Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Side 27

Frjáls verslun - 01.06.1987, Side 27
v •- V' *" '■ -'v *' * *' : ‘ Samkvæmt upplýsingum frá Fararheill ’87 eru aö meðaltali keyrðir 42 bílar í klessu á degi hverjum. þjóðarinnar örugga lífsafkomu og það er nú töluvert.“ Forsvarsmenn bílaumboða hér á landi eru margir hverjir á móti inn- flutningi einkaaðila á notuðum bílum en sú starfsemi hefur aukist veru- lega á síðustu misserum þótt það sé ekki á allra færi að „ná sér í einn að utan.“ Menn verða að vera með til- tölulega bólgin veski til að geta stað- greitt bílinn erlendis, því ekki taka þeir notaðan bíl upp í þarna ytra. En þrátt fyrir þennan vankant, flutn- ingskostnað og tolla, verða bílarnir hingað komnir töluvert undir gang- verði. En um leið missa bílaumboðin feitan spón úr aski sínum. Hvaða augum lítur Asgeir Gunnarsson bíla- innflytjandi á þetta einstaklingsfram- tak? „Já, það er rétt að bílaumboðin líta misjöfnum augum á þennan inn- flutning en ég held að ekki sé hægt að sporna við honum enda tel ég það ekki nauðsynlegt. Eg er ánægður ef hingað til lands koma fleiri Volvo bíl- ar en við flytjum inn. Þótt við fáum ekki sölulaun fyrir bílana sem ein- staklingar flytja inn þá komum við eftir sem áður til með að veita bílun- um þjónustu. Þeir skapa verkefni fyrir verkstæði okkar.“ Þetta sjónar- mið á enn þetur við ef bílar eru fluttir inn laskaðir eftir árekstur, eins og algengt er orðið. Þeir bílar eru fluttir inn í skjóli þess að verkstæðistíminn sé ódýrari hér heima en ytra, einkan- lega í Bandaríkjunum. Fyrir vikið er verð klesstra bíla lægra úti en hér. Af þessum sökum verða tollarnir einnig lægri og heildarverð bílsins eftir að búið er að gera við hér heima er eink- ar hagstætt. En það besta við þetta er að verkstæðunum hér er sköpuð atvinna. Reyndar segir Ásgeir Gunn- arsson að nú sé svo komið að mennta þurfi fleiri þifvélavirkja til að verkstæðin geti valdið aukinni eftir- spurn næstu ára. „Því miður er ástandið þannig að bekkirnir eru hálf tómir uppi í Iðnskóla og ráða verður bót á því með aukinni kynningu. Það er ekki í tísku lengur að læra bifvéla- virkjun en þegar atvinnuöryggið er tryggt er von þetri launa og því ætti að vera hægt að laga þetta.“ Vantar bifvélavirkja? Guðmundur Guðlaugsson yfirken- nari í Iðnskólanum í Reykjavík staðfesti orð Ásgeirs í samtali við Frjálsa verslun. Hann sagði bifvéla- virkjun hafa orðið einna verst úti í þeirri lægð sem málmiðnaðurinn hef- ur verið í að undanförnu, „en ég vona sannarlega að botninum sé náð. I fyrra þurftum við í fyrsta skipti að leggja niður deild vegna lítillar eftirspurnar. Okkur tókst hinsvegar að halda í horfinu nú í ár en spurningin er hvað gerist eftir áramót. Við gætum þurft að leggja niður deild en einnig má vera að skattlausa árið spili þarna inn í. Við tökum inn nýnema tvisvar á ári, að hausti og um áramót. Skattlausa árið gæti stuðlað að meiri eftirspurn eftir vinnu sem skilar ef til vill fleiri nem- endum í skólana eftir áramót.“ Ætla mætti að aukin bílaeign landsmanna auki eftirspurn eftir bifvélavikjum. Stefnir í óefni á mark- aðnum ef skólinn nær ekki að mennta fleiri bifvélavirkja? Guðmundur segir erfitt að svara því að svo stöddu. „Hinsvegar má búast við því að aukinn bílainnflutn- ingur bæti laun bifvélavirkja og auki starfsöryggi þeirra. Að þeim forsend- um gefnum megum við allt eins búast við fjölgun í greininni en hún fylgir ekki bílaeigninni, hún kemur síðar. Ég geri ráð fyrir því að úr þessu rætist strax á vori komanda með fjölgun nemenda á næsta skóla- ári.“ En þrátt fyrir allt er ósvarað veiga- mikilli spumingu. Eiga Islendingar of marga bíla. Endursölumarkaður- inn er ákaflega tregur og hefur verið það á síðustu mánuðum. Halldór Sverrisson hjá Aðal-Bílasölunni 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.