Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 11
komið í þeirra hlut af góðærinu og hvort þeim hafi tekist að byggja sig upp við þau hagstæðu ytri skilyrði sem lýst er hér að framan? Menn skyldu ætla að svo væri en annað kemur í ljós þegar staðreyndir máls- ins eru skoðaðar. Greinilegt er að hlutdeild fyrirtækj- anna í þjóðarkökunni hefur minnkað á allra síðustu árum. Svonefndur verg- ur rekstrarafgangur — sem er mæli- kvarði á það sem fellur í hlut atvinnu- rekstrar af þjóðartekjum — var 40.1% árið 1984 en verður líklega ekki nema 27% í ár eins og sjá má á efstu myndinni í dálkinum um stöðu fyrirtækjanna. Vergur rekstraraf- gangur skiptist í femt: Afskriftir, vexti af lánsfé, vinnuframlag sjálf- stæðra atvinnurekenda og hreinan hagnað eða ávöxtun eigin fjár. Lengst af hefur vergur rekstrarafgangur — þ.e.a.s. hlutur fyrirtækjanna í þjóðar- kökunni — verið á bilinu 30-40%. Þetta hlutfall var með því hæsta árið 1984 þannig að myndin gefur ekki alveg rétta mynd af þróuninni yfir lengri tíma en hún sýnir glöggt hve umskiptin hafa verið snögg og mikil á fáum árum fyrirtækjunum í óhag. Staðreyndin er samt sú að hlutdeild fyrirtækja í þjóðarkökunni hefur aldrei verið lægri í hagsögunni en ein- mitt nú. Ekki eru til nákvæmar upplýsingar um eigið fé í íslenskum fyrirtækjum en eitt er víst að það er alltof lítið og miklu minna en þekkist í nálægum löndum. Talið er að eigið fé hafi verið að rýrna á þessu og síðasta ári vegna taprekstrar. Þar sem nýjar upplýs- ingar um eigið fé fyrirtækja vantar verðum við að styðjast við vísbend- ingar úr öðrum áttum. Veik eigin- fjárstaða og reyndar slæm rekstrar- staða fyrirtækja endurspeglast í skuldum þeirra við bankakerfið. Á skýringarmyndinni sést að ákveðinn vendipunktur verður árið 1986. Tvö árin þar á undan voru sjávarútvegs- fyrirtæki að greiða niður skuldir sínar við bankakerfið en skuldir fyrirtækja í heild breyttust þó ekki mikið þar sem iðnfyrirtæki voru að auka við skuldir sínar. I ár stefnir í það að skuldir sjáv- arútvegsfyrirtækja verði 27% hærri en árið 1986 á föstu verðlagi talið og heildarskuldir fyrirtækja verði 19% hærri en þær voru fyrir tveimur ár- um. Þessar tölur sýna að hluta aukin umsvif en þó miklu fremur það að fyrirtækin eru að fjármagna taprekst- ur með lánsfé. Menn geta svo séð það í hendi sér hvert það leiðir ef fyrirtæki eru að fjármagna tap með lánum á tímum hækkandi raunvaxta. Slíkt verður ekki gert mörg ár í röð. Oft er rætt um að eðlilegt sé að eigið fé fyrirtækja sé um 25-30% af eignum. í úttekt sem Þjóðhagsstofn- un gerði árið 1985 á 74 fyrirtækjum í sjávarútvegi kom í ljós að eigið fé þeirra var að meðaltali 5.1%. Meðal- talið er því langt undir því sem eðlilegt má teljast og skýrir í raun hvers 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.