Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Síða 25

Frjáls verslun - 01.08.1988, Síða 25
 PENINGAMAL ERU HEIMILIN AÐ HJETTA AÐ SPARA? I í i I I ; Greinarhöfundur, Ólafur Örn Ingólfsson, er viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands með framhaldsmenntun í hagfræði frá Uppsalaháskóla íSvípjóð. Ólafur er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbanka Islands. Mikið hefur verið rætt og ritað á undanförnum árum um þjóð- hagslegt mikilvægi sparnaðar. Brugðið hefur verið upp ógn- vekjandi staðreyndum um af- leiðingar óðaverðbólgu og nei- kvæðra raunvaxta á síðasta ára- tug á innlán í bankakerfinu og fjármagnsmarkaðinn í heild. Engum blöðum er um það að fletta að vaxtastefna undanfar- inna ára ásamt verðtryggingu hefur stuðlað að vaxandi pen- ingalegum sparnaði, þ.e. aukn- um peningalegum eignum. Að undanförnu hefur umræðan hinsvegar snúist um að lækka raunvexti og skattleggja sparn- að þótt jafnframt sé almenning- ur fullvissaður um að ekki sé ætlunin að skattleggja almenn- an sparnað, hvað svo sem það þýðir. Samtímis hefur það verið forgangsverkefni að draga úr þenslu og umframeftirspurn. í þessari grein verður gerð tilraun til að meta hvort spamaður heimil- anna í víðari skilningi hafi í raun auk- ist. Athugun þessi virðist benda til þess að þegar lánakerfið er skoðað í heild séu heimilin hreinir lántakendur eða a.m.k. ekki sú uppspretta spam- aðar sem almennt er haldið fram. Það er að segja að skuldaaukning heimil- anna sé meiri en aukning peninga- legra eigna þeirra. Sé þessi niður- staða á rökum reist er það mikilvægt veganesti fyrir stjórnvöld í mótun efnahagsstefriu næstu ára. Þessi niðurstaða er í samræmi við þróun spamaðar margra landa í kring- um okkur, þar sem sparnaðarkvóti heimilanna hefur farið lækkandi og er jafnvel orðinn neikvæður sumstaðar. Hafa stjómvöld þessara landa auðvit- að af þessu verulegar áhyggjur. Grip- ið er til ýmissa ráða til að örva spam- að og draga úr ásókn einstaklinga í lánsfé. Miklar rannsóknir fara fram til að leita skýringa á þessari þróun. Nefndar hafa verið skýringar á minnkandi sparnaði eins og aukið fé- lagslegt öryggi sem valdi því að fólk þurfi ekki í jafn ríkum mæli og áður að spara til elliáranna eða til menntunar barna. Þá hefur verið nefnt að aukin óvissa vegna verðbólguvæntinga hafi valdið því að sparifjáreigendur varð- veiti spamað sinn í auknum mæli í eignum sem talið er að haldi verðgildi sínu í verðbólgu eins og t.d. í fast- eignum. Sparnaður er í eðli sínu flæðistærð þ.e. breyting á hreinni eign milli tveggja tímapunkta. Ef við ímyndum okkur að við gætum skyggnst inn í reikninga flölskyldu þá hefur hún ein- hverjar ákveðnar ráðstöfunartekjur á ári. Stærstur hluti þessara tekna fer í neyslu. Afgangur tekna, ef einhver er, fer til sparnaðar, annaðhvort sem innstæða á bankareikningum, til kaupa á verðbréfum eða sem endur- greiðsla lána fyrri ára. Reynist neysla og útgjöld vegna fjárfestinga meiri en sem nemur tekjum er mismunur brúaður með því að taka ný lán eða ganga á sparnað fyrri ára. í þjóðhags- reikningum má einnig nálgast hreinan sparnað sem mismun þjóðartekna og neyslu, þ.e. bæði einkaneyslu og samneyslu. Það er einmitt sú staðreynd sem blasir við íslensku efnahagslífi að við 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.