Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 36
EFNAHAGSMÁL eingöngu um framleiðni vinnuaflsins því inn í myndina þyrfti einnig að taka þætti sem lúta að stjómun og fjármál- um. Hlutfallslegur samanburður á verð- mætasköpun á ársverk milli nokkurra landa innan OECD 1973-1983 leiðir í ljós að hvergi hefur orðið eins lítil aukning landsframleiðslu á hvem íbúa eins og á Islandi og síðasta árið var framleiðnin minnst hér á landi. Vax- andi hagvöxt hérlendis á sama tímabili má rekja til aukinnar atvinnuþátttöku en ekki til aukinnar framleiðslu á hvern vinnandi einstakling. Því verði að auka verðmætasköpun á hvem íbúa ef eigi að takast að viðhalda vel- ferðar samfélaginu. í lok niðurstöðu skýrslunnar segir m.a.: „Af niðurstöðum mælinganna er ljóst að það er þörf á verulegu átaki í því skyni að auka framleiðnina ef íslenskar atvinnugreinar eiga að vera samkeppnisfærar, og vera um leið þess megnugar að leggja grunn að jafn góðum lífskjörum og best þekkj- ast annars staðar. Til þess að svo megi verða er mjög áríðandi að starfs- skilyrði atvinnulífsins séu ekki lakari en meðal samkeppnisþjóða okkar og starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja vinni saman að því að auka framleiðn- ina, ekki síst þegar sífellt harðnandi samkeppni á heimsmörkuðum er höfð í huga. Stjórnendur verða að sjálf- sögðu að eiga frumkvæði að slíku át- aki og stjóma því.“ SPURNING UM AUKIÐ LÝÐRÆÐI Eftir þennan lestur er ekki úr vegi að inna Pál, eftir því hvort hann telji fyrirtæki almennt illa rekin og starfs- mennina skussa sem gangi með hang- andi hendi að hverju verki! „Nei, vitanlega er ekki hægt að nota slík lýsingarorð um allt atvinnulíf í einu landi en hitt er staðreynd að víða er pottur brotinn. Meginvandann tel ég liggja í hinum huglæga þætti í rekstrinum og koma þar bæði stjóm- endur og starfsmenn við sögu. Um- ræðan hefur allt of mikið verið í þá veru að allir erfiðleikar eigi rætur að rekja til ytri aðstæðna. Má í því sam- bandi nefna mikla verðbólgu, vitlaust skráð gengi, og mikinn fjármagns- kostnað. Vissulega eru þetta allt veigamiklir þættir en hinu má ekki gleyma að á bak við rekstur hvers fyrirtækis eru einstaklingar sem allir hafa sínar þarfir og tilfmningar. Þar verður hugarfarið til. Með því að hafa áhrif á þetta hugarfar má hafa áhrif á ýmislegt, t.d. framleiðnina. Ég held að það sé nauðsynlegt að menn átti sig fyrst á því hvað átt er við þegar hugtakið framleiðni er notað. Við erum ekki að ræða um að auka afköst með því að auka hraðann á færiböndunum. Það er ekki verið að Rafhitastrengir eru notaðir víða Snjóbræðsla í tröppur og heimkeyrslur. Frostvörn í þakrennur, niðurföll og á vatnsinntök einnig til þess að vinna gegn slagraka í mannvirkjum. Hita upp gólf t.d. undir flísamar á baðherberginu eða anddyrinu. Mjög góð stýritæki fáanleg. ------ N Pálmi Rögnvaldsson, Rafverktaki PR. Búðin hf. Kársnesbraut 106, 200 Kóp. s. 91-41375/641418 V________________________________________' .- 111 tala um þrælahald gagnvart starfs- fólkinu. Slíkar hugmyndir heyra sög- unni til. Hins vegar þurfum við að tryggja stóraukna valddreifingu innan fyrirtækja og stofnana þannig að fólk- ið hafí meiri bein áhrif á ákvarðana- töku og njóti þess þegar vel gengur. í íslenskum fyrirtækjum er hins vegar mjög algengt að þræðirnir séu í hönd- um eins manns og almennir starfs- menn finna því litla hvöt hjá sér til að stuðla að aukinni framleiðni." HVAÐ ER FRAMLEIÐNI? í upplýsingabæklingi sem gerður var til að kynna samstarfsverkefni Landsambands iðnaðarmanna, Iðn- tæknistofnunar, Landsambands iðn- verkafólks, Alþýðusambands ís- lands, Félags íslenskra iðnrekenda og Iðnaðarráðuneytisins, er hugtakið framleiðni útskýrt: „Framleiðni er mælikvarði á það hvernig okkur tekst að nýta hráefni, orku, fjármagn, þekkingu og annað sem í okkur eða landinu býr. Því betur sem okkur tekst að nýta allt þetta, þeim mun meiri verður framleiðnin.“ Dæmi um áhrifaþætti í framleiðni eru síðan tíunduð og má nefna viðmót starfs- manns í þjónustufyrirtæki, nýtingu hráefnis í framleiðslufyrirtæki, notk- un pappírs í skóla, nýtingu vatns og rafmagns, nýtingu afla úr sjó, fjárfest- ingu í vélum og tækjum, mætingar á vinnustað, sjálfvirkni í framleiðsluiðn- aði o.s.frv. Allt hafi þetta áhrif til minnkunar eða aukningar framleiðni og þar með á hag atvinnugreinanna og um leið lífsafkomu okkar íslendinga. „Við sjáum dæmi um lága fram- leiðni hvar sem er í samfélaginu. Allt bankakerfið, þó sérstaklega ríkis- bankarnir er dæmi um það. Yfirbygg- ingin er dýr, bankamir allt of margir og fjárfestingar í mannvirkjum miklar. Ef við lítum á rekstur bankanna kem- ur upp sama mynd. Útlánsvextir bankanna hafa verið allt of háir sem hefur leitt til fjármagnskostnaðar sem er að sliga mörg atvinnufyrirtæki í landinu. Starfsmenn bankanna eru allt of margir miðað við það hlutverk sem þeir gegna. Með betri skipulagningu mætti ugglaust stórauka framleiðni þeirra. í þessu sambandi minnist ég dvalar í frönsku fjalJaþorpi fyrir nokkrum árum. Þar var bankinn í 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.