Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.01.1989, Blaðsíða 24
OPINBER REKSTUR Miklar breytingar urðu á starfsemi Rík- isendurskoðunar eftir að stofnunin heyrði undir Alþingi. og stjórnun metin og reynt að komast fyrir þá hnökra sem á starfmu eru. Hér er því um að ræða það sem nefn- ist “performance auditing“ á ensku og víða er lögð áhersla á í stjórnsýslu. Niðurstöður eru gefnar út í skýrslu sem telst opinbert gagn. A undanförnum árum hefur Ríkis- endurskoðun framkvæmt stjórn- sýsluendurskoðun hjá nokkrum stofnunum og má þar nefna Orku- stofnun og Þjóðleikhúsið. A síðasta ári var eitt ríkisfyrirtæki, Ríkisútvar- pið, tekið til slíkrar meðferðar. í nið- urstöðum skýrslu um RÚV var m.a. lögð áhersla á bætta fjármálastjórn- un, virkari yfirstjóm og skýrari reglur um ýmislegt er varðar starfsmanna- hald og eftirlit. Af þessu sést e.t.v. best að hverju stjómsýsluendurskoð- unin beinist og að hvaða leyti hún er frábrugðin hreinni fjárhagsendur- skoðun. FRAMKVÆMD FJÁRLAGA Að lokum skal nefnd sú vinna Ríkisendurskoðunar sem lýtur að því að fylgjast með framkvæmd fjárlága fyrir hönd Alþingis. Þetta er nýlunda í starfi stofnunarinnar. Vinnan fer þannig fram að fylgst er með greiðslum úr ríkissjóði eftir ákveðið tímabil á fjárlagaárinu, t.d. eftir fyrstu þrjá eða fyrstu sex mánuði ársins og þær bornar saman við það sem fjárlögin gerðu ráð fyrir. Oft er kannaður sérstaklega tiltek- inn þáttur útgjaldanna og skýringa leitað á honum. Lesendur rekur kannski minni til þess er deilur voru uppi sl. sumar á milli fjármálaráðu- neytisins og Ríkisendurskoðunar um starfsmannahald ríkisins. Þar bar töl- um ekki saman og er það dæmi um nokkuð sem óhugsandi hefði verið fyrir fáeinum árum, þegar Ríkisend- urskoðun var undirstofnun fjármála- ráðuneytisins. A svipuðum tíma voru á milli þessara aðila skiptar skoðanir um umfang fjárlagahallans. Aður fyrr hefðu þessar tvær stofnanir komist að sameiginlegri niðurstöðu fundið einhverja tölu, í stað þess að takast á um staðreyndimar. Ekki eru fastmótaðar reglur um hversu oft könnun sem þessi fer fram, en líklegast er að í framtíðninni komi út skýrslur þrisvar á ári um framkvæmd íjárlaga. Reyndar geta alþingismenn, með fulltingi forseta Alþingis, hvenær sem er beðið Ríkis- endurskoðun að kanna stöðu ríkis- sjóðs og framkvæmd fjárlaga sérstak- lega. Það gerðist einmitt í haust, þegar tölum Ríkisendurskoðunar og fjármálaráðuneytis um fjárlagahallann bar ekki saman. Af samtölum við starfsmenn Ríkis- endurskoðunar má ráða að þar fara varfærnir menn og vandvirkir um störf sín. Andrúmsloft innan stofnun- arinnar er vingjarnlegt og rólegt og fjarri þeirri ímynd Ríkisendurskoðun- ar að hún sé hálfgerð lögreglustofnun og svipa yfir höfðum opinberra starfs- manna. Hitt er þó jafn ljóst að stofnunin veitir umtalsvert aðhald þeim sem með opinbera ijármuni sýsla. Þetta á ekki eingöngu við um þær stofnanir sem hún skoðar hverju sinni, heldur ríkiskerfið í heild sinni, sem er farið að skynja að Ríkisendurskoðun hyggst sinna starfi sínu af kostgæfni. Stofnunin hefur orð á sér fyrir vandvirkni og traust vinnubrögð. Skýrslur eru ritaðar af hógværð en festu. Þar er látið nægja að lýsa stað- festum staðreyndum og benda á hvað megi betur fara. Framsetning er skýr og orðalagið kurteislegt, en skýrsl- urnar yfirleitt lausar við kansellístílinn sem oft einkennir skýrslugerð á veg- um hins opinbera. Endurreisn Ríkisendurskoðunar færir Alþingi einnig aukin völd í hend- ur. Sjálfstæð upplýsingasöfnun og eftirlit styrkir stöðu löggjafans í sam- skiptum við framkvæmdavaldið, “embættismannaveldið" sem sumir þingmenn hafa nefnt svo. Það var enda einn tilgangur nýrra laga um Ríkisendurskoðun, að auka þá þekk- ingu og sérfræðiaðstoð sem alþingis- menn geta haft aðgang að við vinnu sína. Eflaust munu þeir nýta sér þessa aðstöðu meira þegar fram í sækir og ljósara verður hvaða þjón- usta og möguleikar bjóðast þeim með störfum Ríkisendurskoðunar. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.