Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.01.1989, Blaðsíða 36
AFMÆLI í anda stríðs og hernumins lands auglýsti Parker umboðið á Islandi árið 1944 — á ensku! Þar er hinu ágæta skriffæri Iíkt við skriðdreka. hagsmunasamtök allra verslunar- manna, kaupmanna jafnt sem þeirra er stóðu innanbúðar við afgreiðslu. Þetta kemur vel fram í efni fyrstu blaðanna og einnig í orðum ritstjóra er hann fylgir 1. tölublaði úr hlaði: „Gert er ráð fyrir að Frjáls verslun ræði málefni verslunarstéttarinnar frá öllum hliðum. Það mun birta grein- ar um pólitísk málefni er varða versl- un og viðskipti og ræða afstöðu stjórnarvaldanna og ráðstafanir þeirra í málefnum stéttarinnar. Fræðirit á það einnig að verða í ýms- um greinum, og mun flytja fræðandi kafla um vörusölu, skrifstofutækni, bréfaskriftir, auglýsingar, útstilling- ar, vörulýsingar og annað, sem versl- unarmenn varðar og þeim er nauð- synlegt að vita, er við verslun fást. Það mun einnig flytja erlend tíðindi um verslun og fjármál svo að lesendur þess geti fylgst með því markverð- asta er gerist á sviði viðskiptanna meðal annarra þjóða.“ I lokin segir ritstjórinn: „Frjáls verslun er það sem þjóðin þarfnast nú mest, en ekki klafabundin verslun, mýld og tjóðruð með höftum, reglugerðum, einkasöl- óstjórn." Hér var gefinn ónn sem lengi eimdi af á síðum blaðsins. Skriffinnar þess börðust með oddi og egg gegn for- sjármönnum landsstjómarinnar á þessum árum og þar urðu einkum að skotspóni forystumenn Framsóknar- flokksins og ritstjórar Tímans. Sakaði Frjáls verslun þá um að hygla sam- vinnuversluninni á kostnað annarra viðskipta en á móti komu ásakanir á hendur tímaritinu fyrir að vera mál- gagn fjárplógsmanna og braskara. Dæmi um hörkuna í þessum skoðana- skiptum koma vel fram íleiðara 9. tbl. Frjálsrar verslunar árið 1939: „f síðasta blaði var gert að um- ræðuefni hverjar hafi verið bardaga- aðferðir Framsóknarflokksins gegn verslunarstéttinni síðustu árin. Róg- urinn takmarkalaus, svívirðingarnar Halldór Pétursson listmálari setti svip á Frjálsa verslun framan af. Lengi birtust eftir hann skopmyndir af þekktum kaupsýslumönnum og þessi er af Erlendi Ó. Péturssyni. ófyrirleitnar og meðulin ódrengileg. Hinn pólitíski aðili samvinnustefnunn- ar hér á landi hefir reynt að sannfæra þjóðina um það, að kaupmannastéttin hafi engan tilverurétt enda veljist þangað úrhrök mannfélagsins, brask- arar, óreiðumenn og samviskulausir fjárplógsmenn. Þeim verður ekki brugðið um feimni, sem þannig tala um keppinauta sína til þess að koma þeim á kné. En þrátt fyrir einlægan vilja, góða hæfileika og heppilegt upp- lag til að svívirða verslunarstéttina í hvívetna, hefir vopnið reynst bitlaust í höndum hinna pólitísku samvinnu- manna. Þeir hafa tapað. Þjóðin fyrir- lítur bardaga-aðferð þeirra og hina takmarkalausu sérhagsmunastreitu.“ FYRSTA AUGLÝSINGIN Það er greinilegt á fyrsta árgangi Frjálsrar verslunar að þar fór saman metnaðarfull útgáfa og greinilegur vilji til að gera enn betur. Undirtektir áskrifenda og auglýsenda voru að sama skapi góðar enda var ritið rekið með hagnaði fyrstu 10 mánuðina. Auglýsingar setja skemmtilegan svip á blaðið og þekja 15 af 34 síðum fyrsta tölublaðsins. Mest voru það hvers konar innflytjendur sem auglýstu en langflestir smásalar landsins keyptu blaðið á þessum tíma og það því kjör- inn auglýsingamiðill. Fyrsta auglýs- ingin var frá 0. Johnson & Kaaber og næstu árin birtust margar slíkar sem minntu á hinn landsfræga og hress- andi kaffisopa. HANDBRAGÐ HALLDÓRS PÉTURSSONAR Sá sem átti drýgstan þátt í útliti Frjálsrar verslunar fyrstu árin var Halldór Pétursson auglýsingateiknari og listmálari. Hannaði hann fyrsta „haus“ blaðsins og var hann notaður allt fram á mitt ár 1955, enda afar vel gerður eins og Halldórs var von og vísa. Ennfremur teiknaði hann mikið í blaðið, bæði mannamyndir og yfir- skriftir fastra dálka. Ef gefa á fyrsta árgangi Frjálsrar EINAR ASMUNDSSON, hrl : 0NNUK Hvernig sósíalisminn varO til: — o n e i n Karl lHaraz Frjáls verslun var málgagn Verslun- armannafélags Reykjavíkur fyrstu áratugina og var m.a. skrifað um til- urð sósíalismans og ævi Karls Marx rakin. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.