Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 54
þjófamir í þau líka og tékkarnir sem
þeir hafa undir höndum verða þess
vegna ennþá trúverðugri. Tékka-
stuldur hefur aukist ár frá ári og í fyrra
nam heildarupphæð falsaðra tékka
um 14-15 milljónum króna, sam-
kvæmt lauslegri áætlun. Á hverjum
degi berast okkur kærur vegna stol-
STALGRINDAR-
HÚS
- Auðveld í uppsetningu
- Stuttur byggingartími
Sveigjanleg byggingakerfi
- Breytingar audveldar
- Stálklæðning frá Inter Profiles
- Steinullareinangrun
- SFS festingar
- C og Z langbönd frá Inter Profiles
- Ókeypis kostnaðaráætlanir
VERÐIÐ ER HAGSTÆTT
GARÐASMIÐJAN GALAX SF.
LYNGASI 15 210 GAJÍÐABÆ
SIMI 91-53511
GÆÐI TJR STÁLI
Aðkoma á innbrotsstað.
inna fjámuna í fyrirtækjum. Þjófamir
fara inn í fyritækin um hábjartan dag
og stela veskjum og fjármunum úr
yfirhöfnum starfsmanna. Síðan naga
starfsmennimir sig í handarbökin
fyrir að hafa skilið yfirhafnir og hand-
töskur eftir á glámbekk. En þarna er
ekki aðeins um að kenna kæruleysi
starfsmanna því fyrirtæki eru sjaldn-
ast nægilega varin og oftast alltof op-
in. Það er til dæmis mjög sjaldgæft að
koma í fyrirtæki þar sem starfsmenn
geta læst inni yfirhafnir sínar og verð-
mæti. Þessu þarf nauðsynlega að
breyta ef draga á úr þjófnuðum í fyrir-
tækjum um hábjartan dag,“ sagði Jón-
as Bjarnason, fulltrúi Rannsóknar-
lögreglu ríkisins.
Jónas Hallsson, hjá lögreglunni,
sagði að skipta mætti þeim sem
fremja innbrot og þjófnaði í tvo meg-
inhópa: í fyrri hópnum væra ungling-
ar á aldrinum 12 - 16 ára og í hinum
seinni væru drykkjusjúklingar og aðr-
ir vímuefnaneytendur. „Því meira
magn sem er af fíkniefnum á markað-
inum þeim mun fleiri verða þjófnaðir
og innbrot. Það er allt gert til þess að
komast yfir peninga til fíkniefna-
kaupa,“ sagði Jónas Hallsson.
„Það sorglega er að mjög margir
sem lenda í afbrotum heíja feril sinn á
því að falsa tékka. Þar af leiðandi er
mjög mikilvægt að reyna að draga úr
möguleikunum á slíku tékkamisferli.
Og það er skylda allra og þar á meðal
fyrirtækja að reyna að hindra þjófnaði
en því miður er iðulega lítið gert í
þeim málum fyrr en skaðinn er skeð-
ur óg innbrot hefur farið fram. Þá er
rokið upp til handa og fóta og reynt að
koma í veg fyrir frekari þjófnaði,"
sagði Jónas Bjarnason.
— En hvernig eiga fyrirtæki að
hindra þjófnaði og innbrot? Hvaða út-
búnaður er nauðsynlegur? Ómar
Smári Ármannsson var beðinn um að
upplýsa eigendur fyrirtækja um þau
mál.
54