Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.01.1989, Blaðsíða 12
FRETTIR JÚLÍUS BREYTIR TIL TIL KEPPINAUTAR SMÁRAHVAMMUR: SAMIÐ VIÐ HAGVIRKI Föstudaginn 23. des- ember sl. undirrituðu Magnús Hreggviðsson stjórnarformaður Frjáls framtaks hf. og Jóhann Bergþórsson forstjóri Hagvirkis hf. samning um gatnagerð í Smára- hvammslandi í Kópavogi. Sem kunnugt er hafði Frjálst framtak hf. samið við Kópavogsbæ um að annast alla gatnagerð í þeim hluta Smára- hvammslands sem Frjálst framtak hf. keypti en það er um 17.5 hektara landssvæði. Að auki var samið um að Frjálst fram- tak hf. annaðist lagningu þriggja megingatna á svæðinu. Með samningi Frjálst framtaks hf. og Hagvirkis hf. tekur Hagvirki gatna- gerðina að sér. Hagvirki mun sjá um meginhluta hönnunar gatnakerfisins eftir þeim skipulagsupp- dráttum sem liggja fyrir. Fyrirtækið mun sjá um holræsagerð, gatnagerð og lagningu malbiks á götur en stefnt er að því að meginhluta gatna- gerðarframkvæmda verði lokið áður en bygginga- starfsemi hefst á svæð- inu, götur verði malbik- aðar, búið að sá í væntan- lega grasfleti og gera allt svæðið snyrtilegt og að- gengilegt. Samningur Frjáls framtaks og Hagvirkis er frysti alverktakasamn- ingur um gatnagerð af þessu tagi, þ.e. sami verktakinn tekur að sér að annast alla þætti fram- kvæmdanna ásamt hönn- un. Þetta mun einnig vera stærsti samningur við verktaka um gatna- gerð, sem hingað til hefur verið gerður hérlendis. Samkvæmt verksamn- ingum á meginhluta gatnagerðarinnar að vera lokið á árinu 1989 og mal- bikun gatna og frágangi á árinu 1990. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar samningur- inn var undirritaður. Standandi frá vinstri: Svavar Skúlason og Gísli G. Friðjónsson frá Hag- virki, Stanley Pálsson verkfræðingur og Hall- grímur Tómas Ragnars- son frá Frjálsu framtaki. Sitjandi: Jóhann G. Bergþórsson og Magnús Hreggviðsson. Júlíus. Júlíus Hafstein, borgar- fulltrúi Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er hættur rekstri heildverslunar sinnar eftir 15 ár. Júlíus hefur rekið Snorra hf. sem einkum hefur fengist við hvers konar innflutning á hjúkrunarvörum og al- hliða búnaði og rekstrar- vörum sjúkrahúsa. Þekktasta umboð Snorra hf. á þessu sviði hefur verið fyrir LIC í Svíþjóð sem er meðal þeirra öfl- ugustu á þessu sviði á Norðurlöndum. Nú í janúarmánuði var gengið frá kaupum O. Johnson & Kaaber hf. á rekstri Snorra hf. og yfir- töku umboða en fyrirtæk- ið hefur að baki áratuga hefð á þessu sviði. Júlíus tjáði Frjálsri verslun að hann hefði talið tíma til kominn að breyta til eftir 15 ár í þessum inn- flutningi en hann mun samt áfram eiga Snorra hf. þótt hann láti af þessum rekstri. Hann mun sinna áfram ýmsum verkefnum og viðskiptum til viðbótar við margháttuð störf á vettvangi borgarmálefna, en Júlíus er m.a. formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, Umhverfis- málaráðs Reykjavíkur og F erðamálanefndar Pétur W. Kristjánsson tók um áramótin við starfi útgáfu- og markað- sstjóra hjá Skífunni hf. en hann kemur úr svipuðu starfi hjá helsta keppina- ut Skífunnar hf. sem er Steinar hf. Pétur hefur starfað á tíunda ár hjá Steinum hf. og er einn af eigendum þess fyrirtækis. Hlutur hans, sem er um 12% af fyrirtækinu, er nú til sölu. Steinar Berg Isleifs- son er aðaleigandi Steina hf. og Jónatan Garðar- sson er einnig meðal hluthafa. Pétur Kristjánsson tekur við af nafna sínum Pétri Steini Guðmunds- syni sem hverfur nú til sinna fyrri starfa hjá Bylgjunni. Hjá Skífunni hf. hefur einnig verið ráðinn nýr fjármálastjóri. Hann heitir Pálmi B. Almars- son, 32ja ára Samvinnu- skólamaður, sem áður var skrifstofustjóri hjá Velti hf. Forstjóri og aðaleig- andi Skífunnar hf. er Jón Ólafsson. Pétur. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.