Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.01.1989, Blaðsíða 51
Hluti starfsfólks hjá Prentstofu G. Benediktssonar sem kemur nálægt vinnslu Frjálsrar verslunar. Endurreisnarstarfið tókst mjög vel því hálfu öðru ári síðar kemur fram í leiðara ritstjóra að verulegt tap á rekstrinum hafi snúist upp í hagnað. Um leið og undirstöðumar höfðu verið styrktar var hafist handa um frekari uppbyggingu. Sighvatur Blöndahl var ráðinn ritstjóri Frjálsrar verslunar ffá áramótum 1984. VIÐTÖL VIÐ STÓRLAXA Allmörgum árum áður hafði Frjáls verslun tekið upp þann sið að birta viðtöl við athafnamenn í íslensku við- skiptalífi og raunar einnig þá sem höfðu skarað fram úr á erlendum vettvangi. Þessu var haldið áfram af fullum krafti og má segja að samtíðar- mannaviðtölin hafi sett mestan svip á blaðið. Sérstaklega vöktu athygli við- töl við útlendingana og má í því sambandi nefna Jan Carlson forstjóra SAS, Per Gyllenhammer for- stjóra Volvo sam- steypunnar og Dr. Dietrich Ernst forstjóra Alusuisse. Þessi viðtöl eru til vitnis um metnað útgefenda og ritstjómar blaðsins en einnig sýna þau áhuga þeirra á auknum upplýsingum um rekstur fyrirtækja og með hvaða hætti megi hafa þar áhrif á. A hinn bóginn minnkaði verulega fréttatengt efni og landsbyggðarheimsóknir. Blaðið varð um leið fræðilegra að vissu leyti og lögð var meiri áhersla á upphaflegu markmiðin með útgáf- unni, þ.e. að vera umræðuvettvan- gur um verslun og viðskipti hvers konar. BLAÐIÐ BREYTIR UM EÐLI Kjartan Stefánsson fyrrum blaða- fulltrúi Verslunarráðsins var ráðinn ritstjóri Frjálsrar verslunar í ársbyrj- un 1986 og undir hans stjórn hélt blað- ið áfram að eflast. Meginumskiptin urðu þó síðla árs 1988 er tímaritin Iðnaðarblaðið, sem Kjartan hafði einnig ritstýrt og Viðskipta- og tölvu- blaðið sem Leó M. Jónsson sá um, voru sameinuð Frjálsri verslun. Um leið voru nýir efnisþættir teknir inn í blaðið og veruleg eðlisbreyting varð á efni. Um aðdraganda þessarar samein- ingar segir í bréfi frá útgefanda í 5. tbl 1988: „Sú hagræðing sem verður við sameininguna gerir það kleift að gefa út stærra og betra tímarit en áður og við væntum þess að lesendur muni hagnast á þessum breytingum fyrst og fremst. - Meginefni Frjálsrar verslunar verður viðskipti, tölvur og iðnaður. Blaðið höfðar fyrst og fremst til stjórnenda hvarvetna í atvinnulíf- inu.“ Óhætt er að segja að nýjar efn- isáherslur og stórbætt útlit Frjálsrar verslunar hafi mælst vel fyrir. Lit- notkun í auknum mæli hefur laðað að fleiri auglýsendur en áður og áhugi áskrifenda hefur jafnframt farið vax- andi. Gera útgefendur og ritstjórn undir forystu Helga Magnússonar viðskiptafræðings og löggilts endurs- koðanda, sem tók við blaðinu í lok ársins, sér vonir um að með þríeflingu Frjálsrar verslunar verði hún öflugri fjölmiðill en nokkru sinni fyrr. Sagan ein mun dæma um hvort þær vonir rætast. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.