Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 48
RÁÐGJÖF fyrr létu menn sér stundum nægja að gera úttektir og skrifa skýrslur, sem síðan var nokkuð óvíst hvemig fylgt yrði eftir. Með aukinni þekkingu og reynslu em gerðar meiri kröfur og við höfum lagt áherslu á að vera þátttakendur í því sem fyrirtækin em að gera. Ráðgjafinn hefur þannig færst nær fyrirtækinu og samstarfið er orðið samfelldara ognánara. Hluti starfsins felst í reglulegum viðræðum við stjómendur fyrirtækjanna og þar myndast ákveðið trúnaðartraust sem er forsenda þess að samstarfið skili tilætluðum árangri." „Við gemm okkur grein fyrir því að það er munur á því hvaða lausnir em bestar og hverjar eru raunhæfar miðað við aðstæð- ur hjá hverjum og einum," bætir Reynir Kristinsson við. „Ráðgjafinn á að finna lausn með verkkaupanum en ekki án tillits til aðstæðna hans. Breytingar hjá fyrir- tækjum koma yfirleitt ekki í stórum stökk- um heldur þróast smám saman.“ — Hvaða fyrirtæki þurfa helst á rekstr- arráðgjöf að halda? „Það er nokkuð algengur misskilningur að fyrirtæki þurfi ekki að leita sér ráðgjaf- ar fyrr en reksturinn gengur illa eða í óefni er komið. Það getur verið of seint. Ráð- gjafar eiga ekki í pokahominu neinar töfra- lausnir við öllum vanda eða til bjargar þeim sem illa em staddir. Það er eitt af einkenn- um vel rekins fyrirtækis að stjómendur þess leita sér ráðgjafar til að kanna hvemig reksturinn stendur og hvað má betur fara. Allir stjómendur fyrirtækja þurfa að þekkja sitt innra umhverfi og gera sér grein fyrir því hvaða þættir í rekstrin- um em mikilvægastir og hverjir þarfnast úrbóta. Það er öllum hollt að fá áUt þeirra sem hafa reynslu af þeim vandamálum sem íslensk fyrirtæki eiga við að glíma, þó ekki væri nema til að víkka sjóndeildar- hringinn og nýta sér þá þekkingu sem er tU staðar. Önnur skoðun, sem við rekumst stund- um á, er sú að það sé flókið og dýrt að leita til rekstrarráðgjafa. Sumum finnst þeir einnig opinbera vanmátt sinn að einhveiju leyti með því að leita ráða hjá utanaðkom- andi aðilum. Staðreyndin er hins vegar sú að fyrirtæki sem em vel rekin hafa skiln- ing á þeirri þjónustu sem rekstrarráðgjaf- ar geta veitt. Sum þau stærstu leita bæði tU innlendra og erlendra ráðgjafa sér til aðstoðar og þá með þau gömlu sannindi í huga að betur sjá augu en auga. Reyndir ráðgjafar með yfirsýn og þekkingu á starfssviði viðkomandi fyrirtækis bæta við þá þekkingu sem fyrir er í fyrirtækinu. Þessi þjónusta þarf heldur aUs ekki að vera dýr. Við höfum tekið upp þá nýbreytni sem við nefnum „ráðgjafi til viðræðna", sem er dæmi um nýjar leiðir í rekstrar- ráðgjöf." RÁÐGJAFITIL VIÐRÆÐNA — í hveiju felst það? „Það er fólgið í óformlegu samkomulagi sem fyrirtæki gera við Hagvang um ákveðna þjónustu," segir Gunnar. „Þá fær fýrirtækið til sín reyndan ráðgjafa sem tekur þátt í viðræðum stjómenda fyrir- tækisins um þau atriði sem efst em á baugi hverju sinni. Það geta verið umræður um markaðssetningu, samkeppnisstöðu, fjár- málastýringu eða hvaðeina sem stjórn- endur fyrirtækisins em að velta fyrir sér. Ráðgjafinn flytur með sér þekkingu og reynslu og sér hlutina oft frá öðmm sjón- arhóli en þeir sem em á kafi í hinum dag- lega rekstri. Þetta fyrirkomulag er fljót- legt og sveigjanlegt þar af leiðandi og ekki dýrt. Tíminn sem í slíkar viðræður fer er yfirleitt stuttur og nýtist vel, og þannig er unnt að halda kostnaði ílágmarki. Þetta er vaxandi þáttur í starfsemi Hagvangs. Við emm líka fyrstir manna til að láta við- skiptavini okkar vita ef við höldum að þjón- usta okkar komi þeim ekki að gagni af einhveijum ástæðum. Það er báðum aðil- um til hagsbóta þegar til lengdar lætur. — Önnur nýbreytni? „Við höfum tekið upp aðra nýbreytni sem mætti kalla skyndiskoðun og felst í reglulegum athugunum á öllum stjómun- ar- og rekstrarþáttum viðkomandi fyrir- tækis. Þessu mætti líkja við vetrarskoðun bifreiða. í okkar niðurstöðum kemur fram greining á stöðu fyrirtækisins og ábend- ingar um það sem betur mætti, fara og viðeigandi ráðstafanir. Með reglulegum HJÓLBARÐAVERKSTÆÐIÐ tj) Gúmmfkarlarnir Borgartúni 36 Sími 688220 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.