Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Síða 42

Frjáls verslun - 01.06.1987, Síða 42
dreifingarfyrirtæki. Við eig- um okkar eigin verslanir og póstþjónustu en við hönnum alla okkar framleiðslu sjálf. Til samanburðar má taka heildsöludreifinguna í Svíþjóð en 85% af þeim fatnaði sem seldur er í Svíþjóð er fluttur inn aðallega frá láglaunalönd- unum.“ — Gætu íslendingar e.t.v. lært eitthvað af því að vera undirverktakar hjá erlendum fyrirtækjum? „Já það efast ég ekki um. Okkur hefurgengið vel en fyr- irtækjunum sem framleiða fyrir okkur hefur einnig geng- ið vel. Þeir hafa lært af því að vinna fyrir okkur og jafnvel getað bætt sína framleiðslu." Annt um starfsfólk Karin Lindgren er markað- stjóri fyrirtækisins. Sam- keppnin á þessum markaði er hörð en eins og þegar hefur komið fram hjá Tommy Adamsson er markaðssetning og dreifing einhver mikilvæg- asti þátturinn í velgengni Polarn & Pyret. Karin var því beðin að gera lítillega grein fyrir hvernig að þeim málum væri staðið. „Þar liggur til grundvallar sú hugmynd sem fyrirtækið er byggt á“ segir hún „og þá hugmynd þurftum við að markaðssetja. Allt sem við höfum verið að gera síðastlið- in tíu til tólf ár er þaulhugsað og útfært. í fyrsta lagi verður hugmyndin að vera sýnileg - það þarf að skapa fyrirtækinu ákveðna markaðsímynd. Það gerir maður ekki einungis með því að auglýsa, gefa út sölubæklinga og innkaupa- lista. Við leggjum höfuð- áherslu á gott og velmenntað starfsfólk og útlit verslan- anna. Okkur er mjög annt um starfsfólkið og kostum tölu- verðu til menntunar þess. En við gerum líka kröfur. Ég er ábyrg fyrir starfsmenntun fólksins og ég er mjög ströng hvað það varðar. Það er ekki um annað að ræða en að vera hálfgerður harðstjóri" segir hún hlæjandi. Það er frekar óvenjulegt að markaðsstjóri sé um leið ábyrgur fyrir starfsfólkinu en ég tel það mjög mikilvægt. Það sýnir sig best í því að okkur helst mjög vel á starfsfólki, öfugt við það sem annars gerist á þessu sviði. Verslanir okkar, sem eru 40 talsins, eru í grundvallaratrið- um allar eins: Vörurnar sem á boðstólum eru, innréttingar og útstillingar. Það er afar mikilvægt fyrir ímynd fyrir- tækisins. Okkar vörur eru aðeins seldar í okkar verslun- um. Þegar fólk kemur inn í Polarn & Pyret verslun veit það hvað það er að kaupa - nefnilega gæði. Ef viðskipta- vinurinn vill skila vörunni fær hann hana að sjálfsögðu end- urgreidda. Við bjóðum líka upp á allskyns þjónustu fyrir viðskiptavinina. Starfsfólkið er látið þvo og prófa allan fatnað sem seldur er í verslun- unum svo það sé fært um að gefa réttar upplýsingar um meðferð hans. Einnig seljum við okkar lit, þ.e.s. samskonar lit og fötin eru lituð úr. Þannig má endurlita og hressa upp á flíkurnar eða breyta alveg um lit. Annað atriði sem líka skipt- ir miklu máli er aðhald og eft- irlit með verslununum. Við sendum reglulega eftirlits- menn eða ráðgjafa sem fara á milli verslananna og fylgjast með að þjónustan sé í lagi og útlit verslananna sé alltaf ferskt. Allt hefur þetta skilað miklum árangri ef marka má hin jákvæðu viðbrögð sem við fáum frá viðskiptavinum okkar. I raun er þetta ósköp einföld sölusálfræði. Gæði, hagkvæmni og góð þjónusta gefur ánægða viðskiptavini." Þú boigar alltaf sama gjaldið, hvort sem þú ert einn eða með fleirum í bílnum! Hreyfill býður sætaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á !eið lil útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl. Hringdu í okkur með góöum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig með hressilegri símhringingu, óskir þú þess. UREVRLL 68 55 22 42

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.