Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 76

Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 76
STJÓRNUN ÞJÁLFUN STJÓRNENDA FYRIRTÆKJA Greinarhöfundur, Þuríður Hjálmtýsdóttir, er sálfræðingur að mennt með þróun stofnana og starfsmannahald sem sérsvið. Stjórnun er vel þekkt fyrir- bæri bæði sögulega og frá mis- munandi menningarheildum. Samt sem áður ríkir mikil óvissa um hvað stjórnun feli í sér og hvernig þjálfun stjórnenda sé best hagað. Þessi óvissa lýsir sér best í öllum þeim fjölda mis- munandi námskeiða sem spretta upp eins og gorkúlur á markaðinum í dag. Menn eru ekki á eitt sáttir um hvaða kunn- átta sé stjórnendum nauðsynleg til að geta orðið sem bestir í sínu fagi. í dag eru vonir bundnar við þjálfun- araðferð sem felst í þjálfun hugrænna eiginleika stjórnenda svo sem hugs- anamynsturs og ályktunarhæfni. Stjómendur bera sérstaka ábyrgð á leit og túlkun boða frá umhverfinu. Tilgangurinn er að geta síðan tekið ákvarðanir um breytingar í samræmi við þessi boð. Þetta gerir það að verkum að hinar hugrænu vinnuað- ferðir stjómenda og þjálfun þeirra verður sérstaklega athyglisverð. I þessari umfjöllun verður gerð grein fyrir þessari þjálfunaraðferð. Það er ekki ætlunin að gera grein fyrir menntunartilboðum innan fagsins al- mennt, slíkt yrði of viðamikið. At- hyglinni verður hins vegar beint að þeim hluta stjórnunarstarfsins sem fæst við túlkun á umhverfí fyrirtækis- ins og þeim ákvörðunum sem eru teknar með tilliti til þessarar túlkun- ar. HÆFNISÞJÁLFUN Við gefum okkur sem forsendu að verkefni stjómenda séu of marg- breytileg og flókin til að hægt sé að sjá í hendi sér hvert innihald þjálfunarinn- ar skuli vera. En samtímis er mikil þörf fyrir þróun innan stjórnunar. Ein leið til þess að mæta þessari þver- sögn er að stjórnendur taki vinnuna með sér í þjálfunina. Verkefni hvers og eins verða þá innihaldið á nám- skeiðinu. En hvað þýðir þetta í raun? í fýrsta lagi getur leiðbeinandinn snúið sér vafningalaust að því sem hver stjórnandi telur sig vanhaga um. Ekkert getur verið raunhæfara fyrir stjórnanda en þau verkefni sem hann er að vinna að. Með því að taka mið af því sem stjórnandinn er upptekinn af, í stað þess sem hann ætti að vera upptekinn af samkvæmt einhverjum kenningasmiði, aðlagast námskeiðið sjálfkrafa þeim kröfum sem eru fyrir hendi. Með því að ræða eigin vinnuað- stæður er einnig hægt að greina þær orsakir sem liggja til grundvallar at- höfnum hvers og eins. Á þann hátt fær stjórnandinn sjálfur tækifæri til að prófa og skoða sambönd og samhengi milli hluta. Þess utan er mögulegt fyrir stjórnanda að verða sér meðvit- aður um ýmsar áður óljósar hug- myndir. En innihald námskeiða sem byggja aðeins á fræðilegu námi er oft fjarlægt vinnuaðstæðum hvers og eins og mörgum finnst það því óraunverulegt og ekki passa við sínar vinnuaðstæð- ur. En það er hægt að ganga of langt í aðra hvora áttina. Aðalmarkmiðið með því að nota vinnuaðstæður hvers og eins er að þjálfa hugsun hans. En það er jafn mikilvægt að þjálfunin feli í sér fræðilega þekkingu einnig sem námsefni. FRAMKVÆMD Eins og áður hefur komið fram er reynsla hvers og eins grundvöllurinn í þjálfuninni. Áhrif þessa geta orðið enn meiri við að þátttakendur í námskeið- inu vinni að ákveðnu verkefni meðan á námskeiðinu stendur og að mikilli 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.