Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Page 40

Frjáls verslun - 01.06.1987, Page 40
Verslun Lykillinn að velgengni Polarn & Pyret: Áhersla á gæði og góða þjónustu Tommy Adamsson forstjóri Polarn & Pyret og Karin Lindgren markaösstjóri. Texti: Unnur Úlfarsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson Nýlega var staddur hér á landi Tommy Adamsson forstjóri sænsku verslana keðjunnar Polarn & Pyret ásamt markaðsstjóra fyr- irtækisins Karin Lind- gren. Fyrirtækið sérhæfir sig í fatnaði fyrir börn og unglinga og á nú fjörutíu verslanir í Svíþjóð sem allar eru reknar undir nafninu Polam & Pyret. Tilefni komu þeirra Tommy Adamsson og Karin Lindgren var opnun nýrrar Polam & Pyret verslunar í Kringlunni en það er fyrsta verslunin sem fyrirtækið opnar utan Svíþjóðar en innan skamms verður opnuð önnur í Sviss. Frjáls verslun hitti þau Tommy Adamsson og Karin Lindgren að máli meðan á dvöl þeirra hér stóð. Þau voru fyrst spurð hvers vegna ís- land hefði orðið fyrir valinu þegar fyrirtækið ákvað að færa út kvíarnar. „Við erum nokkuð vel þekkt á íslandi. Margir ís- lenskir námsmenn í Svíþjóð versla mikið við okkur og halda því áfram eftir að heim er komið annaðhvort í gegn- um póstverslun Polarn & Pyret eða þeir fá kunningja sína í Svíþjóð til að gera það fyrir sig. Nú svo ferðast ís- lendingar alltaf mikið til Sví- þjóðar og hafa kynnst vörum okkar þar. íslenskir aðilar hafa lengi sýnt áhuga á að setja upp Polarn & Pyret hér á Islandi" segir Tommy Adamsson. „Við höfðum fullan hug á að setja upp verslun hér. En við erum mjög kröfuhörð varðandi staðsetningar versl- ana okkar. Ég hitti forráða- menn Kringlunnar á ráð- stefnu í Helsinki og þeir kynntu fyrir mér þessa nýju hugmynd að stórri verslana- miðstöð sem mér leist strax vel á. Fram til þessa höfum við aldrei viljað opna verslun í verslunarmiðstöðvum sem 40

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.