Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 32
FORSÍÐUGREIN VAXTAMUNUR BANKA OG SPARISJÓÐA: HÆGT AÐ SPARA 3 til 4 MILUARÐA í BÖNKUNUM? Vaxtamunur banka og spari- sjóða á Islandi er mun meiri en í erlendum bönkum. Sömu sögu er að segja um rekstrarkostnað þeirra. Lauslega reiknað má al- varlega velta því fyrir sér hvort hægt sé að spara um 3 til 4 millj- arða króna á ári í íslenska bankakerfinu miðað við það sem gerist erlendis. Það myndi að sjálfsögðu gera bankana betur í stakk búna að mæta útlánatöp- um og ekki síður að lækka vexti. VAXTAMUNUR TVÖFALT MEIRI Á ÍSLANDIEN ERLENDIS Nákvæmar tölur um vaxtamun bankanna liggja ekki fyrir hjá Seðla- bankanum fyrir síðasta ár. Vísbend- ingar eru þó um að vaxtamunurinn, munurinn á meðalútláns- og innláns- vöxtum, hafi lækkað á síðasta ári frá því sem verið hefur á undanförnum árum. Vaxtamunur íslenskra banka og sparisjóða var um 5,5% að jafnaði á árunum frá 1985 til 1991 eða á sjö ára tímabili. Innlánsstofnanir í OECD voru á sama tíma með vaxtamun upp á 2,7%. Vaxtamunur á íslandi hefur því verið tvöfalt meiri en gerist hjá erlendum lánastofnunum og nemur munurinn um 2,7 prósentustigum á fyrrgreindu tímabili. Vaxtamunur hér TEXTI: 1ÓN G. HAUKSSON er skilgreindur sem heinar fjármuna- tekjur, vaxtatekjur mínus vaxtagjöld, sem hlutfall af heildarefnahagsreikn- ingi. Þetta er fyrir framlag í afskriftar- eikning útlána. Rekstrarkostnaður íslenskra banka og sparisjóða sem hlutfall af heildarefnahagsreikningi var á sex ára tímabili, frá 1985 til 1990, um 5,3% að jafnaði á móti um 2,7% hjá innlánsstofnunum innan OECD. Það er líka um tvöfaldur munur. Bæði starfsmannakostnaður og annar rekstrarkostnaður er hærri hjá ís- lenskum bönkum og sparisjóðum en gerist erlendis. Miðað við að heildarútlán íslenskra banka og sparisjóða hafi verið um 199 milljarðar króna á síðasta ári þýðir hvert 1 prósentustig í vaxtamun um 1,9 milljarða króna. 2 prósentustig þýða 3,8 milljarða. Ef tímabilið 1985 til 1991 er skoðað sést að vaxtamunur upp á 2,8 prósentustig, sem var mun- urinn á íslenska bankakerfmu og með- altalinu innan OECD, þýðir um 5,5 milljarða króna miðað við heildarútlán síðasta árs. VAXTAMUNUR 2,6 MILUÖRÐUM 0F MIKILL HÉRLENDIS Á ÁRI? Að því gefnu að vaxtamunur á ís- landi hafi lækkað á síðasta ári ætti munurinn að vera minni núna. Gefum okkur að vaxtamunurinn í íslenska bankakerfinu sé kominn niður í um 4% og hann sé enn um 2,7% innan OECD þá samsvarar það um 2,6 millj- örðum króna sem vaxtamunurinn er meiri á Islandi. Þegar vaxtamunur sparisjóðanna er skoðaður sérstaklega á árunum 1985 til 1991 sést að hann var um 7,9% að jafnaði á ári en um 5,3% hjá bönkunum. Þetta skýrir að hluta góða afkomu sparisjóðanna undanfarin þrjú ár í samanburði við bankana. Jafn- framt er vert að hafa í huga að helm- ingur allra útlána sparisjóðanna fer til einstaklinga. Skoðum þá muninn á rekstarkostn- aði íslenskra banka og sparisjóða mið- að við það sem gerðist að jafnaði inn- an OECD á tímabilinu 1985 til 1990. Notast er sem fyrr við hlutfallið kostnaður af heildarefnahagsreikn- ingi. Á þessurn tíma var það að jafnaði um 5,3% á íslandi samanborið við 2,7% innan OECD. Þetta er munur upp á 2,6 prósentustig. KOSTNAÐUR UM 3,8 TIL 6 MILUÖRÐUM 0F MIKILL? I lok ársins 1991 var heildarefna- hagsreikningur banka og sparisjóða um 237 milljarðar króna. Munurinn á rekstrarkostnaði bankakerfis á ís- landi og innan OECD, 2,6 prósentu- stig, samsvarar rúmum 6 milljörðum króna á ári. Ef við gefum okkur að bilið sé að minnka og munurinn á rekstrarkostnaði hér og innan OECD sé 1,6 prósentustig, þá gefur það engu að síður mun upp á um 3,8 millj- arða á ári í kostnaði. Þetta er augljós vísþending um að rekstrarkostnaður banka og sparisjóða sé of mikill á ís- Rekstrarkostnaður íslenskra banka og sparisjóða sem hlutfall af heildarefnahagsreikningi var á sex ára tímabili, frá 1985 till 990, um 5,3% að jafnaði á móti 2,7% hjá innlánsstofnunum innan OECD. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.