Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Side 19

Frjáls verslun - 01.04.1993, Side 19
í Landsbankamálinu hafa skatt- borgarar spurt hverjir beri ábyrðina á útlánatöpunum. Eru það bankastjór- arnir? Eru það bankaráðin? Eru það stjórnmálamennimir? Spumingin ætti ekkert síður að vera hvort skatt- borgararnir sjálfir, sem halda í örygg- isnetið og strengja það, beri ekki grundvallarábyrgðina. Það er þeirra að ákveða hvort þeir vilja halda netinu áfram strekktu. Fyrir skattborgarana, sem axla ábyrgðina þegar upp er staðið, er það meira tæknilegt atriði að velta því fyrir sér hvort skýringar á útlánatöp- um séu pólitískt valdir bankastjórar, lélegt eftirlit pólitískra bankaráða, efnahagskreppa erlendis, lán til óarð- bærra fjárfestinga, erfitt árferði í sjávarútvegi og almennur samdráttur í efnahagslífinu. Aðalatriðið er að þeir axla ábyrgðina og borga reikninginn á meðan kerfi ríkisábyrgða er fyrir hendi. ÚTVEGSBANKINN VAR VÆNN SKELLUR í ÖRYGGISNETIÐ Fyrir nokkrum árum kom vænn skellur í öryggisnetið þegar gamli Út- vegsbankinn féll í það. Þar urðu skatt- borgarar að taka á sig 3,7 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag vegna þess að Útvegsbankinn var með rík- isábyrgð. Þar höfðu stjórnmálamenn úr öllum flokkum verið með puttana í rekstri bankans og hlutast til um það í mörgum tilvikum hvaða fyrirtæki væru tekin í viðskipti og hvaða þjón- ustu þau fengju. Aðstoð skattgreiðenda við Lands- bankann, sem ríkisstjórnin ákvað á sögulegum fundi sínum þriðjudaginn 16. mars er 4.250 milljónir króna. Bein fyrirgreiðsla ríkissjóðs til bank- ans er 2.000 milljónir. Þá samþykkti ríkisstjórnin að bankinn fengi 1.000 milljónir króna víkjandi lán úr Trygg- ingarsjóði viðskiptabanka. Til viðbót- ar kemur svo víkjandi lán sem Lands- bankinn fékk frá Seðlabankanum í lok síðasta árs. Aðstoðin er til að bæta eiginfjár- stöðu bankans vegna útlánatapa síð- asta árs en þó fyrst og fremst fyrirsjá- anlegra útlánatapa á þessu ári. Til að endurskoðandi bankans, rílrisendur- skoðandi og viðskiptaráðherra gætu staðfest ársreikning bankans 29. mars síðastliðinn var talið nauðsyn- legt að afskriftarreikningur útlána yrði stilltur af upp á 4,5 milljarða í lok síðasta árs. Áætlað er að afskriftar- reikningur bankans verði 5,8 milljarð- ar króna í lok þessa árs. Fróðlegt er fyrir skattgreiðendur að veita því athygli hvernig stjóm- málamenn ræddu í fjölmiðlum um að- stoðina við bankann. Þar snerist um- ræðan fyrst og fremst um það hvernig aðgerðirnar vom kynntar. Stjómarandstaðan sakaði ríldsstjórn- ina uin flugeldasýningu við kynningu 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.