Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Síða 31

Frjáls verslun - 01.08.1988, Síða 31
Bygging stöðvarhúss Nesjavallaveitu hefur verið í höndum Byggðaverks hf. og Friðgeirs Sörlasonar byggingameistara. knúið ríflega 300 MW varmaorkuver og jafnframt framleitt 60 MW af raf- magni. Þess má geta að stærstu raf- magnsvirkjanir landsins að Búrfelli og Hrauneyjarfossi eru 210 MW hvor um sig. Nesjavallaveita mun því verða stærsta orkuvirkjun landsins þegar hún verður fullbyggð. Holumar á Nesjavöllum eru mis- jafnlega kraftmiklar. Þær stærstu númer 11 og 13 eru um 90 MW og það er ekki laust við að hrollur hafi farið um blaðamenn er þeir voru leiddir inn í kúluhús sem umlykur búnaðinn sem settur hefur verið upp til að beisla þessa ægiorku úr iðrum jarðar. Ær- andi hávaði ásamt hita sem minnir á finnskt gufubað eykur á spennuna og maður er feginn að komast inn í ein- angraðan bílinn eftir að hafa virt bún- aðinn fyrir sér. Sérstökum hljóðdeyf- um er komið fyrir á hverri holu og að sögn Egils yrði ólíft í bækistöðvum virkjunarmanna ef hann brysti þrátt fyrir að holurnar séu í nokkur hundr- uð metra fjarlægð. Eins og áður sagði er Egill Jónsson staðarverkfræðingur Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum. Þar vinna nú um 100 manns undir hans stjórn að byggingu stöðvarhúss og tilheyrandi mannvirkja, en samvæmt áætlun á að taka 1. hluta veitunnar í notkun árið 1990. Auk þeirra vinna nokkrir tugir manna við lagningu 27 km langrar að- veituæðar til Reykjavíkur. TÆKNILEGA FLÓKIÐ VERK Öll hönnun þessa mikla mannvirkis hefur verið í höndum íslenskra tækni- manna og að sjálfsögðu bygging þess. Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns var aðalráðgjafi við hönnun veitunnar auk verkfræðistofanna Fjarhitun, Rafteikning og Rafhönnun. Jósef Reynis á Teiknistofunni Ármúla 6 hannaði byggingar og skipulag lóðar og næsta umhverfis hefur verið í höndum Reynis Vilhjálmssonar. Allar framkvæmdir hafa verið boðnar út og auk aðalverktakans Friðgeirs Sörla- sonar vinna fjölmargir undirverktakar við hin ýmsu verkefni. Eins og áður sagði er Nesjavalla- veita flókið tæknilegt mannvirki en hér skjal þó gerð tilraun til að lýsa vinnslurás hennar í stuttu máli með aðstoð Egils Jónssonar, verkfræð- ings: Gufa borholanna, sem eru vítt og breytt í næsta nágrenni virkjunar- hússins, er leidd í skiljur þar sem vatn er skilið frá, en það er um 10-15% hrágufunnar. Gufan fer um rakaskilj- ur að gufuhitara í orkuverinu og að hluta um gufuhverfil til raforkufram- LITASTÁL ER LISTASTÁL Plasthúðaðar stálklæðningar á þök og veggi frá Inter Profiles eru til í 17 litum. - Prófílhæð 20 mm og 35 mm - Allir fylgihlutir - Skrúfur frá SFS - Þéttilistar frá DAFA - Verkfæri frá BOCH - Fáanleg bogalaga - Fáanleg með ALUZINK húð - Okeypis kostnaðaráætlanir VERÐIÐ ER HAGSTÆTT GALAXSF GARÐABÆ GÆÐI TJR STÁLI 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.