Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 31
Bygging
stöðvarhúss
Nesjavallaveitu
hefur verið í
höndum
Byggðaverks hf. og
Friðgeirs
Sörlasonar
byggingameistara.
knúið ríflega 300 MW varmaorkuver
og jafnframt framleitt 60 MW af raf-
magni. Þess má geta að stærstu raf-
magnsvirkjanir landsins að Búrfelli og
Hrauneyjarfossi eru 210 MW hvor um
sig. Nesjavallaveita mun því verða
stærsta orkuvirkjun landsins þegar
hún verður fullbyggð.
Holumar á Nesjavöllum eru mis-
jafnlega kraftmiklar. Þær stærstu
númer 11 og 13 eru um 90 MW og það
er ekki laust við að hrollur hafi farið
um blaðamenn er þeir voru leiddir inn
í kúluhús sem umlykur búnaðinn sem
settur hefur verið upp til að beisla
þessa ægiorku úr iðrum jarðar. Ær-
andi hávaði ásamt hita sem minnir á
finnskt gufubað eykur á spennuna og
maður er feginn að komast inn í ein-
angraðan bílinn eftir að hafa virt bún-
aðinn fyrir sér. Sérstökum hljóðdeyf-
um er komið fyrir á hverri holu og að
sögn Egils yrði ólíft í bækistöðvum
virkjunarmanna ef hann brysti þrátt
fyrir að holurnar séu í nokkur hundr-
uð metra fjarlægð.
Eins og áður sagði er Egill Jónsson
staðarverkfræðingur Hitaveitu
Reykjavíkur á Nesjavöllum. Þar vinna
nú um 100 manns undir hans stjórn að
byggingu stöðvarhúss og tilheyrandi
mannvirkja, en samvæmt áætlun á að
taka 1. hluta veitunnar í notkun árið
1990. Auk þeirra vinna nokkrir tugir
manna við lagningu 27 km langrar að-
veituæðar til Reykjavíkur.
TÆKNILEGA FLÓKIÐ VERK
Öll hönnun þessa mikla mannvirkis
hefur verið í höndum íslenskra tækni-
manna og að sjálfsögðu bygging þess.
Verkfræðistofa Guðmundar og
Kristjáns var aðalráðgjafi við hönnun
veitunnar auk verkfræðistofanna
Fjarhitun, Rafteikning og Rafhönnun.
Jósef Reynis á Teiknistofunni Ármúla
6 hannaði byggingar og skipulag lóðar
og næsta umhverfis hefur verið í
höndum Reynis Vilhjálmssonar. Allar
framkvæmdir hafa verið boðnar út og
auk aðalverktakans Friðgeirs Sörla-
sonar vinna fjölmargir undirverktakar
við hin ýmsu verkefni.
Eins og áður sagði er Nesjavalla-
veita flókið tæknilegt mannvirki en
hér skjal þó gerð tilraun til að lýsa
vinnslurás hennar í stuttu máli með
aðstoð Egils Jónssonar, verkfræð-
ings:
Gufa borholanna, sem eru vítt og
breytt í næsta nágrenni virkjunar-
hússins, er leidd í skiljur þar sem vatn
er skilið frá, en það er um 10-15%
hrágufunnar. Gufan fer um rakaskilj-
ur að gufuhitara í orkuverinu og að
hluta um gufuhverfil til raforkufram-
LITASTÁL ER
LISTASTÁL
Plasthúðaðar stálklæðningar á
þök og veggi frá Inter Profiles eru
til í 17 litum.
- Prófílhæð 20 mm og 35 mm
- Allir fylgihlutir
- Skrúfur frá SFS
- Þéttilistar frá DAFA
- Verkfæri frá BOCH
- Fáanleg bogalaga
- Fáanleg með ALUZINK húð
- Okeypis kostnaðaráætlanir
VERÐIÐ ER HAGSTÆTT
GALAXSF
GARÐABÆ
GÆÐI TJR STÁLI
31