Frjáls verslun - 01.02.1986, Qupperneq 55
Séö yfir vinnusvæöi ístaks í Færeyjum.
Þaö þýöir lítiö aö bjóöa íslendingum upp á skerpukjöt og því síöur hvalspik.
Strákarnir hjá ístak eru því með íslenskar matseljur og fá íslenskan mat og
engar refjar.
11 þúsund fermetra lóð. Alls á þessi
framkvæmd að kosta liðlega 20 mill-
jónir danskra króna eða um 100
millj. ísl. kr. Um 20 íslendingar vinna
á vegum Istaks hf. við þetta verk og
eiga þeir að ljúka við að steypa upp
stöðina fyrir næsta haust. Endanleg-
um frágangi að síðan að vera lokið
vorið 1987.
U ndirverktakar
— ístak hf. hefur ekki áður verið
með verk í eigin nafni erlendis, en
þetta verk bauðst okkur þannig að E.
Phil & sön leituðu til ístaks hf. Þetta
hefur auðvitað mjög mikið að segja
fyrir fyrirtækið, vegna ástandsins á
verktakamarkaðnum heima á Is-
landi. fstak hf. er að vísu með stór-
verkefni í gangi, byggingu K-álmu
Landsspítalans og nokkur minni
verkefni, en ef þetta Færeyjaverkefni
hefði ekki komið til, hefðum við þurft
að leggja öllum jarðvinnutækjunum,
segir Sævar.
Og ístak hf. er svo sannarlega
með stórvirk tæki í sinni þjónustu.
Alls staðar eru stórvirkar ýtur, gröf-
ur og grjótflutningsbílar í gangi og
Sævar segir að verkið gangi sam-
kvæmt áætlun. Við spyrjum hann
hvernig það sé að vinna í Færeyjum,
miðað við þá vinnu sem hann og fé-
lagar hans eru vanir frá íslandi.
— Þetta er ósköp svipað. Úthald-
ið hér er heldur lengra en við eigum
að venjast við virkjanaframkvæmd-
irnar heima. Við vinnum fjórar vikur
í einu og eigum frí þá fimmtu. Að
öðru leyti er þetta eins og sú vinna
sem við höfum átt að venjast. Þetta
er mikil skorpuvinna og mönnum
gefst varla tími til annars en að vinna
og sofa, segir Sævar og eftir að hann
hefur sagt okkur frá vinnutímanum,
er hægt að skilja að frístundirnar eru
ekki margar. fstaks-menn vinna
nefnilega sex daga vikunnar frá hálf
átta á morgnana til klukkan hálf átta
á kvöldin. Undantekningin er laugar-
dagur en þá er „aðeins“ unnið til
hálf fjögur. Vinnuvikan er því 70
tímar, en Sævar segir það svipað því
og menn eiga að venjast. — Það er
hægt að venjast öllu og sumir vilja
vinna enn lengur, segir hann og
glottir til strákanna sem heyrðu til
hans.
Borga skatta á tveim
stöðum
Það er víst að vinnutíminn er lang-
ur á „Veginum langa“, eins og gatan
heitir þar sem sorpeyðingarstöðin á
að rísa. Kaupið segir Sævar gott í
dönskum krónum talið en eini gall-
inn er sá að íslendingamir þurfa að
greiða skatta á tveim stöðum. Stað-
greiðslukerfi er á sköttum í Færeyj-
um og þar fer helmingur launanna í
skatta og svo þurfa strákarnir hjá
fstak hf. auðvitað að gjalda skatt-
heimtumönnum á íslandi skatta síð-
asta árs. En þetta gengur allt saman
og mönnum safnast fé fremur en hitt
á þessu fyrsta ári. Menn eru því
spenntir fyrir því að vera þarna
áfram því möguleikarnir á að leggja
fyrir fé aukast verulega þegar aðeins
þarf að greiða skatta á einum stað.
— Það vantar vinnuafl hér i Fær-
eyjum og í sumar reikna ég með því
að við verðum með um 30 íslendinga
í vinnu. Við vonum auðvitað að það
geti orðið framhald á þessari starf-
semi hér í Færeyjum. Það virðast
vera nóg verkefni framundan hér á
eyjunum á sama tíma og allt er í bið-
stöðu heima á íslandi. Það reka engir
verktakafyrirtæki ef þeir verða að
leggja vélunum sökum verkefna-
skorts, sagði Sævar Kristbjörnsson.
55