Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 22
FORSIÐUGREIN eigin fjár og aðrar stærðir. Þá getur komið í ljós að þetta sé mjög lélegur árangur, hægt hefði verið að gera miklu betur. Enn væru mjög vannýtt- ir möguleikar í starfseminni og auka- kílóin of mörg. DÝRT BANKAKERFI Bankakerfið á Islandi er til dæmis mun dýrara og afkastaminna en geng- ur og gerist erlendis. Kostnaður er of mikill, starfsmenn of margir, útibú of mörg og samkeppni of lítil. Hættan við þessar aðstæður er sú að banka- ráð ákveði frekar að hækka útlána- vexti til að ná hagnaði en að draga úr kostnaði. Hjá fyrirtæki sem skuldar 1 milljarð í banka þýðir 1% hækkun út- Iánsvaxta 10 milljónir hjá þessu fyrir- tæki á ári sem jafngildir launum 5 til 6 starfsmanna á ári. Ef þetta fyrirtæki lætur óánægju sína í ljós með vaxta- hækkunina er einfaldlega hægt að segja við hann: Viltu þá ekki bara fara annað. Vitandi auðvitað að allir bank- arnir eru á sama róli í vöxtum. Lán- takendur eru nánast lokaðir inni þegar ekki eru erlendir bankar í sam- keppni. Til að skera fituna af íslenska bankakerfmu þarf tvennt að koma til. Breyta ríkisbönkunum í einkabanka, til að auka samkeppnina, og fá aukna samkeppni við erlenda banka. Stærðarmunur íslensku bankanna er mikill. Landsbankinn slagar hátt í að vera hálft bankakerfið, bæði hvað tekjur snertir og útlán. Hann er með langmest af útlánum til atvinnuveg- anna. Sláandi er samt hvað hann er með stóran hluta lána til sjávarútvegs eða um 64% af öllum lánum í þeirri grein. Engu að síður hlýtur sú mikla óhag- kvæmni í sjávarútvegi að vera áhyggjuefni skattborgara sem ábyrgj- ast bankann. Gengið er á fiski- stofnana með allt of stórum flota. Eina leiðin til að ná upp hagkvæmni í sjávarútvegi er að að minnka flotann. Ljóst er að mörg fyrirtæki í sjávar- útvegi standa mjög illa og hætta er á að þörf Landsbankans á að afskrifa útlán verði mikil á næstu árum. Það er áhyggjuefni skattborgara með ör- yggisnetið. Skattborgarar hljóta ennfremur að hafa áhyggjur af veðum bankanna í fiskiskipum með kvóta. Taka mátti veð í kvóta fiskiskipa til ársins 1990. Ljóst er að fiskiskip án kvóta eru svo til verðlaus. Hver á hins vegar kvót- ann? Svarið er: Landsmenn allir. Ef kvótinn verður rétt bókfærður á næstu árum, skipt verður um fisk- veiðistefnu og tekin upp veiðileyfi á næstu árum er spurningin hvers virði veðin í fiskiskipunum eru bönkunum. í umræðunni um Landsbankamálið hefur lítið verið minnst á það sjónar- mið hvort sparifjáreigendur í bankan- um hafi ekki frekar átt að borga brús- ann af útlánatöpunum með skertri ávöxtun innlána fremur en að skatt- borgarar séu látnir borga brúsann. Þetta hlýtur að vera verðmæt spurning. Sparifjáreigendur leggja fé í banka til að láta bankana ávaxta fé sitt. Ef bankar ávaxta fé þeirra ekki vel ætti það að koma niður á ávöxtun- inni og skerða hana. I raun má stilla dæminu þannig upp að Jón Jónsson bankastjóri sé að fara í bókina hennar Jónu Jóns þegar hann lánar. Auðvitað á hann þá að spyrja sig hvort þetta lán sé líklegt til að ávaxta féð hennar Jónu nægilega vel. Sparifjáreigendur sem leggja fé í banka geta vart, fremur en aðrir, verið lausir við alla áhættu. Sá, sem á fé, á ýmsa kosti. Til dæmis að eyða peningunum strax, fjárfesta í hús- næði, hlutabréfum fyrirtækja og verðbréfum. Þeir, sem fjárfesta í húsnæði, verða að taka á sig lækkun ef verð fasteigna lækkar. Sömuleiðis þeir sem fjárfesta í hlutabréfum og verðbréfum þar sem ávöxtunin er ekki lofuð fyrirfram. Á SPARIFJÁREIGANDI AÐ HAFA ALLT SITT Á ÞURRU? Spyrja má hvers vegna sá, sem leggur fé í banka, eigi að hafa allt sitt á þurru? A hann ekki að fylgjast með útlánastefnu banka síns, hversu traustur og líklegur hann sé til að ávaxta féð. A hann ekki að fylgjast með og vera ábyrgur? Ef hann er í einhverjum vafa um traustið þá grípur hann til sinna ráða. Sá, sem leggur fé í banka, hlýtur að vita að bankinn verð- ur að Iána einhverjum féð til að hægt sé að ávaxta það. Og öllum lánum fylgir áhætta. Meginspumingin hlýt- ur að vera hvort aðrir, skattborgarar, eigi að taka á sig skerðinguna. Nauðsynlegt er að þetta sjónarmið komi fram vegna þess að bankar hér- lendis hafa valið þá leið að hækka út- lánsvextina og láta þá sem taka lán, og eru skilamenn, greiða hærri vexti í stað þess að lækka innlánsvextina. Þeir, sem fara nú í banka og taka lán, verða nú að greiða fyrir vanskil í for- tíðinni. Ástæðan fyrir því að bankarnir hafa valið þessa leið er sú að þeir eiga í hatrammri samkeppni við ríkissjóð um sparifé landsmanna. Ríkið yfir- býður og því þora bankarnir ekki að lækka innlánsvexti af ótta við að fé streymi út úr bönkunum og til ríkisins sem býður hærri ávöxtun. Þess vegna verður ríkið að losna við fjár- lagahalla sinn og draga þar með úr eftirspurn sinni eftir lánsfé. Þannig lækka vextirnir. Um leið fær atvinnu- lífið vítamínssprautu sem skilar sér í auknum fjárfestingum og aukinni at- vinnu. Frelsi í peningastreymi á milli landa gerir það að verkum að sparifjáreig- endur fara með fé sitt til annarra landa fái þeir ekki viðunandi ávöxtun hér- lendis. Til lengri tíma litið hljóta vext- ir hér á landi að verða á mjög svipuðu róli og erlendis. Það þýðir með öðrum orðum að arðsemi atvinnulífsins hér á landi verður að vera svipuð og ytra. Það eitt ýtir fast á að öryggisneti skattborgara sé kippt undan banka- starfsemi og horfið frá ríkisafskiptum á peningamarkaði og fjárfestingum þannig að sjónarmið arðsemi fái betur notið sín í atvinnulífinu. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.