Frjáls verslun - 01.01.1989, Blaðsíða 9
FRETTIR
HERLUF BRYNIR KLÆRNAR
í 5. tbl. Frjálsrar versl-
unar frá sl. hausti var birt
mat blaðsins á því hverjir
væru 10 ríkustu menn
landsins.
Herluf Clausen heild-
sali var talinn í þriðja
sæti. Hrein eign hans var
að mati blaðsins talin
nema 1000 milljónum
króna. I umfjöllun um
Herluf var sagt að starf-
semi hans fælist m.a. í
kaupum á víxlum og
skuldabréfum með afföll-
um og innleysingu á vör-
um fyrir verslanir. Avöxt-
un hans var talin ótrúlega
mikil en skakkaföll voru
einnig talin mikil.
Um ítök hans sagði:
„Telja má að hann eigi
fjárhagsleg ítök í fjórð-
ungi eða jafnvel þriðjungi
verslana við allan Lauga-
veginn og jafnvel víðar.“
Ilerluf Clausen.
Nú berast fregnir af því
að Herluf hafi orðið að
grípa til harðari inn-
heimtuaðgerða en áður,
eins og reyndar mun vera
algengt hjá þeim sem
eiga fé útistandandi um
þessar mundir.
Þá vakti athygli að
Herluf yfirtók þann 17.
desember þekkta sér-
vöruverslun við Lauga-
veginn sem mun hafa
skuldað honum mikið fé.
Verslun þessa rak hann
til jóla en seldi hana svo
milli jóla og nýárs. Þarna
var bæði um að ræða fast-
eign, vörubirgðir og
rekstur verslunarinnar.
Sagt er að mikill
skjálfti hafi farið um búð-
areigendur upp og niður
Laugaveginn við þessi
tíðindi því þarna mun
hafa verið gengið harðar
fram í innheimtu en jafn-
an áður, en Herluf hefur
haft á sér orð fyrir að vera
laginn að leysa mál við-
skiptavina sinna án þess
að taka af þeim fyrirtæk-
EFTIR SAMEININGU:
SJOVA 75% — ALMENNAR 25%
í fréttabréfi Verðbréfa-
markaðar Iðnaðarbank-
OLIS:
TAPAR 27 MILUONUM
Heldur hljótt hefur
verið um gjaldþrot Sjó-
leiða hf. en flutningaskip
félagsins, Saga I, var
kyrrsett erlendis um mitt
ár 1987. Öðrum eignum
mun vart vera til að dreifa
hjá þrotabúinu. Reyndar
er skipið ekki til ráðstöf-
unar vegna kyrrsetning-
arinnar erlendis.
Ragnar Hall skiptaráð-
andi í Reykjavík hefur
haft þrotabú Sjóleiða hf.
til meðferðar frá því í júlí
1987 en engin niðurstaða
hefur fengist enn sem
koinið er.
Þótt minni hávaði hafi
verið út af þessu gjald-
þroti en mörgum öðrum
munu engu að síður ýms-
ir aðilar tapa gífurlegum
fjárhæðum vegna gjald-
þrots Sjóleiða hf.
Fyrir liggur að Olís hf.
þarf að afskrifa 27 mill-
jónir króna í lok ársins
1988 vegna þessa máls.
Það er mun hærri upphæð
en heildarhagnaður Olís
hf. var á árinu 1987.
Meðal annarra sem
verða fyrir tilfinnanlegu
tjóni vegna gjaldþrots
Sjóleiða hf. eru:
Almennar Tryggingar
hf, Landsbankinn, Spari-
sjóður Hafnarfjarðar,
Stálvík, S.Í.S., Toll-
stjóraembættið og Gjald-
heimtan í Reykjavík.
ans í janúar er upplýst að
markaðsvirði Sjóvá sé
metið á 315 milljónir
/
ff
fl
ff
ff
ff
■»h
■
■ K
,BB.iiycuivivjimi i!
Sjóvá.
króna en markaðsvirði
Almennra trygginga sé
metið á 67 milljónir. Alls
var því markaðsvirði
þeirra metið á 382
millj.kr. Samkvæmt því
yrði hlutur Almennra
trygginga í hinu samein-
aða tryggingarfélagi ein-
ungis 17.5%.
Á hluthafafundi í Al-
mennum tryggingum í
desember var ákveðið að
bjóða út nýtt hlutafé að
nafnvirði 31 milljón
króna og skyldi sölugengi
þess vera 1.20. Sam-
kvæmt þessu ætti endur-
metin eiginfjárstaða Al-
mennra trygginga að auk-
ast úr fyrrnefndum 67
milljónum í 104 millj. kr.
Þannig mun hlutur
hluthafa Almennra trygg-
inga í nýja félaginu nema
um 25% á móti 75% eign-
arhluta hluthafa Sjóvá.
Fram hefur komið að
stjórn nýja félagsins
verður skipuð 5 mönnum
frá Sjóvá en 2 frá Almenn-
um tryggingum.
9