Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 24

Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 24
OPINBER REKSTUR Miklar breytingar urðu á starfsemi Rík- isendurskoðunar eftir að stofnunin heyrði undir Alþingi. og stjórnun metin og reynt að komast fyrir þá hnökra sem á starfmu eru. Hér er því um að ræða það sem nefn- ist “performance auditing“ á ensku og víða er lögð áhersla á í stjórnsýslu. Niðurstöður eru gefnar út í skýrslu sem telst opinbert gagn. A undanförnum árum hefur Ríkis- endurskoðun framkvæmt stjórn- sýsluendurskoðun hjá nokkrum stofnunum og má þar nefna Orku- stofnun og Þjóðleikhúsið. A síðasta ári var eitt ríkisfyrirtæki, Ríkisútvar- pið, tekið til slíkrar meðferðar. í nið- urstöðum skýrslu um RÚV var m.a. lögð áhersla á bætta fjármálastjórn- un, virkari yfirstjóm og skýrari reglur um ýmislegt er varðar starfsmanna- hald og eftirlit. Af þessu sést e.t.v. best að hverju stjómsýsluendurskoð- unin beinist og að hvaða leyti hún er frábrugðin hreinni fjárhagsendur- skoðun. FRAMKVÆMD FJÁRLAGA Að lokum skal nefnd sú vinna Ríkisendurskoðunar sem lýtur að því að fylgjast með framkvæmd fjárlága fyrir hönd Alþingis. Þetta er nýlunda í starfi stofnunarinnar. Vinnan fer þannig fram að fylgst er með greiðslum úr ríkissjóði eftir ákveðið tímabil á fjárlagaárinu, t.d. eftir fyrstu þrjá eða fyrstu sex mánuði ársins og þær bornar saman við það sem fjárlögin gerðu ráð fyrir. Oft er kannaður sérstaklega tiltek- inn þáttur útgjaldanna og skýringa leitað á honum. Lesendur rekur kannski minni til þess er deilur voru uppi sl. sumar á milli fjármálaráðu- neytisins og Ríkisendurskoðunar um starfsmannahald ríkisins. Þar bar töl- um ekki saman og er það dæmi um nokkuð sem óhugsandi hefði verið fyrir fáeinum árum, þegar Ríkisend- urskoðun var undirstofnun fjármála- ráðuneytisins. A svipuðum tíma voru á milli þessara aðila skiptar skoðanir um umfang fjárlagahallans. Aður fyrr hefðu þessar tvær stofnanir komist að sameiginlegri niðurstöðu fundið einhverja tölu, í stað þess að takast á um staðreyndimar. Ekki eru fastmótaðar reglur um hversu oft könnun sem þessi fer fram, en líklegast er að í framtíðninni komi út skýrslur þrisvar á ári um framkvæmd íjárlaga. Reyndar geta alþingismenn, með fulltingi forseta Alþingis, hvenær sem er beðið Ríkis- endurskoðun að kanna stöðu ríkis- sjóðs og framkvæmd fjárlaga sérstak- lega. Það gerðist einmitt í haust, þegar tölum Ríkisendurskoðunar og fjármálaráðuneytis um fjárlagahallann bar ekki saman. Af samtölum við starfsmenn Ríkis- endurskoðunar má ráða að þar fara varfærnir menn og vandvirkir um störf sín. Andrúmsloft innan stofnun- arinnar er vingjarnlegt og rólegt og fjarri þeirri ímynd Ríkisendurskoðun- ar að hún sé hálfgerð lögreglustofnun og svipa yfir höfðum opinberra starfs- manna. Hitt er þó jafn ljóst að stofnunin veitir umtalsvert aðhald þeim sem með opinbera ijármuni sýsla. Þetta á ekki eingöngu við um þær stofnanir sem hún skoðar hverju sinni, heldur ríkiskerfið í heild sinni, sem er farið að skynja að Ríkisendurskoðun hyggst sinna starfi sínu af kostgæfni. Stofnunin hefur orð á sér fyrir vandvirkni og traust vinnubrögð. Skýrslur eru ritaðar af hógværð en festu. Þar er látið nægja að lýsa stað- festum staðreyndum og benda á hvað megi betur fara. Framsetning er skýr og orðalagið kurteislegt, en skýrsl- urnar yfirleitt lausar við kansellístílinn sem oft einkennir skýrslugerð á veg- um hins opinbera. Endurreisn Ríkisendurskoðunar færir Alþingi einnig aukin völd í hend- ur. Sjálfstæð upplýsingasöfnun og eftirlit styrkir stöðu löggjafans í sam- skiptum við framkvæmdavaldið, “embættismannaveldið" sem sumir þingmenn hafa nefnt svo. Það var enda einn tilgangur nýrra laga um Ríkisendurskoðun, að auka þá þekk- ingu og sérfræðiaðstoð sem alþingis- menn geta haft aðgang að við vinnu sína. Eflaust munu þeir nýta sér þessa aðstöðu meira þegar fram í sækir og ljósara verður hvaða þjón- usta og möguleikar bjóðast þeim með störfum Ríkisendurskoðunar. 24

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.