Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 68
FOLK ÁGÚSTÍNAINGVARSDÓTTIR HJÁ VITUND: TRÚI ÞVÍ AÐ ÍSLAND SÉ LAND MÖGULEIKANNA „Það er mikið að ger- ast í stjórnun og mark- aðsmálum í Evrópu og margar nýjar hugmynd- ir sem mikilvægt er að fylgjast með. Hér á landi er stjórnunarkostnaður oft mikill og alls ekki gefið að árangur í rekstri sé í samræmi við þann mikla kostnað. Vitund er umboðsaðili fyrir breska fyrirtækið Video Arts sem gefur út fræðsluefni tengt stjórnun fyrirtækja, starfsmannaþjálfun og fleiru. Vitund þýðir efn- ið og dreifir því á sama tíma og það kemur út annars staðar,“ segir Agústína Ingvarsdóttir annar eigandi Vitundar, kennslugagnasölu og -leigu. Ágústína varð stúdent frá Menntaskólanum við Tjöm- ina 1973 og lauk BA - prófi frá Háskóla íslands 1976 í sálfræði, félags- og við- skiptafræði. Hún var í fjögur ár í doktorsnámi í iðnaðar- sálfræði við háskólann í Gautaborg og vann fjölda verkefna við Volvo verk- smiðjurnar í náinni sam- vinnu við prófessor sinn. Hjá Volvo starfaði hún síðan í sjö og hálft ár sem ráðgjafi í stjórnun og starfsmanna- haldi og vann að ýmsum verkefnum, m.a. skipulagn- ingu vinnuhópa og markaðs- setningu. Ágústína tók þátt í alþjóðaverkefnum fyrir hönd Svía og henni stóð til boða starf í Bandaríkjunum á vegum Volvo verk- smiðjanna þegar hún ákvað að flytja til íslands 1987. Þá réð hún sig til Fjárlaga- og hagsýslustofnunar ríkisins og var framkvæmdastjóri Stjómsýslufræðlu ríkisins í rúm þrjú ár. „Ég kom til landsins í sumarfrí og er hér enn. Svíarnir trúðu því ekki að ég ætlaði að setjast hér að og þeir héldu starfinu fyrir mig í eitt ár. En ég trúi því að ísland sé land möguleikanna og vil vera hér því hér verð- ur margt hægt að gera í framtíðinni,“ segir hún. NÁMSKEIÐ AF MYNDBmNDI „Við höfum verið að byggja fyrirtæki okkar upp smátt og smátt það eina og hálfa ár sem liðið er frá stofnun þess. Ég legg mikla áherslu á gæði þeirra sýni- kennslugagna sem Vitund hefur á boðstólum en þau eru frá nokkrum framleið- endum í Bretlandi og Bandaríkjunum þó að ég leggi mest upp úr efninu frá Video Arts. Það fyrirtæki var stofnað fyrir 20 árum af sir Anthony Jay og John Cleese en þeir hafa báðir skrifað bækur um stjórnun og eru einnig höfundar gam- anþátta í sjónvarpi, t.d. þáttanna Já, ráðherra" og Hótel Tindastóll. I kennslunni er lögð tals- verð áhersla á húmor og brandarar látnir bera skila- boðin. Efnið er fjölbreytt og hægt að laga það að þörfum fyrirtækja jafnt stórra sem lítilla, opinberra sem einka- fyrirtækja. Hægt er að fá myndbönd og kennslugögn keypt eða leigð og boðið er upp á þá þjónustu að undir- búa starfsmenn til að halda námskeið í fyrirtækinu. Einnig er hægt að fá mig til þess,“ segir Ágústína. AÐ VEIÐA í MIÐNÆTURSÓL Sambýlismaður Ágústínu er Paul 0 Keeffe, eigandi verslunarinnar Veiðimaður- inn. Ágústína segist hafa mik- inn áhuga á veiðimennsku og útivist og hún fer oft í veiði, jafnvel á kvöldin að lokinni vinnu. „Það er hvergi annars staðar hægt að komast í snertingu við náttúruna á sama hátt og á íslandi og finna þessa seið- magnandi töfra sem hér eru. Ég hef ekið langar leiðir í miðnætursól til að komast í veiði snemma morguns og finnst það endurnærandi. Ég hef líka mjög gaman af því að kynnast fólkinu úti á landsbyggðinni sem býr yfir hlýju og einlægni sem borg- arbúar hafa því miður marg- ir týnt. Á veturna fer ég í göngutúra og vil þá helst ganga nálægt sjónum,“ seg- ir Ágústína. Ágústína var í góðu starfi í Svíþjóð og stóð til boða vinna í Bandaríkjunum þegar hún kom í frí heim og ákvað að setjast hér að og byggja upp fyrirtæki. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.