Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Síða 35

Frjáls verslun - 01.06.1987, Síða 35
Á framkvæmdastjórnarfundi. Talið frá vinstri: Lilja Ólafsdóttir framkvæmdastjóri notendaráðgjafarsviðs, Stefán Kjærnested framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs, Jón Þór, Viðar Ágústsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Karl Ólafsson yfirkerfisforritari og Þorsteinn Garðarsson framkvæmdastjóri rekstrarráðgjafar- og hugbúnaðarsviðs. Karl Ólafsson sat fundinn í forföllum Doglas Brotchie framkvæmdastjóri tæknisviðs. upplýsingar þarf að sækja annars staðar og hvað á að vinna úr þessum upplýsingum. Með því að nálgast verkefnið á þennan hátt verður tölvuvæðingin afleiðing af raunveru- legri þörf og menn velja vélbúnað og hugbúnað samkvæmt því. Hjá SKÝRR eru varðveittar ýmsar mikilvægar upplýsingar svo sem þjóðskrá, bifreiðaskrá, fasteignaskrá, skipaskrá og lagasafnið. Færst hefur í vöxt að einkaaðilar sýni þessum upplýsingum áhuga og ef þeir, sem eiga þessar upplýsingar, gefa leyfi geta menn fengið aðgang að þeim. Tryggingafélög og bifreiðaumboð geta fengið aðgang að bifreiða- skránni. Fyrirtæki í þessum greinum geta tengst SKÝRR beint og kallað upplýsingar frá okkur upp á skjá hjá sér jafnóðum og þau þurfa á þeim að halda. Af þessu er augljóst hagræði. Það er hlutverk okkar að gera að- gang að þessum upplýsingum ein- faldan til þess að auka notagildi þeirra. Við þurfum jafnframt að gæta fyllsta öryggis þannig að enginn óviðkomandi komist í þær upplýs- ingar sem við höfum.“ — Getur ekki verið tvíbent að gefa upplýsingar um einstaklinga svo sem bifreiðaeign, fasteignir og jafn- vel veðsetningu eigna? „Það kann að vera en þessar upp- lýsingar standa til boða annars stað- ar. Við bjóðum aðeins þægilegri og aðgengilegri miðil. Við verðum líka að gera greinarmun á því hvort verið er að veita einfaldar upplýsingar um afmarkaðan þátt eða hvort verið er að skrá upplýsingar um persónulega hagi manna með skipulegum hætti þar sem upplýsingar úr mörgum skrám eru lesnar saman. Lögin um skipulega skráningu upplýsinga veita einstaklingum vemd gegn því að einhverjir aðilar í þjóðfélaginu geti aflað ítarlegra upplýsinga um persónulega hagi þeirra." Gínum ekki yf ir mark- aðnum — Nú er SKÝRR í eigu opinberra aðila. Má ekki hugsa sér annað rekstrarform á fyrirtækinu? „Vissulega má velta því fyrir sér. Ég er þó ekki viss um að ríki og borg muni vilja fela einkafyrirtæki að varðveita þær viðkvæmu upplýsing- ar sem við geymum hér innan dyra. Þær em þess eðlis að þær mega ekki komast í hendur ókunnugra. Á hitt ber að líta að við höfum ekki einka- rétt á því að vinna fyrir opinþera aðila. Það er ekkert sem segir að fyr- irtæki og stofnanir í eigu ríkis og Reykjavíkurborgar þurfi að skipta við okkur. Þau geta þess vegna snúið sér annað ef þau em ekki ánægð með þjónustu okkar.“ — Þá vaknar spuming um rétt- mæta samkeppni. Standa einkafyrir- tæki á upplýsingasviðinu jafnfætis ykkur í samkeppninni? „Það er rétt að við emm í sam- keppni við einkafyrirtæki og höfum kannski betri aðstöðu en þau að vissu leyti. En við viljum ekki gína yfir markaðnum enda eigum við gott samstarf við mörg einkafyrirtæki. Við höfum sérhæft okkur í stærri verkefnum og stærð okkar hefur leitt til þess að íslendingar hafa getað tekið upp ýmsar tækninýjungar fyrr en ella. Hagkvæmni stærðarinnar hefur hjálpað okkur. Menn frá okkur 35

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.