Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 37
formi bifreiðar sem kom í þorpið á hverjum degi og stóð við í 2-3 tíma á dag. Hér á landi reisum við hins vegar veglegar stofnanir yfir 2-3 banka í hverju þorpinu á fætur öðru. Með þessu er ég ekki að leggja mat á þörf- ina fyrir slíkar byggingar en það er augljóst að okkar kerfi er dýrt og ein- hverjir þurfa að borga að lokum. An vafa væri heppilegra að nota þá fjár- muni til annarra hluta.“ Forstjóri Iðntæknistofnunar og fyrrum deildarstjóri tæknideildar Fél- ags íslenskra iðnrekenda víkur að peningamálum þjóðarinnar og þætti ríkisins í vaxtastefnu bankanna: 1989: ÁR GJALDÞROTANNA? „Staðreyndin er sú að ríkið setur atvinnulífið í spennitreyju með því að bjóða allt of háa vexti af ríkisvíxlum og skuldabréfum. Hvert útboðið á fætur öðru með háum raunvöxtum spennir upp vaxtastigið þannig að fyrirtæki og einstaklingar sem þurfa á lánafyrir- greiðslu að halda, standa ekki undir fjármagnskostnaðinum. Áberandi er nú í fréttum umræðan um gjaldþrot fyrirtækja og þykir ýmsum nóg um. En ég hef sagt það áður að árið 1989 gæti orðið ár hinna miklu gjaldþrota á Islandi. Hundruð fyrirtækja í flestum greinum atvinnulífsins eru á heljar- þröm, að verulegu leyti fyrir tilverkn- að stjórnvalda og ríkisbanka sem hönd í hönd hafa veitt fjölda lána til vonlausra fjárfestinga og spennt vexti langt upp fyrir það sem gerist í sam- keppnislöndum okkar. Þá hefur stjórnvöldum ekki tekist að koma böndum á verðbólguna og þau hafa staðið fyrir vitlausri gengisskráningu, og margvíslegum verðbólguhvetjandi aðgerðum. Við getum ekki haldið svona áfram lengur. Allir verða að leggjast á eitt að skapa atvinnuvegun- um betri starfsskilyrði því annars blasir einfaldlega við stórfellt atvinnu- leysi, minnkandi kaupmáttur, sam- dráttur framkvæmda og hrun útflutn- ings.“ Páll leggur mikla áherslu á huglæga þáttinn í rekstri atvinnulífsins og telur að hver og einn starfsmaður í fyrir- tæki verði að hugleiða hvort og hvernig hann geti stuðlað að aukinni framleiðni og bættri afkomu. En ekki aðeins starfsmenn fyrirtækjanna í al- mennum skilningi orðsins. „Allt of margir í okkar þjóðfélagi hafa mótaðar skoðanir á því hvernig aðrir en þeir sjálfir eiga að starfa. Dæmin eru mýmörg. Þegar ég ræði við forsvarsmenn fyrirtækja get ég átt von á ræðu frá þeim um það hvernig eigi að reka banka, vinna á alþingi eða stjórna nlíisfjármálum. En þegar spurt er um hvernig eigi að leysa vanda þeirra eigin fyrirtækis koma gjarnan staðlaðar klisjur sem maður hefur oft heyrt áður. Sama er að segja um stjómmálamenn okkar. Þeir beita orku sinni oft á tíðum að lausn mála sem er ekki innan þeirra verksviðs, “ segir Páll. ALÞINGIÁ VILLIGÖTUM! Páll heldur áfram og nefnir dæmi um mál sem til umfjöllunar eru á Al- þingi án þess að eiga þar erindi að hans dómi: „Hvers vegna em alþingismenn að skipta sér af því hvort eigi að reisa steinullarverksmiðju hér eða sjóefna- vinnslu þar? Þeirra hlutverk er ekki að reka fyrirtæki. Það hlutverk hafa aðrir með höndum. Alþingismenn eiga að setja lög sem marka starfssvið og reglur fyrir aðra að fara eftir. Vilji þingmenn leggja sitt af mörkum til aukinnar framleiðni eiga þeir að búa svo í haginn fyrir stjómendur og starfsfólk fyrirtækja og stofnana að þeir aðilar nái þeim markmiðum sem við hljótum að sækjast eftir. Fleiri dæmi má nefna og það ný af nálinni. Nýjasta úrræði ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar er að búa til nýjan miljarðasjóð af almannafé. Þetta er áratuga gamalt úrræði sem kemur ekki til með að skila varanleg- um árangri. Hvers vegna eigum við sem búum hér fyrir sunnan að ausa miljónum króna í taprekstur fyrirtæk- is á landsbyggðinni? Eða hvaða rétt- læti er í því að skattgreiðendur úti á landi hlaupi undir bagga með illa rekn- um fyrirtækjum hér á mölinni? Og hvaða þekkingu hafa stjórnarmenn þessa nýja sjóðs til að axla þá ábyrgð sem á herðar þeirra er lögð? Ég full- yrði að þeir hafa ekki slíka yfirsýn að 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.