Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Page 49

Frjáls verslun - 01.06.1987, Page 49
manns og það nægir varla til þess að afgreiða þær pantanir sem legið hafa fyrir. Að vísu hefur drjúgur tími farið í að afgreiða stórar pantanir eins og t.d. í Útvarpshúsið en velflest hús- gögn og skilrúm þar eru frá okkur.“ En varla er öll framleiðslan stöðl- uð í einungum. Hvað með sérsmíði? „Jú, vissulega koma oft upp tilfelli þar sem hinar stöðluðu einingar passa ekki inn í húsnæðið. Margir viðskiptavinir biðja einnig um sér- stök húsgögn og innréttingar og þá bjóðum við upp á sérsmíði. Við vor- um t.d. að ljúka við að smíða nýju stólana í Alþingishúsið. Þeir eru allir smíðaðir hér á sérsmíðaverkstæð- inu,“ segir Erlendur og sýnir blaða- manni þá völundarsmíði sem þar er að finna. „Ætli það megi ekki segja að þar sé fagleg þekking í fyrirrúmi," bætir Erlendur við segir fyrirtækið hafa á að skipa miklu ágætis starfs- fólki og hafa margir starfsmenn haldið tryggð við fyirtækið um ára- tugaskeið. Erlendur segir Kristján Siggeirsson hf. hafa lagt mikla áherslu á hönnun enda sé sá þáttur einn viðamesti og mikilvægasti í framleiðslu sem þessari. „Við erum að fara af stað með nýja línu, WOGG, sem er svissnesk hönn- un sem hlotið hefur fjölda viðurkenn- inga. Framleiðslurétturinn er okkar og hyggjumst við framleiða hús- gögnin hér á landi og flytja þau síðan út. Þetta er fyrsta tilraun1 okkar til út- flutnings um langt skeið og við erum vongóðir um að það gangi vel - enda er hér um einstaka vöru að ræða,“ segir Erlendur og bætir við að það sé m.a. eitt af hans störfum að fylgja þeirri framleiðslu eftir og markaðs- setja þá framleiðslu sem Kristján Siggeirsson hf. framleiðir. Að öðru leyti segir hann starfssvið sitt vera almenna stjórnun, markaðssetningu, sölumennsku og starfsmannahald að Hesthálsi 2 - 4. Hann segir það afar mikilvægt í slíku starfi að vera í nán- um tengslum við viðskiptavini fyrir- tækisins og halda vel utan um alla starfsemina. Til þess að slíkt megi takast þarf mikla yfirlegu og það sé eitt af því sem hann leggj mikla áherslu á í framtíðinni. Erlendur er tæplega þrítugur, kvæntur Aðalheiði Valgeirsdóttur og eiga þau einn son á fyrsta ári. Fyrirmynd hins góða stóls Bakiö skiptir 5llu máli Bakinu má halla á 6 mism. vegu - þannig færöu bakstuöninginn sem hentar þér best. Loftþrýstifjöðrun gerir þaö aö verkum aö hæö sætisins má stilla meö því einu aðsnerta stöngina. Hnakkaþúði sem auðvelt er aö hækka og lækka. Armþúðana mástilla á hæð og til hliðanna. Auövelt aö losa. Dýpt setunnar er stillanleg um 50 mm. Sterktáklæði. Þaö er hægt að stilla halla setunnará3 mism. vegu. í setunni er pólýúretansvampur - svalt og gott fyrir þá sem þuria aö sitja lengi. Sterkurfótur, sem þolir stöðuga notkun allan sólarhringinn. GN 814 er sænskur vinnustóll sem er sérstaklega hannaður meö öll þau smáatriði í huga sem tryggja réttar og þægilegar vinnustellingar. Þetta er stóll sem má stilla á ótal mismunandi vegu og hentar því ólíkum þörfum hvers og eins. Stóllinn er framleiddur úr ein- ingum sem auðvelt er að skipta um. GN 814 - Vandaður og sterkur stóll sem stenst ströngustu gæðakröfur. Fyrirmynd góðra stóla. E7 PÉTUR SNÆLAND HF Skeifan 8 Sími:68 5588

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.