Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Side 57

Frjáls verslun - 01.06.1987, Side 57
utan LE Hagspá Vesturlanda 1987/1988 Eftir lítinn hagvöxt 86/87 mun hagvöxtur aukast í flestum vestræn- um iðnríkjum og í lok ársins ’88 er hagspáin jákvæðari en fyrir árið ’87. Þetta er niðurstaða nýjustu hagspár “Economic Outlook" sem gerð er af Prognos AG (Steinengraben 42, 4011 Basel). Þegar á heildina er litið verður hagvöxtur í vesturevrópskum iðnríkj- um milli 2,0 og 2,5%. Helstu einkenni hagþróunar í einstökum löndum eru: Bandaríkin: Gengislækkun dollars hefur áhrif. Framleiðni eykst meira en eftirspum innanlands, það dregur úr vexti ríkis- útgjalda og einkaneysla minnkar, innflutningur dregst saman og útflutn- ingur eykst vegna hag- stæðrar gengisbreytingar dollars. Á árinu ’87 minnkar óhagstæður viðskiptajöfnuður við út- lönd um 20 milljarða dollara og 88 minnkar hann um 30-35 milljarða dollara. V.Þýskaland: Útflutningur vex hægar. Hagstæðir kjarasamn- ingar og lítið eitt óhag- stæðari samkeppnisað- Ráðgjafafyrirtækið Identica Inc. (Spring Street, New York, Tel.: 212-925-6644) hefur rannsakað áhrif fyrir- tækjanafna á afkomu 50 stórfyrirtækja. Athuganir leiddu í ljós að fyrirtæki sem notuðu skammstaf- anir sem fyrirtækjanöfn t.d. TRW, LTV og CSX sýndu verri afkomu held- staða vegna breytinga á gjaldmiðlum sem mun þó ekki hafa viðvarandi áhrif á útflutning. Vaxandi eft- irspum á heimamarkaði og stöðugleiki á útflutn- ingsmörkuðum hefur já- kvæð áhrif á hagþróun. ur en fyrirtæki með nöfn eins og Caterpillar eða Westinghouse. Ráðgjafa- fyrirtækið Identica komst að raun um að fyrirtæki sem notuðu skammstaf- anir sem fyrirtækjanöfn höfðu haft að meöaltali 7,4% veltuaukningu á síð- astliðnum 5 árum og ágóða af eigin fjármagni um 10,5% en aftur á móti Bretland: Iðnfyrirtæki fjárfesta meira. Atvinnurekendur bjart- sýnir, framleiðsla eykst vegna gengislækkunar pundsins, betri nýting á framleiðslutækjum og meiri fjárfesting en áður. höfðu fyrirtæki með eigin- legu nafni 9,2% og 12,8%. Sérstaklega er saman- burðurinn óhagstæður þegar borinn er saman ágóði af hlutabréfum. Hlutabréf fyrirtækja með skammstafanir gáfu af sér að meðaltali 1,3% en aftur á móti fyrirtæki með eiginlegu nafni 6,9% (FORBES) Árið 1988 koma neikvæð áhrif gengislækkunar pundsins í ljós - verð- bólga eykst. í stað 3,1% hagvaxtar 1987 verður hagvöxtur aðeins 2,4% 1988. Frakkland: Minni samkeppnishæfni. Ekki umtalsverðar breytingar á hagþróun, endurnýjun í iðnaði geng- ur hægar en áætlað og lítil aukning á fjárfestingu. Hagvöxtur 1987/88 verður aðeins um 2,2% Ítalía: Á ótryggum grunni. Jákvæðar horfur fyrir 1987 vegna meiri eftir- spurnar heima fyrir og aukningar í fjárfestingu. Kjarasamningar og vaxtaþróun munu hafa neikvæð áhrif á uppgang. Hagvöxtur 1988 verður því 0,6% minni en 1987. (PROGNOS) Hagvöxtur (brúttóframleiðsla í prósentum) U.S.A. V. Þýskal. Bretl. Frakkl. Ítalía 1987 2,9 1,9 3,1 2,0 2,8 1988 3,4 2,5 2,4 2,3 2,2 Skammstafanir borga sig ekki 57

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.