Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Side 56

Frjáls verslun - 01.06.1987, Side 56
Bréf frá útqefanda Oftrú á tækninni Tímarnir breytast og mennirnir með. Sagan hefur kennt okkur sannleiksgildi þessara orða enda erum við öll börn okkar tíma. Tímarnir setja mark sitt á mennina og sá tími sem við lifum nú einnkennist af trú á öllu því sem lýtur að tækni og vísindum. Við höfum til dæmis mikla trú á læknavísindum og erum mörg sann- færð um að þau verði búin að finna lækningu við flestum þeim sjúkdómum, sem mannkynið hrjáir, áður en þeir fara að ógna okkur sjálfum. Við höfum einnig trúað því að tölvan gæti leyst öll þau flóknu og vandasömu verkefni, sem við er að glíma i atvinnulífinu, á einfald- an hátt. Veruleikinn hefur kennt okkur annað. Okkur hefur lærst að tölvunni eru takmörk sett en einnig höfum við komist að því, sem skiptir ekki síður máli, að það er miklu erfiðara að tileinka sér tæknina en við héldum. Viðbrögð okkar við þessari uppgötvun eru á margan hátt hastarleg því það er eins og menn hafi snúist gegn tölvunni rétt eins og barn sem hendir frá sér leikfangi sem það er orðið leitt á. Þessi neikvæða umræða um tölvuna ber á góma í viðtali við Dr. Jón Þór Þórhallsson forstjóra Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkur- borgar hér í Frjálsri verslun. Þar segir Dr. Jón að tölvan hafi verið ofseld sem einföld aðferð til að leysa allan vanda. „Þarna hefur farið saman of mikil sölumennska, óskhyggja kaupanda og áhuga- leysi eða vankunnátta á að nýta tölvuna. Útkoman er vonbrigði og neikvæð umræða“, segir Jón Þór. Hann varar við því að opinber umræða um tölvuna sé orðin hættulega neikvæð og leggur áherslu á að það eru aðferðir okkar við að tölvuvæðast sem skipti miklu máli um árangurinn. Hann bendir á að við höfum haft oftrú á tækninni en vanrækt mannlega þáttinn. Það er maðurinn og tækn- in sem skila árangri en tæknin ein skilar engum árangri. Við þurf- um því að hrista manninn og tæknina betur saman. Við þessi orð má svo bæta að landlæg nýjungagirni íslendinga hefur ýtt undir að margir hafa tölvuvæðst meira af kappi en forsjá. Mikilvægt er að það bakslag, sem komið er í tölvuumræðuna, verði ekki til þess að ýta undir fordóma gegn tölvunni heldur verði hún til þess að við áttum okkur betur á raunverulegum notkunmögu- leikum hennar og hvernig við eigum að snúa okkur í tölvuvæðing- unni. Hvort sem tölvan hefur uppfyllt væntingar okkar eða ekki verður því ekki á móti mælt að hún hefur létt af okkur mörgum leiðinlegum og tafsömum störfum, sum störf er ekki hægt að vinna án hennar og rétt tölvuvæðing hefur leytt til hagræðingar sem stuðlað hefur að bættum lífskjörum. Á þessu sviði hefur tölvan enn hlutverki að gegna og það veltur á okkur sjálfum hver árang- urinn verður. 56

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.