Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 25
PENINGAMAL
ERU HEIMILIN AÐ
HJETTA AÐ SPARA?
I
í
i
I
I
;
Greinarhöfundur, Ólafur
Örn Ingólfsson, er
viðskiptafræðingur frá
Háskóla íslands með
framhaldsmenntun í
hagfræði frá
Uppsalaháskóla íSvípjóð.
Ólafur er
framkvæmdastjóri
fjármálasviðs
Landsbanka Islands.
Mikið hefur verið rætt og ritað
á undanförnum árum um þjóð-
hagslegt mikilvægi sparnaðar.
Brugðið hefur verið upp ógn-
vekjandi staðreyndum um af-
leiðingar óðaverðbólgu og nei-
kvæðra raunvaxta á síðasta ára-
tug á innlán í bankakerfinu og
fjármagnsmarkaðinn í heild.
Engum blöðum er um það að
fletta að vaxtastefna undanfar-
inna ára ásamt verðtryggingu
hefur stuðlað að vaxandi pen-
ingalegum sparnaði, þ.e. aukn-
um peningalegum eignum. Að
undanförnu hefur umræðan
hinsvegar snúist um að lækka
raunvexti og skattleggja sparn-
að þótt jafnframt sé almenning-
ur fullvissaður um að ekki sé
ætlunin að skattleggja almenn-
an sparnað, hvað svo sem það
þýðir. Samtímis hefur það verið
forgangsverkefni að draga úr
þenslu og umframeftirspurn.
í þessari grein verður gerð tilraun
til að meta hvort spamaður heimil-
anna í víðari skilningi hafi í raun auk-
ist. Athugun þessi virðist benda til
þess að þegar lánakerfið er skoðað í
heild séu heimilin hreinir lántakendur
eða a.m.k. ekki sú uppspretta spam-
aðar sem almennt er haldið fram. Það
er að segja að skuldaaukning heimil-
anna sé meiri en aukning peninga-
legra eigna þeirra. Sé þessi niður-
staða á rökum reist er það mikilvægt
veganesti fyrir stjórnvöld í mótun
efnahagsstefriu næstu ára.
Þessi niðurstaða er í samræmi við
þróun spamaðar margra landa í kring-
um okkur, þar sem sparnaðarkvóti
heimilanna hefur farið lækkandi og er
jafnvel orðinn neikvæður sumstaðar.
Hafa stjómvöld þessara landa auðvit-
að af þessu verulegar áhyggjur. Grip-
ið er til ýmissa ráða til að örva spam-
að og draga úr ásókn einstaklinga í
lánsfé. Miklar rannsóknir fara fram til
að leita skýringa á þessari þróun.
Nefndar hafa verið skýringar á
minnkandi sparnaði eins og aukið fé-
lagslegt öryggi sem valdi því að fólk
þurfi ekki í jafn ríkum mæli og áður að
spara til elliáranna eða til menntunar
barna. Þá hefur verið nefnt að aukin
óvissa vegna verðbólguvæntinga hafi
valdið því að sparifjáreigendur varð-
veiti spamað sinn í auknum mæli í
eignum sem talið er að haldi verðgildi
sínu í verðbólgu eins og t.d. í fast-
eignum.
Sparnaður er í eðli sínu flæðistærð
þ.e. breyting á hreinni eign milli
tveggja tímapunkta. Ef við ímyndum
okkur að við gætum skyggnst inn í
reikninga flölskyldu þá hefur hún ein-
hverjar ákveðnar ráðstöfunartekjur á
ári. Stærstur hluti þessara tekna fer í
neyslu. Afgangur tekna, ef einhver
er, fer til sparnaðar, annaðhvort sem
innstæða á bankareikningum, til
kaupa á verðbréfum eða sem endur-
greiðsla lána fyrri ára. Reynist neysla
og útgjöld vegna fjárfestinga meiri en
sem nemur tekjum er mismunur
brúaður með því að taka ný lán eða
ganga á sparnað fyrri ára. í þjóðhags-
reikningum má einnig nálgast hreinan
sparnað sem mismun þjóðartekna og
neyslu, þ.e. bæði einkaneyslu og
samneyslu.
Það er einmitt sú staðreynd sem
blasir við íslensku efnahagslífi að við
25