Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 54
íslensk verktakastarf- semi erlendis á sér ekki langa sögu. Nokkur fyrir- tæki hafa þó reynt fyrir sér erlendis en fram til þessa hafa verkefnin nær eingöngu verið í vanþró- uðum löndum Afríku eða í Arabaheiminum. Það má því segja að íslensk verk- takafyrirtæki hafi leitað langt yfir skammt, því sama og ekkert hefur verið unnið hér í nágrannalönd- unum. Það heyrir því til tíðinda að verktakafyrir- tækið ístak hf. hefur tekið að sér stórt verk í Færeyj- um við að reisa sorpeyð- ingarstöð í næsta ná- grenni Þórshafnar. ístak hf Byggir sorpeyðingar- stöð í Færeyjum Og Færeyjar eru ekkert til að fúlsa við. Miklar framkvæmdir eru í gangi og fjármagn skortir svo sannarlega ekki. Allir hafa heyrt um fram- kvæmdir á sviði samgöngumála, vega- og jarðgangagerðar en í þeirri umræðu gleymist oft hvaðan fjár- magnið er fengið. Það er ekki haft hátt um það í Færeyjum, en sannleik- urinn er sá að dönsk yfirvöld “dæla“ fjármagni til Færeyja, sem síðan er notað til ýmiss konar uppbyggingar. Færeyingar ráða ekki sjálfir yfir þeim tækjabúnaði og þeirri þekkingu sem þarf til margra þessara verka og það er þar sem erlendu verktakafyr- irtækin koma til sögunnar. Dönsk fyrirtæki eru t.d. mjög umsvifamikil á eyjunum og nægir þar að nefna stórfyrirtækið E. Phil & sön, en ístak hf. er einmitt undirverktaki hjá því fyrirtæki. Frjáls verslun var nýlega í Færeyjum og þá var tækifærið notað til að ræða við Sævar Kristbjörns- son, verkstjóra hjá ístaki hf. Snyrtilegur f rágangur Það stóðu yfir miklar sprengingar á vinnusvæði ístaks-manna er blaða- menn FV bar að garði. Eins og á svo mörgum öðrum stöðum í Færeyjum er undirlendi af skornum skammti, þar sem sorpeyðingarstöðin á að rísa en þetta vandamál leysa heimamenn og verktakar með því að búa undir- lendið til. Það er einfaldlega gert með því að taka stykki úr hlíðinni, en Færeyingar mega eiga það að þeir ganga mjög snyrtilega frá þannig að landslagið ber sjaldan skaða af. Oft eru hús og byggingar byggðar inn í brekkuna og torfþök sett á og oftast er frágangurinn slíkur að erfitt er að koma auga á mannvirkin. Það verður að vísu ekki hægt að leyna sorpeyð- ingarstöðinni sem ístak er að byggja en Sævar Kristbjörnsson, verkstjóri fullvissar okkur um að það verði gengið frá verkinu, samkvæmt “fær- eyskri fyrirmynd". — Okkar verk er fólgið í því að við sprengjum fyrir stöðinni, byggj- um hana og skilum tilbúinni með öll- um lögnum, malbikuðum stæðum, gróðri og girðingum, segir Sævar en samkvæmt upplýsingum hans er hér um að ræða nokkur hús á rúmlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.