Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 57
THE WEALTH CREATORS Úr bókinni The Wealth Creators: Alltof oft er ástæðan fyrir góðum árangri fyrirtækja rakin til einhvers „ofurmennis" í forstjórastólnum. Móta þarf liðskipan og ákveða hvaða eiginleika hver og einn verður að hafa. Mikilvægt er að hlusta á starfsfólk og leita eftir viðbrögðum þess við markmiðum sem stefnt er að. Um 60% fyrirtækja í Bretlandi er illa stjórnað. arnir 7 alls. Hver hluti myndar sjálf- stæðan efnisflokk. í lok hvers kafla er settur fram listi yfir hvað menn eigi að taka til fyrirmyndar og hvað eigi að varast í hverjum efnisþætti. Kaflarnir fjallar um þau skref sem taka verður og saman mynda þeir þann feril sem liggur til grundvallar góðum árangri fyrirtækja. AÐFERÐIR MÓTAÐAR I. Hluti: Aðferðir mótaðar; Shaping the skills 1 kafli - Shaping the future - Móta þarf framtíðarmarkmið/-sýn fyrirtækisins sem er skýr og vel skil- greind og að allir sem eiga að stýra fyrirtækinu að settu marki verða að vera sammála stefnunni. 2 kafli - Shaping the team - Móta þarf liðskipan og ákveða hvaða eiginleika hver og einn verður að hafa sem velst í þá yfirstjórn sem getur náð þeim árangri sem til er ætl- ast. 3 kafli - Shaping the business - Móta þarf rétta uppbyggingu innan fyrirtækisins með skýru skipuriti og einföldum boðleiðum þannig að allir viti hvaða hlutverki þeir gegni til að ná settum markmiðum. AÐFERÐUM BEITT II. Hluti: Aðferðum beitt; Influencing skills 4 kafli - Spreading the mess- age - Forsenda er að góð samskipti þró- ist milli starfsfólks og yfirstjómar svo hægt sé að hrinda hlutum í fram- kvæmd og þá þurfa þoðleiðir að vera skýrar og virkar innan fyrirtækisins 5 kafli - Hearing what’s said - Mikilvægt er að hlusta á starfsfólk og vinna þannig trúnað þess með því leita eftir og hvetja það til viðbragða og skoðana á þeim markmiðum sem stefnt er að. VIÐHALDA STÖÐUNNI III. Hluti: Viðhalda stöðunni; Sustaining momentum 6 kafli - The success culture - Þegar markmiðum og árangri er náð verður að leita leiða til að halda í (og helst auka við) það sem náðst hefur og koma í veg fyrir með fyrir- byggjandi aðgerðum að það glatist. 7 kafli - Executive develop- ment - Viðhalda verður þekkingu innan fyrirtækisins með endurmenntun þeirra sem eru í yfirstjórn og sam- hliða sé þjálfun undirmanna sem geta tekið við þar hluti af starfsemi fyrir- tækisins. Með því að renna yfir ofangreinda kafla fáum við ekki aðeins einfalda uppskrift að árangri í rekstri fyrir- tækja heldur ekki síður uppskrift að því sem aflaga hefur farið í mörgum fyrirtækjum. UM 60% FYRIRTÆKJA í BRETLANDI ERILLA STJÓRNAÐ Höfundur leyfir sér að fullyrða að rannsóknirnar á Bretlandseyjum sýni að rúmlega 60% af fyrirtækjum í úr- takinu sé illa stjórnað og vandamál í yfirstjóm þeirra komi í veg fyrir að þau nái markmiðum sínum. Hann ætli nú að snúa sér að rannsóknum á öðr- um Evrópulöndum, í Bandankjunum og Japan og kanna hvort hann finni svipaða hegðun þar og munu niður- stöður og samanburður verða við- fangsefni næstu bókar hans. HIN RÉTTA LIÐSKIPAN En fyrir þá sem geta ekki beðið eftir þeirri bók er rétt að benda á ágæta bók, sem var bók febrúar- mánaðar hjá Framtíðarsýn og heitir: „The Wisdom of Teams“ og fjallar um svipað efni og byggir einnig á raun- veruleikanum, með dæmum og við- tölum við stjórnendur. Niðurstaða beggja bóka er að við getum náð meiri árangri í rekstri fyrirtækisins með auknu upplýsingastreymi, markvissu samstarfi, samheldni og réttri liðskip- an innan þess. Jón Snorri Snorrason 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.