Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Síða 59

Frjáls verslun - 01.03.1988, Síða 59
Margir karlmenn vel klæddir Knútur Signarsson. Þeir eru margir karlmennirn- ir sem þykja vel klæddir dags daglega en þeir eru fáir sem þykja bera af í klæðaburði. Þó eru alltaf einhverjir sem til- heyra þeim hópnum. Meðal þeirra sem hafa orð á sér fyrir góðan klæðaburð eru menn eins og Valur Valsson bankastjóri Iðnaðarbankans, Gísli Baldur Garðarsson lögfræðingur, Guð- mundur Örn Jóhannssons útibú- stjóri, Geir Magnússon banka- stjóri Samvinnubankans, Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðntækni- stofnunar, Hjörleifur Guttorms- son alþingismaður, Kristján S. Kristjánsson í Hagskipti og Knútur Signarsson skrifstofu- stjóri í Odda svo nokkrir séu nefndir. Við fengum þá tvo síð- astnefndu í örstutt spjall um þann fatanð sem þeir klæddust daglega. Búðaráp óttalega leiðinlegt Knútur Signarsson skrifstofustjóri í prentsmiðjunni Odda sagðist kaupa nánast allan sinn fatnað í Þýskalandi. „Mér finnst mjög gott að versla í Þýskalandi en vegna starfs míns ferð- ast ég mikið og fer meðal annars um það bil tvisvar á ári til Þýskalands. Þannig er að til eru þrjár samskonar verslanir í vel flestum borgum Þýska- lands en í þeim fæ ég allt frá toppi til táar. Þar sem mér leiðist búðaráp, fmnst í raun óttalega leiðinlegt að fara í búðir, þá henta slíkar verslanir mér ágætlega. Ég nenni ómögulega að kaupa jakkaföt í einni, skyrtu í annarri og frakka í þeirri þriðju. Auk þess fæ ég allt frá sportfatnaði og upp í fín spariföt í þessum verslunum. Þess ber þó að geta að það er mikið úrval af karlmannafatnaði hér á landi og hægt er að fá nánast hvað sem er.“ Hverju klæðist þú dags daglega? „Það er misjafnt. Ég er mikið í jakkafötum og ljósri skyrtu við eða stökum buxum og jakka. Ég nota bindi til að lífga upp á fötin og reyni að eiga ágætt úrval af þeim. Aftur á móti geng ég mjög gjaman í gallabuxum 59

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.