Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 38
SKOÐUN stofnum og hver arðsemi slíkra fjár- festinga sé. Hér er ekki um einfalt úrlausnar- efni að ræða. Til þess að unnt sé að meta arðsemi fjárfestinga í fiskistofn- um er m.a. nauðsynlegt að þekkja viðbrögð fiskistofnanna við minnkaðri veiði og framreikna stofnstærðir. Jafnframt þarf að meta veiðigetu fiski- skipaflotans, kostnað við veiðamar, afurðaverð fiskafla o.m.fl. og áætla jafnframt breytingar þessara þátta með aflamagni og afla á úthaldsdag o.s.frv. Þessi upplýsingaþörf er vissulega mikil. í því samhengi er hins vegar rétt að hafa tvennt í huga: í fyrsta lagi er ávallt nauðsynlegt, þegar meta á arðsemi fjárfestinga, að skyggnast inn í framtíðina. Þetta á ekkert frekar við um fjárfestingar í fiskistofnum en fjárfestingar í öðrum fyrirbærum s.s. samgöngumannvirkjum, virkjunum, verksmiðjum eða hlutabréfum. I öðru lagi er mikilvægt að átta sig á því, að þekking okkar á aðstæðum í sjávar- útvegi, allt frá líffræði til markaðs- mála, er, þegar öllu er á botnin hvolft, talsvert fullkomnari en á mörgum þeim sviðum öðrum, þar sem fjárfest- ingar koma til álita. Á sviði sjávar- útvegs hafa starfað öflugar rannsókn- arstofnanir áratugum saman sem hafa safnað viðamiklum gögnum um flest- ar hliðar sjávarútvegsins. Á þeirra vegum og annarra rannsóknarstofn- ana þjóðarinnar hafa jafnframt verið stundaðar veigamiklar sjávarútvegs- rannsóknir. Það má því með nokkrum rétti segja að við séum betur í stakk búin til að fjárfesta skynsamlega í fisk- istofnum en í flestri annarri atvinnu- starfsemi. Innan vébanda Háskólans hafa á undanförnum árum verið gerð um- fangsmikil reiknilíkön af íslenskum sjávarútvegi. Eitt þessara líkana tek- ur til helstu botnfisktegundanna, þ.e. þorsks, ýsu og ufsa. Líkanið er það sem kallað er heildstætt. Það nær yfir bæði hagfræðilegar og líffræðilegar hliðar þorsk-, ýsu- og ufsaútvegs. Það lýsir þessum botnfiskútvegi allt frá líffræðilegri viðkomu tegundanna, tæknilegum og hagrænum hliðum veiða og vinnslu aflans til markaðs- setningar afurðanna. Að gefnum venjulegum fyrirvörum reikninga af þessu tagi er, með hjálp þessa líkans, m.a unnt að finna þá sjávarútvegs- stefnu, sem hámarkar þjóðhagslega arðsemi veiðanna.” Reikningar þessa líkans benda til þess að það sé þjóðhaglega mjög ábatasamt að draga tímabundið úr veiðum á þorski, ýsu og ufsa og freista þess þannig að stækka stofn- ana. Stækkun fiskistofna leiðir til meiri afla á úthaldsdag. Þar með er unnt að ná leyfilegum afla með minni fiskiskipaflota. Hinn þjóðhagslegi arð- ur af stærri fiskistofnum felst einmitt fyrst og fremst í þessu; meiri hag- kvæmni í veiðunum vegna meiri afla á á úthaldsdag og lækkuðum föstum kostnaði vegna minni fiskiskipaflota. Rétt er að taka það fram, að innan vébanda aflakvótakerfisins, sem við búum nú við, munu útgerðirnar sjálfar sjá um minnkun fiskiskipaflotans í kjölfar stækkunnar stofnanna. Slíkt er þeim sjálfum til hagsbóta. Engin hagsýn útgerð kýs að halda fleiri fiski- skip en nauðsynlegt er. f allra stærstu dráttum telur hkanið að hagkvæmt sé að tvöfalda þorsk- og ýsustofnana, eða því sem næst, og stækka ufsastofninn um þriðjung. Til þess að svo megi verða, þarf að draga verulega úr dánartíðni þessara teg- unda og þar með veiðum fyrst í stað. Líkanið mælir því með miklum sam- drætti veiðanna fyrstu tvö árin. Með stækkandi stofnum getur afli hins vegar farið vaxandi á nýjan leik. Þetta þýðir, að fyrstu tvö árin dragast tekj- ur þjóðarbúsins verulega saman. í þeirri tekjuminnkun felst hinn þjóð- haglegi þárfestingarkostnaður. Síðan fara tekjur þjóðarbúsins hins vegar mjög vaxandi. Ferli því, sem hér um ræðir, er nánar lýst í meðfylgjandi línuriti. Línuritið dregur upp mynd af þjóð- hagslegum arði af hagkvæmri fjár- festingu í þorsk-, ýsu- og ufsastofn- unum. Hér er um fráviksreikninga að ræða. Arður mældur sem frávik frá afleiðingum núverandi fiskveiði- stefnu. Núverandi fiskveiðistefna er talin felast í óbreyttri fiskveiðidánar- tíðni, en það jafngildir því að fjárfesta ekki í fiskistofnunum. Rétt er þó að taka það skýrt fram að upphæðimar á h'nuritinu má ekki túlka bókstaflega þótt birtar séu í krónum. Þeim er Fjárfestingar í fiskistofnum felast í minni sókn. Arðsemin er mikil. Innri vextir fjárfestingarinnar mæl- ast í námunda við 40%. einungis ætlað að vera vísbendingar um stærðargráðu þess kostnaðar og ábata sem um gæti verið að ræða. Eins og sjá má verður tekjuminnk- un í sjávarútvegi á fyrstu tveimur ár- um tímabilsins mjög mikil. Sam- kvæmt línuritinu gæti hún verið lið- lega 20 milljarðar króna. Þessi upphæð er í námunda við þriðjung af árlegum útflutningstekjum sjávaraf- urða um þessar mundir. Þetta er m.ö.o. stærðargráða þeirrar fjárfest- ingar sem nauðsynleg er til að byggja fiskistofnana upp í hagkvæma stærð við núverandi aðstæður. Ábatinn af uppbyggingu fiski- stofnanna, miðað við það sem að öðr- um kosti hefði orðið, kemur fram þegar á þriðja ári. Síðan vex hann hratt og verður fljótlega verulegur. Er frarn í sækir, kemur endurnýjun- arþörf fiskiskipaflotans til skjalanna, og hinn árlegi ábati lækkar niður í varanlega jafnstöðu. Á grundvelli þess tímaferils fjár- festingarkostnaðar og arðs, sem lýst 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.