Frjáls verslun - 01.06.1987, Qupperneq 28
segir afar erfitt að selja eldri bíla,
einkum og sér í lagi af árgerð 1980
og eldri bíla. „Við bendum fólki á að
sölulaunin séu fimm þúsund krónur
og því farsælla að selja þá í gegnum
smáauglýsingar sem kosta ríflega
500 krónur. En eftir sem áður verð-
um við að skipta okkur af þessum
bílum, því 90% bílaviðskipta eru
skipti og þá verðum við að geta selt
ódýrari bíla. A þessu eru vissuleg
undantekningar sem eru klassískir
endursölubílar eins og Bens, Volvo,
Audi og Saab, svo dæmi séu tekin.
Þessir bílar seljast alltaf fljótt þótt
þeir séu komnir til ára sinna.
Hinsvegar er framboðið það mikið
af tiltölulega nýjum bílum og verðið
gott miðað við það sem þekktist fyrir
tollalækkunina umtöluðu. Nýjir bílar
fylla göturnar og okkur virðist sem
miklir peningar séu í umferð. Núna
getur nánast hver sem er keypt sér
bíl á skuldabréfum svo fremi sem
áreiðanlegur maður skrifar undir
þau. Og ekki er erfitt að losna við
þau. Bankarnir kaupa þau ýmist til
eignar eða endursölu."
Hvað með gömlu bílana? Verða ís-
lendingar að fara að henda bílum?
„Já og ég tel það af hinu góða.
Fyrir örfáum árum þótti það hin
mesta synd að þurfa setja bíl á haug-
ana. Menn löppuðu því nær enda-
laust upp á skrjóðana og keyrðu oft
um á hættulegum bílum. Nú er við-
horfið annað. Menn virðast vera
farnir að gera sér grein fyrir því að
bílar ónýtast eins og aðrir hlutir og
líftími þeirra er langt frá því að vera
óendanlegur. Þess vegna eru menn
famir að henda bílum án þess að það
kosti tilfinningalegt stríð og keyra
fyrir vikið á mun öruggari bílum.“
Enda þótt öryggir bílar séu af hinu
góða verður því miður ekki litið fram
hjá þeirri staðreynd að slysum fer ört
fjölgandi. Samkvæmt upplýsingum
frá umferðaátaki tryggingafélagana,
Fararheill ’87 lætur nærri að 42 bílar
séu keyrðir í klessu á hverju ári. Ber
það vott um of marga bíla á götum
og vegum landsins?
Ekki er Ásgeir Gunnarsson á
þeirri skoðum. „Miðað við mann-
fjölda er ámóta mikið af bílum í
Reykjavík og Lundúnum. Engu að
síður verður fólk varla vart við bíl-
flaut í Lundúnum, einfaldlega vegna
þess að þar ver gatnakerfið bílafjöld-
an, öfugt við það sem hér gerist.
Við eigum ekki of marga bíla, þvi
fer fjarri. Að vísu hefur fjölgunin
verið hröð á síðustu mánuðum en
gerir hinsvegar lítið annað en mæta
þörfinni. í spá frá Þjóðhagsstofnun
er gert ráð fyrir mettun á markaðin-
um árið 1988 en innflutningi 13 þús-
und bíla að jafnaði fram til ársins
1991 til að viðhalda eðlilegri endur-
nýjun á markaðnum. Bíllinn er búinn
að festa sig í sessi sem neysluvara.
íbúar þessa lands vilja ekki fóma
honum, hann er kominn til að vera.
En hvað slysa- og óhappatölur varð-
ar er ekki nema um eitt að ræða, lag-
færa gatnakerfið til að það beri eðli-
legan fjölda bíla!“
Bónstöðin SHELL
Skógarhlíð 16
fyrir ofan slökkvistöðina — Sími 27616
Viö bónum og
þrífum bílinn fyrir þig
aö utan sem innan
Opið mánudaga til laugardaga
Tjöruþvegið — sápuþvegið — þurrkað — þónað — ryksugað
Djúphreinsun á sætum og teppum
28