Frjáls verslun - 01.01.1989, Qupperneq 12
FRETTIR
JÚLÍUS BREYTIR TIL
TIL KEPPINAUTAR
SMÁRAHVAMMUR:
SAMIÐ VIÐ HAGVIRKI
Föstudaginn 23. des-
ember sl. undirrituðu
Magnús Hreggviðsson
stjórnarformaður Frjáls
framtaks hf. og Jóhann
Bergþórsson forstjóri
Hagvirkis hf. samning
um gatnagerð í Smára-
hvammslandi í Kópavogi.
Sem kunnugt er hafði
Frjálst framtak hf. samið
við Kópavogsbæ um að
annast alla gatnagerð í
þeim hluta Smára-
hvammslands sem
Frjálst framtak hf. keypti
en það er um 17.5 hektara
landssvæði. Að auki var
samið um að Frjálst fram-
tak hf. annaðist lagningu
þriggja megingatna á
svæðinu.
Með samningi Frjálst
framtaks hf. og Hagvirkis
hf. tekur Hagvirki gatna-
gerðina að sér. Hagvirki
mun sjá um meginhluta
hönnunar gatnakerfisins
eftir þeim skipulagsupp-
dráttum sem liggja fyrir.
Fyrirtækið mun sjá um
holræsagerð, gatnagerð
og lagningu malbiks á
götur en stefnt er að því
að meginhluta gatna-
gerðarframkvæmda verði
lokið áður en bygginga-
starfsemi hefst á svæð-
inu, götur verði malbik-
aðar, búið að sá í væntan-
lega grasfleti og gera allt
svæðið snyrtilegt og að-
gengilegt.
Samningur Frjáls
framtaks og Hagvirkis er
frysti alverktakasamn-
ingur um gatnagerð af
þessu tagi, þ.e. sami
verktakinn tekur að sér
að annast alla þætti fram-
kvæmdanna ásamt hönn-
un. Þetta mun einnig
vera stærsti samningur
við verktaka um gatna-
gerð, sem hingað til hefur
verið gerður hérlendis.
Samkvæmt verksamn-
ingum á meginhluta
gatnagerðarinnar að vera
lokið á árinu 1989 og mal-
bikun gatna og frágangi á
árinu 1990.
Meðfylgjandi mynd var
tekin þegar samningur-
inn var undirritaður.
Standandi frá vinstri:
Svavar Skúlason og Gísli
G. Friðjónsson frá Hag-
virki, Stanley Pálsson
verkfræðingur og Hall-
grímur Tómas Ragnars-
son frá Frjálsu framtaki.
Sitjandi: Jóhann G.
Bergþórsson og Magnús
Hreggviðsson.
Júlíus.
Júlíus Hafstein, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðismanna
í Reykjavík, er hættur
rekstri heildverslunar
sinnar eftir 15 ár.
Júlíus hefur rekið
Snorra hf. sem einkum
hefur fengist við hvers
konar innflutning á
hjúkrunarvörum og al-
hliða búnaði og rekstrar-
vörum sjúkrahúsa.
Þekktasta umboð Snorra
hf. á þessu sviði hefur
verið fyrir LIC í Svíþjóð
sem er meðal þeirra öfl-
ugustu á þessu sviði á
Norðurlöndum.
Nú í janúarmánuði var
gengið frá kaupum
O. Johnson & Kaaber hf. á
rekstri Snorra hf. og yfir-
töku umboða en fyrirtæk-
ið hefur að baki áratuga
hefð á þessu sviði.
Júlíus tjáði Frjálsri
verslun að hann hefði talið
tíma til kominn að breyta
til eftir 15 ár í þessum inn-
flutningi en hann mun
samt áfram eiga Snorra hf.
þótt hann láti af þessum
rekstri. Hann mun sinna
áfram ýmsum verkefnum
og viðskiptum til viðbótar
við margháttuð störf á
vettvangi borgarmálefna,
en Júlíus er m.a. formaður
íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur, Umhverfis-
málaráðs Reykjavíkur og
F erðamálanefndar
Pétur W. Kristjánsson
tók um áramótin við
starfi útgáfu- og markað-
sstjóra hjá Skífunni hf. en
hann kemur úr svipuðu
starfi hjá helsta keppina-
ut Skífunnar hf. sem er
Steinar hf.
Pétur hefur starfað á
tíunda ár hjá Steinum hf.
og er einn af eigendum
þess fyrirtækis. Hlutur
hans, sem er um 12% af
fyrirtækinu, er nú til
sölu. Steinar Berg Isleifs-
son er aðaleigandi Steina
hf. og Jónatan Garðar-
sson er einnig meðal
hluthafa.
Pétur Kristjánsson
tekur við af nafna sínum
Pétri Steini Guðmunds-
syni sem hverfur nú til
sinna fyrri starfa hjá
Bylgjunni.
Hjá Skífunni hf. hefur
einnig verið ráðinn nýr
fjármálastjóri. Hann
heitir Pálmi B. Almars-
son, 32ja ára Samvinnu-
skólamaður, sem áður
var skrifstofustjóri hjá
Velti hf.
Forstjóri og aðaleig-
andi Skífunnar hf. er Jón
Ólafsson.
Pétur.
12