Frjáls verslun - 01.06.1987, Page 9
Fréttir
Yfirtaka ríkissjóðs á orkuskuldum:
Rúmir níu milljarðar króna
— Jafngildir 1.2 milljarða greiðslubyrði áári
— Þyrfti rafmagnsverð að hækka um 28%
Ríkissjóöur hefur tekiö á sig drjúgar skuldbindingar
vegna raforkuframkvæmda, einkum vegna Kröflu og
byggðalína.
Á árunum 1978-1987
hefur ríkissjóður yfirtekið
rúma 9 milljarða af skuld-
um orkufyrirtækja. Þessi
yfirtaka samsvarar 1.2
milljarða greiðslubyrði
fyrir ríkissjóð næstu 10
árin. Ef þessum greiðsl-
um yrði velt yfir í orku-
verðið bæði rafmagn og
hita þyrfti það að hækka
um 19.2%. en ef rafmagn-
ið tæki sinn hluta þyrfti
það að hækka um 28%.
Þessar upplýsingar koma
fram í gögnum sem Frjáls
verslun hefur aflað sér.
Meginn hluti þessara
skulda koma frá raforku-
framkvæmdum eins og
sést í meðfylgjandi töflu
eða um 8.7 milljarðar
króna. Tilefni þess að rík-
issjóður tók þessar skuld-
bindingar á sig eru marg-
vísleg. Þegar Orkubú
Vestfjarða yfirtók eignir
Rafmagnsveitna ríkisins
1978 tók ríkið á sig stór-
an hluta af þeim skuldum
sem á þeim eignum hvíldi.
Landsvirkjun yfirtók
byggðarlínur um áramót-
in 1982/1983 og greiddi
hluta af kostnaði við þær
en rikissjóður sat uppi
með 2.6 milljarða skuld.
Landsvirkjun keypti
Kröfluvirkjun og tók við
henni um áramótin
1985/1986. Enn sem
fyrr hélt ríkissjóður
skuldasúpunni eftir enda
höfðu byggðalínur og
Kröfluvirkjun verið póli-
tískar framkvæmdir.
Skuldir vegna þessara
framkvæmda höfðu alla
tíð hvílt að meira eða
minna leyti á ríkissjóði.
í kjölfar afnáms verð-
jöfnunargjalds á raforku,
en það var tekjustofn Raf-
magnsveitna ríkisins,
Orkubús Vestfjarða og
Rafveitu Siglufjarðar, var
fjárhagsvandi þeirra
leystur með því að rikis-
sjóður gaf eftir verulegan
hluta af skuldakröfum á
hendur þessum fyrirtækj-
um. Til að leysa fjárhags-
vanda Hitaveitu Akureyr-
ar og Hitaveitu Akraness
og Borgarfjarðar tók rík-
issjóður að sér að greiða
hluta af skuldum þessara
fyrirtækja.
Þessar orkuskuldir sem
lent hafa á ríkissjóði eru
9.128 milljarðar króna
framreiknað til verðlags í
september 1987. Væri
þessari yfirtöku skulda
breytt í lán með 6% vöxt-
um og jöfnum ársgreiðsl-
um verða ársgreiðslur
1.240 milljarðar. Orku-
markaðurinn er 6.453
milljarðar króna (salan
1986 reiknuð á verðlagi í
september 1987) og
skiptist hann þannig: Raf-
magn 4.241 milljarður og
jarðhiti 2.212 milljarðar
króna. Ef orkuskuldirnar
yrðu settar út í verðlagið
miðað við að þær yrðu
greiddar niður á 10 árum
þyrfti verð á heitu vatni
og rafmagni að hækka um
19.2%. Ef skuldunum yrði
skipt á rafveitur og hita-
veitur þyrfti rafmagn að
hækka um 28%.
YFIRTAKA RÍKISSJÓÐS Á FJÁRHAGSSKULDBINDINGUM VEGNA
ORKUFRAMKVÆMDA 1978-1987
Fjárhæðir í milljónum króna
Orkufyrirtæki Núvirði* Upphafieg fjárhæð
Rafmagnsveitur ríkisins 705,6 23.6 (1/1 78)
Byggöalínur og rannsóknir 1.715.2 454.4 (31/12 82)
Kröfluvirkjun 3.464.6 2.605.3 (31/12 85)
Rafmagnsveitur ríkisins 2.217.2 1.922.9 (31/12 86)
Orkubú Vestfjarða 620.3 537.9 (31/12 86)
Rafveita Siglufjarðar 17.3 15.0 (31/12 86)
Hitaveita Akureyrar 113.6 100.0 (1/1 87)
Hitaveita Akraness og Borgarfj. 249.9 220.0 (1/1 87)
Jarðvarmaveitur ríkisins** 25.0 20.0 (1/4 86)
Samtals 9.128.7
‘Uppreiknað á verðlagi 1. sept. 1987 samkvæmt lánskjaravísitölu. **Áætluð fjárhæð.
9