Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 73
TÆKNI
VISA ISLAND:
PAPPIRSFLOÐIUTRYMT
— TÖLVUTÆKNIN TEKUR VIÐ
Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri Visa ísland,
„Við stöndum á tímamótum í
greiðslumiðlun hér á landi. Ætl-
unin er að ráðast gegn pappírs-
flóðinu með því að tölvuvæða í
auknum mæli öll viðskipti. A
þessu sviði hefur átt sér stað
bylting erlendis og við höfum
hugsað okkur að færa þá bylt-
ingu hingað,“ sagði Einar S.
Einarsson, framkvæmdastjóri
Visa ísland, er Frjáls verslun
spjallaði við hann í tilefni af því
að Visa International hefur nýl-
ega kynnt sérhannaðan tölvu-
búnað til að annast beinlínu-
tengsl milli verslana og Visa í
hverju landi.
„Pappísflóðið vegna Visa-greiðslna
er nú svo mikið að um 700 þúsund
sölunótur berast til Visa bankanna í
hverjum mánuði. Það þarf að skrá
hveija nótu fyrir sig og þessu fylgir
mikil handavinna. I löndum eins og
Frakklandi, Bandaríkjunum, Dan-
mörku og nú síðast í Svíþjóð hafa
kortaviðskiptin verið tölvuvædd og
það er ætlun okkar að gera slíkt hið
sama á Islandi."
TÖLVA LES KORTIN
— Hvernig fara tölvuvædd korta-
viðskipti fram?
„Þetta byggir á kerfi sem kallað er
á erlendu máli „EPTPOST" sem þýð-
ir í raun tölvutengdur búðarkassi. Ég
hef leyft mér að kalla þetta búðar-
skanna eða símskanna. Þessu
ákveðna tæki, eða skanna, sem sam-
anstendur af lestæki (segulræmules-
ara) og prentara, er komið fyrir í
verslunuin og þjónustufyrirtækjum.
Það má segja að tækið sé beinlínu-
tengdur búðarkassi vegna þess að um
bein tengsl er að ræða við tölvukerfi
kortafyrirtækisins eða bankanna eftir
atvikum. En tækið er miklu minna en
búðarkassar almennt — þetta eru litl-
ar smátölvur tengdar móðurtölvu.
Allar færslur eru skráðar með sjálf-
virkum hætti um leið og viðskiptin
fara fram og berast strax inn í
greiðslukerfið um símalínu. Kerfið í
heild sinni mætti kalla sjálfvirkt
færslustreymis- og heimildakerfi.
Tölvan í búðinni les upplýsingarnar
á kortinu og tekur inn upphæðina og
sendir sjálfkrafa inn á Visa-kerfið. Ef
TEXTI: KATRÍN BALDURSDÓTTIR MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON O.FL.
73