Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 48

Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 48
erlendir. Verslunin beinist því úr landi langt umfram það sem nauðsynlegt er.“ PILSASÍDDIN OG VERÐBRÉFIN Ný viðmiðun í verðbréfaviðskipt- um er fundin í Frjálsri verslun á árinu 1971. Þar er vitnað í kauphallartíðindi úr Wall Street þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að breytingar á verðbréfamarkaðnum sl. 50 ár standi í beinu sambandi við sídd kjóla á hverjum tíma! Þess vegna hafi það ekki átt að koma mönnum á óvart hve óstöðugur verðbréfamarkaðurinn var á árunum 1969-70, en á milli áranna síkkaði pilsfaldur kvenna ofan frá miðjum lærum niður fyrir hné. Nið- urstaða rannsóknanna var í stuttu máli: Pilsin upp — markaðurinn upp. Pilsin niður — markaðurinn niður. — Kannski ekki verri hagfræðikenning en hver önnur. STÆKKUN BLAÐSINS Á árunum 1972 og 1973 eflist Frjáls verslun mjög og verður gildasta stoð- in í útgáfufyrirtækinu Frjálst framtak sem Jóhann Briem hafði sett á lagg- irnar. Markús Örn Antonsson, sem þá hafði starfað um skeið sem sjón- varpsfréttamaður, tók við ritstjórn í upphafi árs 1972 og undir hans stjóm þróaðist tímaritið mjög í átt til nútíma efnistaka. Það varð mun fréttatengd- ara en áður og sú nýbreytni festist í sessi að gefa út blaðauka um ýmis mál. M.a. voru landshlutar teknir fyrir og ákveðnar atvinnugreinar. Skapaðist þar nýr auglýsingavettvan- gur en um leið sú hætta að blaðið yrði um of háð auglýsendum. Er hér var komið sögu var Frjáls verslun orðin mánaðarrit á ný og var síðufjöldi ársins 1973 meiri en nokkru sinni fyrr. Blaðið tók harða pólitíska afstöðu og barðist mjög gegn úrræð- um ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar sem sat að völdum á árunum 1971- 100 STÆRSTU FYRIRTÆKIN1976 Guðmundur Magnússon prófess- or og síðar rektor Há- skóla íslands skrifaði margar greinar í Fijálsa verslun á ár- unum 1970-1980. Síðla árs 1977 tekur hann saman skrá yfír 100 stærstu fyrirtækin í landinu, en síðar varð þetta framtak til þess að Frjáls versl- un tók að helga ákveðin tölublöð slík- um upplýsingum. f þessari samantekt Guðmundar raðar hann fyrirtækjun- um eftir fjölda starfsmanna og þá verður röð 10 stærstu fyrirtækjanna þessi: 1. Póstur og sími. 2. Samband ís- lenskra samvinnufélaga. 3. Flugleiðir hf. 4. KEA. 5. Eimskipafélag íslands hf. 6. Landsbankiíslands. 7. íslenska Álfélagið hf. 8. Sláturfélag Suður- lands hf. 9. Mjólkursamsalan. 10. Út- gerðarfélag Akureyringa hf. OFFSETPRENTUN 1978 Verulegar breytingar verða á prentun Frjálsrar verslunar árið 1978 þegar tímaritið er offsetprentað í fyrsta sinn. Prentstofa G. Benedikts- sonar sá um þá hlið málanna og fór það vel úr hendi. Notkun litmynda í efni og auglýsingum stóijókst og prentgæði einnig. Um leið gerði rit- stjórn ýmsar útlitsbreytingar eins og venja er á slíkum tímamótum. Út- gefandinn segir í leiðara: „Við ætlum að gera blaðið betra og vandaðra með nýtískulegri hönnun. Takmark okkar er, að Fijáls verslun og önnur sérrit útgáfufyrirtækis okk- ar verði sambærileg við það sem ger- ist á þessu sviði úti í heimi“. Síðar á árinu var gerður fastur ISLENDINGAR EIN MESTA BILAW00 VERALDAR: TVEIR UM HVERN FÓLKSBÍL! • YFIR 20% TEKHA RIKISINS K0MA AF BILUM • HLUTUR RlKISINS I BILAVERÐI SAMI 0G FYRIR T0LLAUEKKUN I VERÐA A0EINS FLUTTIR INN G-10 RUSUND BILAR1989? Með tilkomu nýrrar prenttækni hef- ur hvers konar myndræn úrvinnsla efnis aukist. samningur við Flugleiðir hf. um dreif- ingu Frjálsrar verslunar í flugvélar fé- lagsins og má telja það dæmi um gott samband milli fyrirtækjanna beggja, en það komst á nokkrum árum fyrr. Um leið jukust mjög ferðalög ritstjóra og forstjóra til nágrannalandanna og var oft brugðið upp býsna skemmti- legri mynd af verslun og viðskiptum úti í heimi í slíkum ferðarispum. BREYTINGAR Á RITSTJÓRN Pétur J. Eiríksson hagfræðingur hafði um skeið verið framkvæmda- stjóri Frjáls framtaks og auk þess skrifað nokkuð í blöð fyrirtækisins. Þegar Markús Örn tók sér frí frá störfum haustið 1980 til að sinna verkefnum fyrir Flugleiðir o.fl. tók Pétur við ritstjórn Frjálsrar verslun- ar. Ymsar breytingar fylgja ávallt nýj- um mönnum og þær komu vel í ljós næstu mánuði: auglýsingatengt efni minnkaði verulega en meira bar á út- tektum ýmiss konar. M.a. var af- koma tryggingarfélaganna athuguð, velt fyrir sér stöðu flugrekstrarmála, húsnæðismálin komust meira í brennidepil og síðast en ekki síst voru teknar upp gulu síðurnar, stuttar fréttir úr undirdjúpum viðskiptalífs- ins. Markús Öm tók aftur við ritstjórn blaðsins vorið 1981 og gegndi því staríi allt fram til þess tíma að eig- endaskipti urðu á Frjálsu framtaki vorið 1982. Raunar ritstýrði Markús tveimur tölublöðum eftir eigenda- skiptin en um sumarið hætti hann al- farið störfum hjá Frjálsu framtaki. ENDURREISN Á NÝJAN LEIK Eftir að Magnús Hreggviðsson við- skiptafræðingur keypti útgáfufyrir- tækið hófst uppbyggingarstarf á nýj- an leik. Afkoma var bág fyrstu mánuði ársins 1982 og útkoma hinna 8 tíma- rita Frjáls framtaks hafði riðlast nokk- uð frá áætlun. Sérstakur samningur um aukið samstarf við VR og Versl- unarráðið var undirritaður og ritnefnd skipuð. í henni sátu Pétur Maack frá VR, Kjartan Stefánsson frá Verslun- arráðinu og Magnús Hreggviðsson, sem gerðist ritstjóri samfara stjórn- arformennsku í fyrirtækinu. 48

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.