Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 19
í Landsbankamálinu hafa skatt- borgarar spurt hverjir beri ábyrðina á útlánatöpunum. Eru það bankastjór- arnir? Eru það bankaráðin? Eru það stjórnmálamennimir? Spumingin ætti ekkert síður að vera hvort skatt- borgararnir sjálfir, sem halda í örygg- isnetið og strengja það, beri ekki grundvallarábyrgðina. Það er þeirra að ákveða hvort þeir vilja halda netinu áfram strekktu. Fyrir skattborgarana, sem axla ábyrgðina þegar upp er staðið, er það meira tæknilegt atriði að velta því fyrir sér hvort skýringar á útlánatöp- um séu pólitískt valdir bankastjórar, lélegt eftirlit pólitískra bankaráða, efnahagskreppa erlendis, lán til óarð- bærra fjárfestinga, erfitt árferði í sjávarútvegi og almennur samdráttur í efnahagslífinu. Aðalatriðið er að þeir axla ábyrgðina og borga reikninginn á meðan kerfi ríkisábyrgða er fyrir hendi. ÚTVEGSBANKINN VAR VÆNN SKELLUR í ÖRYGGISNETIÐ Fyrir nokkrum árum kom vænn skellur í öryggisnetið þegar gamli Út- vegsbankinn féll í það. Þar urðu skatt- borgarar að taka á sig 3,7 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag vegna þess að Útvegsbankinn var með rík- isábyrgð. Þar höfðu stjórnmálamenn úr öllum flokkum verið með puttana í rekstri bankans og hlutast til um það í mörgum tilvikum hvaða fyrirtæki væru tekin í viðskipti og hvaða þjón- ustu þau fengju. Aðstoð skattgreiðenda við Lands- bankann, sem ríkisstjórnin ákvað á sögulegum fundi sínum þriðjudaginn 16. mars er 4.250 milljónir króna. Bein fyrirgreiðsla ríkissjóðs til bank- ans er 2.000 milljónir. Þá samþykkti ríkisstjórnin að bankinn fengi 1.000 milljónir króna víkjandi lán úr Trygg- ingarsjóði viðskiptabanka. Til viðbót- ar kemur svo víkjandi lán sem Lands- bankinn fékk frá Seðlabankanum í lok síðasta árs. Aðstoðin er til að bæta eiginfjár- stöðu bankans vegna útlánatapa síð- asta árs en þó fyrst og fremst fyrirsjá- anlegra útlánatapa á þessu ári. Til að endurskoðandi bankans, rílrisendur- skoðandi og viðskiptaráðherra gætu staðfest ársreikning bankans 29. mars síðastliðinn var talið nauðsyn- legt að afskriftarreikningur útlána yrði stilltur af upp á 4,5 milljarða í lok síðasta árs. Áætlað er að afskriftar- reikningur bankans verði 5,8 milljarð- ar króna í lok þessa árs. Fróðlegt er fyrir skattgreiðendur að veita því athygli hvernig stjóm- málamenn ræddu í fjölmiðlum um að- stoðina við bankann. Þar snerist um- ræðan fyrst og fremst um það hvernig aðgerðirnar vom kynntar. Stjómarandstaðan sakaði ríldsstjórn- ina uin flugeldasýningu við kynningu 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.