Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.01.1989, Blaðsíða 48
erlendir. Verslunin beinist því úr landi langt umfram það sem nauðsynlegt er.“ PILSASÍDDIN OG VERÐBRÉFIN Ný viðmiðun í verðbréfaviðskipt- um er fundin í Frjálsri verslun á árinu 1971. Þar er vitnað í kauphallartíðindi úr Wall Street þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að breytingar á verðbréfamarkaðnum sl. 50 ár standi í beinu sambandi við sídd kjóla á hverjum tíma! Þess vegna hafi það ekki átt að koma mönnum á óvart hve óstöðugur verðbréfamarkaðurinn var á árunum 1969-70, en á milli áranna síkkaði pilsfaldur kvenna ofan frá miðjum lærum niður fyrir hné. Nið- urstaða rannsóknanna var í stuttu máli: Pilsin upp — markaðurinn upp. Pilsin niður — markaðurinn niður. — Kannski ekki verri hagfræðikenning en hver önnur. STÆKKUN BLAÐSINS Á árunum 1972 og 1973 eflist Frjáls verslun mjög og verður gildasta stoð- in í útgáfufyrirtækinu Frjálst framtak sem Jóhann Briem hafði sett á lagg- irnar. Markús Örn Antonsson, sem þá hafði starfað um skeið sem sjón- varpsfréttamaður, tók við ritstjórn í upphafi árs 1972 og undir hans stjóm þróaðist tímaritið mjög í átt til nútíma efnistaka. Það varð mun fréttatengd- ara en áður og sú nýbreytni festist í sessi að gefa út blaðauka um ýmis mál. M.a. voru landshlutar teknir fyrir og ákveðnar atvinnugreinar. Skapaðist þar nýr auglýsingavettvan- gur en um leið sú hætta að blaðið yrði um of háð auglýsendum. Er hér var komið sögu var Frjáls verslun orðin mánaðarrit á ný og var síðufjöldi ársins 1973 meiri en nokkru sinni fyrr. Blaðið tók harða pólitíska afstöðu og barðist mjög gegn úrræð- um ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar sem sat að völdum á árunum 1971- 100 STÆRSTU FYRIRTÆKIN1976 Guðmundur Magnússon prófess- or og síðar rektor Há- skóla íslands skrifaði margar greinar í Fijálsa verslun á ár- unum 1970-1980. Síðla árs 1977 tekur hann saman skrá yfír 100 stærstu fyrirtækin í landinu, en síðar varð þetta framtak til þess að Frjáls versl- un tók að helga ákveðin tölublöð slík- um upplýsingum. f þessari samantekt Guðmundar raðar hann fyrirtækjun- um eftir fjölda starfsmanna og þá verður röð 10 stærstu fyrirtækjanna þessi: 1. Póstur og sími. 2. Samband ís- lenskra samvinnufélaga. 3. Flugleiðir hf. 4. KEA. 5. Eimskipafélag íslands hf. 6. Landsbankiíslands. 7. íslenska Álfélagið hf. 8. Sláturfélag Suður- lands hf. 9. Mjólkursamsalan. 10. Út- gerðarfélag Akureyringa hf. OFFSETPRENTUN 1978 Verulegar breytingar verða á prentun Frjálsrar verslunar árið 1978 þegar tímaritið er offsetprentað í fyrsta sinn. Prentstofa G. Benedikts- sonar sá um þá hlið málanna og fór það vel úr hendi. Notkun litmynda í efni og auglýsingum stóijókst og prentgæði einnig. Um leið gerði rit- stjórn ýmsar útlitsbreytingar eins og venja er á slíkum tímamótum. Út- gefandinn segir í leiðara: „Við ætlum að gera blaðið betra og vandaðra með nýtískulegri hönnun. Takmark okkar er, að Fijáls verslun og önnur sérrit útgáfufyrirtækis okk- ar verði sambærileg við það sem ger- ist á þessu sviði úti í heimi“. Síðar á árinu var gerður fastur ISLENDINGAR EIN MESTA BILAW00 VERALDAR: TVEIR UM HVERN FÓLKSBÍL! • YFIR 20% TEKHA RIKISINS K0MA AF BILUM • HLUTUR RlKISINS I BILAVERÐI SAMI 0G FYRIR T0LLAUEKKUN I VERÐA A0EINS FLUTTIR INN G-10 RUSUND BILAR1989? Með tilkomu nýrrar prenttækni hef- ur hvers konar myndræn úrvinnsla efnis aukist. samningur við Flugleiðir hf. um dreif- ingu Frjálsrar verslunar í flugvélar fé- lagsins og má telja það dæmi um gott samband milli fyrirtækjanna beggja, en það komst á nokkrum árum fyrr. Um leið jukust mjög ferðalög ritstjóra og forstjóra til nágrannalandanna og var oft brugðið upp býsna skemmti- legri mynd af verslun og viðskiptum úti í heimi í slíkum ferðarispum. BREYTINGAR Á RITSTJÓRN Pétur J. Eiríksson hagfræðingur hafði um skeið verið framkvæmda- stjóri Frjáls framtaks og auk þess skrifað nokkuð í blöð fyrirtækisins. Þegar Markús Örn tók sér frí frá störfum haustið 1980 til að sinna verkefnum fyrir Flugleiðir o.fl. tók Pétur við ritstjórn Frjálsrar verslun- ar. Ymsar breytingar fylgja ávallt nýj- um mönnum og þær komu vel í ljós næstu mánuði: auglýsingatengt efni minnkaði verulega en meira bar á út- tektum ýmiss konar. M.a. var af- koma tryggingarfélaganna athuguð, velt fyrir sér stöðu flugrekstrarmála, húsnæðismálin komust meira í brennidepil og síðast en ekki síst voru teknar upp gulu síðurnar, stuttar fréttir úr undirdjúpum viðskiptalífs- ins. Markús Öm tók aftur við ritstjórn blaðsins vorið 1981 og gegndi því staríi allt fram til þess tíma að eig- endaskipti urðu á Frjálsu framtaki vorið 1982. Raunar ritstýrði Markús tveimur tölublöðum eftir eigenda- skiptin en um sumarið hætti hann al- farið störfum hjá Frjálsu framtaki. ENDURREISN Á NÝJAN LEIK Eftir að Magnús Hreggviðsson við- skiptafræðingur keypti útgáfufyrir- tækið hófst uppbyggingarstarf á nýj- an leik. Afkoma var bág fyrstu mánuði ársins 1982 og útkoma hinna 8 tíma- rita Frjáls framtaks hafði riðlast nokk- uð frá áætlun. Sérstakur samningur um aukið samstarf við VR og Versl- unarráðið var undirritaður og ritnefnd skipuð. í henni sátu Pétur Maack frá VR, Kjartan Stefánsson frá Verslun- arráðinu og Magnús Hreggviðsson, sem gerðist ritstjóri samfara stjórn- arformennsku í fyrirtækinu. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.