Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 19
Búnabarbankinn hefur sérstakan sýningarglugga í aðalbankanum í Austurstræti þar sem málverkum í eigu bankans
er stillt út til sýnis jýrir vegfarendur. Skiþt er um myndir með reglulegu millibili.
Magnússon. Þeir hafa báðir átt veg-
legt safn listaverka, en hafa einnig
verið örlátir á gjafir til menningar-
stofnana. Af yngri söfnurum er
Sverrir Kristinsson, fasteignasali og
bókaútgefandi, einn sá umsvifamesti
en hann á gott safn mynda eftir málara
af öllum kynslóðum.
Umfangsmestu viðskiptin fara þó
að líkindum fram á vegum fyrirtækja
og stofnana. Þar er einkum um að
ræða stór og stöndug fyrirtæki, svo
sem banka, ok'ufélög, flugfélög og
skipafélög. í sumum tilfellum ver
fyrirtækið ákveðinni fjárhæð árlega til
listaverkakaupa, en annars staðar er
framboð góðra verka látið ráða fjár-
festingunni.
Af einstökum fyrirtækjum er það
að líkindum Búnaðarbankinn sem á
myndarlegasta safnið. Bankinn hefur
á löngum ferli safnað að sér miklum
flölda verka og eru þar á meðal sum
bestu verka „gömlu meistaranna“.
Verkin eru dreifð víða um land í þrjá-
tíu og tveimur afgreiðslustöðum
bankans, en við inngang aðalbankans í
Austurstræti hefur verið komið upp
„listglugga" þar sem vegfarendur og
viðskiptavinir geta notið listaverka-
eignar bankans. í þessum glugga er
skipt um myndir á 3-4 vikna fresti og
birtist þar þverskurður af sumu því
besta sem til er í íslenskri myndlist.
Aðrir bankar eiga einnig gott safn
listaverka, svo sem Seðlabankinn og
Landsbankinn. Myndir þess síðar-
nefnda voru reyndar sýndar opinber-
lega á aldarafmæli bankans og var þar
um að ræða margar perlur íslenskrar
myndlistarsögu. Ekki fengust upplýs-
ingar um þær fjárhæðir sem bankam-
ir verja á ári hverju til myndlistar-
kaupa, en að líkindum skipta þær
nokkrum milljónum. Þess má geta að
Utvegsbankinn á nokkuð safn mynda
frá fyrri tíð, en stefna bankans í
myndlistarkaupum hefur tekið breyt-
ingum með nýjum stjómendum.
Ríkið lætur nokkuð til sín taka á
myndlistarmarkaðnum. Opinberar
stofnanir og fyrirtæki geta sótt um
fjármagn frá Listskreytingasjóði til að
fegra umhverfi sitt og hefur það verið
nýtt í nokkmm mæli. Arið 1987 var
varið um 6 milljónum króna í þessu
skyni, en sjóðurinn hefur 5 milljónir til
ráðstöfunar í fjárlögum þessa árs.
Töluvert safn mynda hangir á veggj-
um stofnana á vegum ríkisins, án þess
19