Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 11

Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 11
komið í þeirra hlut af góðærinu og hvort þeim hafi tekist að byggja sig upp við þau hagstæðu ytri skilyrði sem lýst er hér að framan? Menn skyldu ætla að svo væri en annað kemur í ljós þegar staðreyndir máls- ins eru skoðaðar. Greinilegt er að hlutdeild fyrirtækj- anna í þjóðarkökunni hefur minnkað á allra síðustu árum. Svonefndur verg- ur rekstrarafgangur — sem er mæli- kvarði á það sem fellur í hlut atvinnu- rekstrar af þjóðartekjum — var 40.1% árið 1984 en verður líklega ekki nema 27% í ár eins og sjá má á efstu myndinni í dálkinum um stöðu fyrirtækjanna. Vergur rekstraraf- gangur skiptist í femt: Afskriftir, vexti af lánsfé, vinnuframlag sjálf- stæðra atvinnurekenda og hreinan hagnað eða ávöxtun eigin fjár. Lengst af hefur vergur rekstrarafgangur — þ.e.a.s. hlutur fyrirtækjanna í þjóðar- kökunni — verið á bilinu 30-40%. Þetta hlutfall var með því hæsta árið 1984 þannig að myndin gefur ekki alveg rétta mynd af þróuninni yfir lengri tíma en hún sýnir glöggt hve umskiptin hafa verið snögg og mikil á fáum árum fyrirtækjunum í óhag. Staðreyndin er samt sú að hlutdeild fyrirtækja í þjóðarkökunni hefur aldrei verið lægri í hagsögunni en ein- mitt nú. Ekki eru til nákvæmar upplýsingar um eigið fé í íslenskum fyrirtækjum en eitt er víst að það er alltof lítið og miklu minna en þekkist í nálægum löndum. Talið er að eigið fé hafi verið að rýrna á þessu og síðasta ári vegna taprekstrar. Þar sem nýjar upplýs- ingar um eigið fé fyrirtækja vantar verðum við að styðjast við vísbend- ingar úr öðrum áttum. Veik eigin- fjárstaða og reyndar slæm rekstrar- staða fyrirtækja endurspeglast í skuldum þeirra við bankakerfið. Á skýringarmyndinni sést að ákveðinn vendipunktur verður árið 1986. Tvö árin þar á undan voru sjávarútvegs- fyrirtæki að greiða niður skuldir sínar við bankakerfið en skuldir fyrirtækja í heild breyttust þó ekki mikið þar sem iðnfyrirtæki voru að auka við skuldir sínar. I ár stefnir í það að skuldir sjáv- arútvegsfyrirtækja verði 27% hærri en árið 1986 á föstu verðlagi talið og heildarskuldir fyrirtækja verði 19% hærri en þær voru fyrir tveimur ár- um. Þessar tölur sýna að hluta aukin umsvif en þó miklu fremur það að fyrirtækin eru að fjármagna taprekst- ur með lánsfé. Menn geta svo séð það í hendi sér hvert það leiðir ef fyrirtæki eru að fjármagna tap með lánum á tímum hækkandi raunvaxta. Slíkt verður ekki gert mörg ár í röð. Oft er rætt um að eðlilegt sé að eigið fé fyrirtækja sé um 25-30% af eignum. í úttekt sem Þjóðhagsstofn- un gerði árið 1985 á 74 fyrirtækjum í sjávarútvegi kom í ljós að eigið fé þeirra var að meðaltali 5.1%. Meðal- talið er því langt undir því sem eðlilegt má teljast og skýrir í raun hvers 11

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.