Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 20
MYNDLIST Listasafn íslands er með stærri kauþendum málverka þótt fjárveitingar safnsins til listaverkakauþa se'u oft af skornum skammti. að vitað sé um heildarverðmæti þeirra. Þess má hins vegar geta að ríkið hefur þá stefnu að tryggja ekkert af eigum sínum nema það sem fellur undir skyldutryggingu, s.s. fasteignir og bifreiðar. Af þessu leiðir að lista- verkaeign ríkisins er með öllu ótryggð, að undanskildu því sem for- stöðumenn einstakra ríkisstofnana hafa tryggt í leyfisleysi. Listasafn íslands er hið eina af söfnum í eigu ríkisins sem fær fram- lög á fjárlögum til listaverkakaupa. Á þessu ári nemur sú upphæð 7,4 millj- ónum króna. Af öðrum söfnum er rétt að nefna Listasafn Kópavogs, sem hefur keypt töluvert af listaverkum á síðustu árum. MYNDLIST SEM FJÁRFESTING „Gott verk eftir góðan listamann er góð fjárfesting," segja þeir sem fylgj- ast með þróun á listaverkamarkaðn- um. Þessi fullyrðing er vitanlega ófullkomin að því leyti að erfitt gæti reynst að skilgreina í hverju gæði listaverks felast. Góð fjárfesting verður að ávaxtast umfram verðlagsbreytingar og þess eru dæmi að einstök listaverk hafí á skömmum tíma vaxið að verðgildi langt umfram verðbólgu og hæstu vexti á peningamarkaðnum. Þeir sem íjárfesta í myndlist geta þó ekki geng- ið að neinu vísu í þeim efíium. Oft er vitnað til „gömlu meistaranna" sem tryggrar fjárfestingar og er þá átt við listamenn á borð við Kjarval, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Mugg, Kristínu Jónsdóttur, Þórarin B. Þor- láksson, Nínu Tryggvadóttur og Þor- vald Skúlason, svo einhverjir séu nefndir. Víst er rétt að verk þessara lista- manna seljast hærra verði en verk flestra annarra, en það eitt tryggir ekki að um góða fjárfestingu sé að ræða. Nafnið á striganum er ekki trygging fyrir verðmæti og því síður ávísun á framtíðarverðgildi. Viðkom- andi mynd þarf fyrst og fremst að vera góð. Verðmæti myndanna og gildi þeirra sem fjárfestingar fer því ekki síst eftir almennum inyndlistar- smekk. Yfirleitt er myndlistarsmekk- ur íslendinga talinn vera góður og hafa þróast á síðustu árum með stærri kaupendahóp og meiri grósku í listinni. Seljendur myndlistar veita ráðgjöf og leiðbeiningar um kaup á verkunum og ókunnugir kaupendur eiga fárra kosta völ annarra en að treysta umsögn þeirra og áliti. Fátítt er að listaverk skili eigend- um sínum skjótfengnum hagnaði. Yfirleitt þurfa kaupendur að vera býsna fróðir um listamennina og markaðinn til að sjá hvort uppsett verð á tilteknu verki sé sanngjarnt. Þeir sem vilja ijárfesta til lengri tíma ættu e.t.v. ekki síður að beina sjón- um sínum að verkum yngri lista- manna. Myndir þeirra eru ódýrari en hinar eldri og með svolítilli fyrirhöfn og góðri ráðgjöf má gera góð kaup í slíkum verkum. En myndlistarmarkaðurinn er kannski hverfulli en aðrir markaðir og umskiptin geta verið snögg. Ef tiltek- ið listaverk reynist ekki sú arðbæra fjárfesting sem kaupandinn ætlaðist til í upphafi getur hann þó huggað sig við að hafa notið þeirrar arðsemi sem felst í því að njóta faUegrar myndlist- ar. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.