Frjáls verslun - 01.06.1987, Page 23
ilar
20% þjóðarinnar
lifir af bílum
mmm.
.«1 t L i\ ■'\
Að meöaltali voru fluttir til landsins 7700 bílar síðustu tíu árin fyrir tollalækkun en nú stefnir í innflutning 13000
bila að meðaltali til ársins 1991, samkvæmt upplýsingum frá þjóöhagsstofnun.
Texti: Þorsteinn G. Gunnarsson
Myndir: Gunnar Gunnarsson o.fl.
Það hefur aldrei þótt góð lat-
ína að henda brúkhæfum hlut-
um hér á landi enda ekki ýkja
mörg ár liðin síðan þjóðin hafði
rétt í sig og á. Heldni okkar á
ónýtanlega hluti hefur oft verið
með ólíkindum og fáir hafa lýst
henni betur en nóbelsskáldið
okkar í Islandsklukkunni þar
sem segir af ömmu Jóns Hregg-
viðssonar og gömlu skinnpjötl-
unum. Skinnin voru blöð úr
Skáldu, bókinni sem Arnas
Amæus hafði leitað að I heil sjö
ár. Kerling hafði eitt sinn bleytt
upp eitt blaðið og reyndi að
bæta brók Jóns síns en blaðið
var þá vita ónýtt og hélt ekki
þræði. En það hafði aldrei verið
siður að henda nokkru nýtilegu
hvorki þar í sveit né annars
staðar á landinu og það var
verulega slæm skinnpjatla sem
ekki var til einhvers nýt í hörðu
ári. „Ólukkans rifrildið“ lenti
því í rúmbotni kerlingar og var
þar þangað til silfurspesían og
Arne Arnæus komu til sögunn-
ar.
Kerling hefði vissulega fengið meira
fyrir skinnblöðin á opinberum bóka-
markaði en við Rein á Akranesi var
tæpast hægt að láta markaðinn ráða
verðlagingu skinnpjatlanna. Kerling
fékk því ekki raunvirði fyrir skinnin
en hafði engu að síður silfurspesíu
fyrir ómakið við að geyma pjötlurnar
sem sannarlega nýttust henni að lok-
um og það var vel.
Nýtnishugsjón kerlingar er rík í
okkur íslendingum, útúrfullir kjall-
arar, fullar geymslur og hlaðin háa-
23