Frjáls verslun - 01.01.1989, Blaðsíða 32
A VETTVANGI
MENN ÁRSINS1988 í ÍSLENSKU VIÐSKIPTALÍFI:
AFHENDING VIÐURKENNINGARSKIALA
munn ÁKSINS l‘)»»
I VIDSKHMAIJflNl' A ISI.ANDI
n Tim 1
C~'.rTTT~~r
MIÍNN ÁKSINS 1988
1 |( )l I ANN l< 1 sk;ikv(.< , 1III (. \s< >N i
Menn ársins 1988 í viðskiptalífinu á íslandi, Sigtryggur Helgason og Jóhann Jóhannsson.
Eins og kunnugt er af fréttum
völdu Frjáls verslun og Stöð 2
menn ársins 1988 í viðskiptalíf-
inu á Islandi í kvöldverðarboði á
Hótel Sögu þann 28. desember
sl.
Meðal gesta voru Jón Sigurðsson
viðskiptaráðherra og Davíð Oddson
borgarstjóri.
Magnús Hreggviðsson formaður
dómnefndar lýsti kjörinu og sagði þá
m.a.:
„Þetta er í fyrsta skipti sem fjöl-
miðlar velja menn ársins í viðskiptum
hérlendis en víða erlendis er þekkt að
þeir sem þótt hafa náð frábærum ár-
angri í viðskiptum séu heiðraðir“.
Magnús gat þess að nefnd skipuð 6
mönnum hefði annast valið. Auk hans
áttu sæti í nefndinni þeir Ámi Vil-
hjálmsson prófessor í viðskiptadeild
TEXTI: HELGI MAGNÚSSON MYNDIR: GUNNAR
Háskóla íslands, Sigurður Helgason
stjómarformaður Flugleiða, Erlendur
Einarsson fyrrverandi forstjóri
S.Í.S., Sighvatur Blöndahl fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs Stöðvar
2 og Helgi Magnússon ritstjóri
Fijálsrar verslunar.
Magnús sagði eftir að hafa tilkynnt
að samkvæmt samdóma niðurstöðu
nefndarinnar væru stjómendur og að-
aleigendur Brimborgar, þeir Jóhann
Jóhannsson og Sigtryggur Helgason,
menn ársins 1988 í viðskiptalífinu á
íslandi:
„Þeir hafa byggt fyrirtækið Brim-
borg hf. upp af mikilli eljusemi og
dugnaði og einkum verið þekktir fyrir
innflutning á Daihatsubílum frá Japan.
Árið 1988 er tímamótaár í rekstri
þeirra því um mitt árið keyptu þeir
annað bílafyrirtæki, Volvo-umboðið
Velti hf., og sameinuðu fyrirtækin á
skömmum tíma í stærri og hagkvæm-
ari rekstrareiningu."
Loks lét Magnús Hreggviðsson
þess getið að tilgangur Frjálsrar
verslunar og Stöðvar 2 með útnefn-
ingunni væri sá að beina athyglinni að
því sem vel væri gert í viðskiptum og
vekja jákvæða umræðu um störf
stjórnenda með því að heiðra þá sem
náð hefðu frábærum árangri og hrint
góðum hugmyndum í framkvæmd.
Að ræðu Magnúsar lokinni afhenti
Erlendur Einarsson þeim Jóhanni og
Sigtryggi viðurkenningarskjöl til
staðfestingar á niðurstöðu nefndar-
innar.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
óskaði sigurvegurunum til hamingju
með þann heiður sem þeim hefði
hlotnast. Hann ræddi m.a. um þann
vanda sem því fylgir að velja menn
ársins með þessum hætti vegna þess
32