin fyrir leiðum þrátt fyrir aðgerðir yfirvalda. Þess vegna yrðu fyrirtækin að hafa yfir góðum mannskap að ráða og nú á dögum sifellt aukinnar menntunar og alþjóðasamskipta væru ungu fólki opnir miklir mögu- leikar í námi og starfsþjálfun. Aukið eigið fé Á aðalfundi Verzlunarráðsins var samþykkt ályktun um fjármagns- markað og segir þar að hann hafi um langt skeið verið úr lagi genginn vegna margháttaðra afskipta stjórn- valda. Við þessu verði að bregðast með því að efla eiginfjármyndun fyr- irtækja. Brýnt er að tryggja jafnræði sparnaðarforma og segir að um heim allan hafi verið gert átak í að hvetja almenning með skattaafslætti til fjárfestingar í atvinnurekstri. „Þegar nýjar leiðir opnast fyrir fólk til að leggja atvinnurekstri til fé er ekki síður mikilvægt að forsvarsmenn fyrirtækja sýni því skilning að opna fyrirtækin fyrir þeim fjármögnunar- möguleika sem hlutabréfasala er. Þetta á auðvitað ekki síst við um forsvarsmenn ríkisfyrirtækja. I ljósi fyrirsjáanlegs mikils halla á ríkis- sjóði mætti hér slá þrjár flugur í einu höggi. Með því að breyta ríkisfyrir- tækjum í hlutafélög og selja hluta- bréf þeirra á almennum markaði verða fyrirtækin sjálfstæðari, fá auk- ið rekstraraðhald og ríkissjóði áskotnast fé til að rétta af hallann," segir að lokum í ályktun Verzlunar- ráðsins. URVAL KYNNIR HÓPFERÐIR Á EFTIRSÓTTAR VIÐSKIPTA- OG VÖRUSÝNINGAR Úrval vill leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi sýningar. Á hverri þeirra getur að lita það sem efst er á baugi i hverri atvinnugrein. SCANDEFA — tannlæknaráðstefna og sýning i Kaupmannahöfn 16.-20. aprii Gist á Hótel Scandlnavia. Jerð frá kr. 26.470,- DRUPA — prentiðnaðarsýning I Dússeldorf2.—6. mai eóa 2.-9. mai. Gist á Hótel Bonn-Apparte i Bonn. Verö Irá kr. 20.790,- Daglegur akstur á sýninguna innifalinn i verði. SCANDINAVIAN FURNITURE FAIR — húsgagnasýning i Kaupmannahöfn 8 —12. mai. Ýmsir gistimöguleikar. Verð frá kr. 24.240,- IFFA — kjötiðnaðarsýning i Frankfurt 24. mai—1. júní. Gist á Hotel Regent. Verð frá kr. 31.970.- INT. COMPUTER SHOW — tölvusýning i Köin 12,—16. júni. Gistá Hotel Baseler Hot. Verð frá kr. 22.590,- WORLD FISHING FAIR — fiskiönaðarsýning i Kaupmannahöfn 15,—22. júní. Gist á Hotel SAS Globetrotter. Verð frá kr. 32.350,- Ath. að ásókn f þessar sýningar er mikil. Rétt er þvi að panta far og tryggja hótelrými með góöum fyrirvara. Aðeins verður gist á tyrsta flokks hótelum. / flestum tilfeilum er hægt aó framlengja dvölina. Við útvegum bllaleigublia, sumarhús og hótel viósvegar um Evrópu fyrir þá sem þess óska. Kynntu þér hvað er innifalið i verði. Við veitum fúsiega allar nánari upplýsingar. Verð er miðað við gengi 7. jan. FIRÐASKRIFSTOFAN ÚRVAl Ferðaskrifstofan Úrval við Austurvöll, sími 26900. 53

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.