Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 52
NORÐAN Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir byrjuðu með Kjarnafæði í bíl- skúr fyrir átta árum. KJARNAFÆÐI: AFAR MIKIL ÁHERSLA ÁSÖLUMENNSKU Vorið 1985 hóf Eiður Gunn- laugsson að útbúa pitzur og sal- öt í bílskúrnum sínum á Akur- eyri. Bæjarbúum líkaði fram- leiðslan vel og áður langur tími hafði liðið var eiginkonan, Sig- ríður Sigtryggsdóttir, komin til starfa og auk hennar tvær stúlk- ur sem unnu hálfan daginn. Margt hefur breyst á þessum ár- um. Kjarnafæði er farið úr bíl- skúrnum og hjá fyrirtækinu starfa 65 manns. Eigendur eru tveir, Eiður og bróðir hans Hreinn. Vöru- flokkarnir eru á þriðja hundrað og veltan á síð- asta ári var tæpur hálfur milljarður. TEXTI: ÁSKELL ÞÓRISSON 52 Kjarnafæði hefur keypt hluta þeirra húseigna sem áður voru í eigu Kaupfélags Svalbarðs- strandar, en þar er ætlunin að hafa grófvinnslu og e.t.v. slátr- un þegar fram líða stundir. Gert er ráð fyrir að ráða 10 starfs- menn þegar Kjarnafæði hefur starfsemi á Svalbarðseyri í haust. Það munar um minna í Svalbarðsstrandarhreppi. Stöðug söluaukning leiddi til þess að núverandi húsnæði við Fjölnisgötu reyndist of lítið. Þá kom fram reglu- gerð um áramótin sem fjallar um kæl- ingu matvæla. Þetta tvennt ýtti undir eigendur Kjarnafæðis að huga enn frekar að framtíðinni E og þeir keyptu húseignirnar á Svalbarðseyri. „Þarna keyptum við tvo frysta, sláturhús og stóra skemmu,“ sagði Eiður Gunnlaugsson, framkvæmda- stjóri Kjarnafæðis í samtali við FV. „Kaupin á þessum eignum þýða ekki að við ætlum að yfirgefa Akureyri. Ég geri mun frekar ráð fyrir því að Kjarnafæði verði með vinnslu á fínni vöru á Akureyri en öll grófvinnsla verði á Svalbarðseyri. „Við erum að byggja þetta upp á svipaðan hátt og gert er víða í Evrópu. Þar er algengt að lítil sláturhús og grófvinnsla séu í nágrenni þéttbýlisstaða en önnur úr- vinnsla í bæjunum. Fyrst í stað mun- um við ekki slátra á Svalbarðseyri en svo getur farið að við neyðumst til þess þegar fram líða stundir. Meðan framboð er jafn mikið og raun ber vitni borgar sig ekki að hefja slátrun.“ Hver er lykilinn að velgengni Kjarnafæðis? Eiður sagði það vera vinnu og aftur vinnu. En fleira kemur til. „Allt frá upphafi höfum við haft það að meginmarkmiði að velta ekki vöngum yfir því sem aðrir eru að gera. Við höfum miklu frekar reynt að horfa á það jákvæða sem býr í starfs- fólkinu og reynt að virkja áhuga þess. Hver og einn býr yfir mikilli orku og ef hún er beisluð á réttan hátt skilar það sér margfalt til baka. Góður og já- kvæður starfsandi er m.ö.o. það sem skiptir mestu þegar upp er staðið og menn reyna að meta hvað ræður vel- gengi.“ Sölusvæði Kjamafæðis er fyrst og fremst bundið við höfuðborgarsvæð- ið en að sjálfsögðu fara vörurnar út um allt land. „Við seljum jafnt til verslana sem stofnana og fyrirtækja og leggjum afar mikla áherslu á sölu- mennsku. Sjálfir förum við suður mánaðarlega og svo tekur síminn við. Innan tíðar verður á sú breyting að í Reykjavík verða tveir sölumenn. Þeir verða með fax og síma í bflum sínum og senda okkur pantanir jafnóðum og þær berast. Sem dæmi um af- greiðsluhraðann má nefna að pöntun sem berst frá kaupmanni í Reykjavík fyrir klukkan 17 verður komin til til hans fyrir opnun verslunarinnar næsta morgun“. Kjarnafæði er ekki með mikla yfir- byggingu. Réttara sagt er hún ekki til sagði Eiður að þeir bræður hefðu gætt sín á slíku allt frá fyrstu tíð. „En við erum fjögur í sölustörfum", sagði Eiður að lokum. AÐ NORÐAN Siglufjörður Ólafefjöröur Akureyrí Askell Pórisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.