Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Side 15

Frjáls verslun - 01.07.1991, Side 15
 FRETTIR GUÐMUNDUR FRANKLÍN JÓNSSON SKRIFAR FRA WALL STREET: HVAÐ ER BESTA FJÁRFESTINGIN? Meðal helstu ástæðna fyrir styrkri stöðu Banda- ríkjadollars um þessar mundir eru uppsveifla í bandaríska hagkerfinu, lækkun vaxta í Japan og tenging ýmissa Evrópu- mynta við ECU. Þá má nefna að mikil vandamál blasa við öðrum efna- hagsstórveldum, eins og Þjóðverjum og Japönum. Sundrung og nánast hrun efnahagskerfisins í So- vétríkjunum hefur gert það að verkum að ýmsir eru farnir að líta svo á að einungis sé eftir eitt stór- veldi í heiminum - auðvit- að Bandaríkin. Þetta ástand styrkir stöðu Bandaríkjadollar- ans og gerir það að verk- um að fjárfestar á alþjóð- legum mörkuðum líta til hans í auknum mæli. Flestir fjárfestar þrá ör- yggi og staðan er þannig um þessar mundir að ör- yggi er helst að finna í Bandaríkjunum. Hlutabréfamarkaður- inn hér hefur verið sveiflukenndur að undan- förnu. Stafar það m.a. af yfirvofandi borgarastyrj- öld í Júgóslavíu og frétt- um af stórum hneykslis- málum sem upp hafa komið í japönsku við- skiptalífi. Markaðurinn FJÁRFESTING 20 ÁR 10 ÁR 5 ÁR 1 ÁR Málverk eftir gömlu meistarana 12.3% 15.9% 23.4% 6.5% Hlutabréf 11.6% 16.0% 13.3% 11.8% Kínverskt postulín ... 11.6% 8.1% 15.1% 3.6% Gull 11.6% (2.9%) 1.0% (0.7%) Demantar 10.5% 6.4% 10.2% 0.0% Frímerki 10.0% (0.7%) (2.4%) (7.7%) Skuldabréf 9.4% 15.2% 9.7% 13.2% Olía 8.9% (5.9%) 8.5% 20.7% Ríkisskuldabréf í USA 8.6% 8.8% 7.0% 7.1% Húsnæði 7.3% 4.4% 4.6% 4.7% Land í USA 6.3% (1.8%) 1.3% 2.1% Silfur 5.0% (9.3%) (4.8%) (18.9%) hefur engu að síður hald- ið og góðar fréttir berast líka inn á milli. En það, sem mestu hefur skipt, er að undirstöður í banda- rísku viðskiptalífi hafa verið að styrkjast. Nýlega voru birtar nið- urstöður könnunar sem gerð var á vegum stóru fyrirtækjanna á Wall Street. Hún sýnir hvaða fjárfestingar hafa skilað bestri meðalraunávöxtun á ári. Þá er litið á tímabil sem ná yfir 1 ár, 5 ár, 10 ár og 20 ár. Hér á eftir fara tölur um ávöxtun af ýmsum fjárfestingum í þeirri röð sem hún reynd- ist vera best að meðaltali á ári í 20 ár. BONUS búðuý baiiiÝ 15

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.