Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.06.1987, Qupperneq 47
ækur „íslensk fyrirtæki” í átjánda sinn: „Áfram áreiðanlegt og ómissandi uppsláttarrit — segir Halldóra J. Rafnar nýráðinn ritstjóri Texti: Ragnheiður Davíðsdóttir Myndir: Grímur Bjarnason Undanfarin sautján ár hefur Frjálst framtak gefið úr bókina „íslensk fyrirtæki". Um þessar mundir er verið að vinna að átjándu útgáfunni sem kemur út í janúar á næsta ári. Með hverju árinu hefur bókin stækk- að og orðið ítarlegri og segja má að „íslensk fyrirtæki“ sé ómiss- andi uppsláttarrit fyrir alla sem viðskipti stunda. Þann 17. ágúst s.l. tók Halldóra J. Rafnar við ritstjóm bókarinnar. Hall- dóra er með B.A. próf í ensku og sagnfræði og starfaði áður sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Að sögn Halldóru er í bókinni „íslensk fyrirtæki" skrá og upplýsing- ar um öll starfandi fyrirtæki á íslandi en þau munu vera rúmlega tíu þús- und talsins. Þá eru í bókinni ýmsar aðrar hagnýtar upplýsingar s.s. skrá yfir útflytjendur, ítarleg skipaskrá, umboðaskrá og vöru- og þjónustu- skrá. I ár verður að auki það nýmæli að nú fylgir kennitalan sem taka á við af nafnnúmerinu um næstu ára- mót. Fyrirtækjaskráin er fyrirferða- mesti kafli bókarinnar og getur sá sem kaupir þar skráningu komið þar fyrir öllum þeim upplýsingum sem hann vill. Þá getur hann látið birta merki og myndir án þess að greiða aukalega fyrir það. Fyrirtækin geta einnig látið skrá þá þjónustu og þær vörur sem þau hafa á boðstólum í eins marga af flokkunum 1500 sem í vöru- og þjónustuskráinni eru. Ef engin þeirra hentar er jafnvel hægt að láta búa til nýja flokka. Hið sama gildir um umboðaskrána. I hana geta fyrirtækin skráð umboð sín án þess að greiða sérstaklega fyrir það. Skráningin kostar kr. 7.970 og þeir sem kaupa hana fá bókina sér að kostnaðarlausu. Við staðgreiðslu er veittur 1.000 kr. afsláttur. Að sögn Halldóru hafa nokkur fyrirtæki lýst yfir áhuga á að fá eingöngu skrán- ingu í vöru- og þjónustuskrána og verður það gert nú í fyrsta sinn og kostar sú skráning kr. 2.960. Það kom einnig fram í samtali við Halldóru að gífurleg vinna liggur að baki útgáfu sem þessarar. Undirbún- ingur hefst í rauninni í janúar, ári áður en næsta bók kemur út. Mikil áhersla hefur alla tíð verið lögð á að upplýsingar bókarinnar séu réttar og áreiðanlegar en breytingar milli ára eru ótrúlega miklar. Þar af leiðir að árlega þarf að hafa samband við hvert einasta fyrirtæki og athuga með hugsanlegar breytingar frá fyrra ári og eru starfsmenn Frjáls framtaks einmitt á ferðinni í þeim erindum þessa dagana. Halldóra segir nýja starfið leggjast vel í sig og kveðst hlakka til að tak- ast á við nýtt og spennandi verkefni. Undanfarnar vikur hafi aðallega far- ið í að kynna sér málin og komast inn í þetta viðamikla verk. Hvað varðar breytingar á bókinni segist hún vera að velta fyrir sér ýmsu varðandi uppsetningu og fl. Sjálfsagt sé að nýta betur þá miklu möguleika sem nútíma tækni býður upp á en aðalatriðið væri þó að „íslensk fyrir- tæki“ verði áfram áreiðanlegt og ómissandi uppsláttarrit. 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.